Miðvikudagur, 19. mars 2008
Almenningsamgöngur slæmar hér á landi
Hér er gjörónýtt stætókerfi, engir sporvagnar, engar lestarsamgöngur. Ef við ætlum að taka fram reiðhjólið þá hjólum við í öfuga átt undan vindi þs. ef við náum upp brekkurnar. Hvernig förum við að án bílsins í borg eins og Reykjavík? Mig dauðlangar að leggja bílnum ..en strætó er ekki farinn að ganga á morgnanna þegar ég mæti í vinnu klukkan 06:00.
Ég á það reyndar til að hjóla í vinnuna á sumrin en það er illmögulegt ef ekki ómögulegt á veturna. Eigum barn sem er á leikskóla, ekki séns að ná í vinnuna á réttum tíma ef farið er með strætó þar sem leikskólinn opnar hálftíma fyrr og við búum langt frá vinnustöðunum.
Bensín dýrara í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
Myndarlegasta kvikindi
barnsfaðir hennar Halle Berry. 32 ára gamall, tæp tíu ár á milli þeirra skötuhjúa. Barnið er eflaust gullfallegt eins og öll ungabörn eru reyndar. |
Halle Berry eignast stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. mars 2008
Göngutúr á Úlfarsfelli og nýfæddur Davíðssonur
Fór á Úlfasfellið með hundinn (og kallinn) í gær. Já mér tókst að fá karlinn með , hann stakk reyndar sjálfur upp á göngutúr og ég valdi gönguleiðina (hehehe) . Það var yndislegt veður , sól, svolítið frost og algjör stilla.
Davíð bróðir minn og Tinna kærastan hans voru að eignast sitt fyrsta barn saman sl. föstudag og kíktum við svo í heimsókn til þeirra. Davíðsson er yndislegur, læt ég myndirnar tala sínu máli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 15. mars 2008
Já það var sko gaman..
Ótrúlega sterkir tónleikar. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel á tónleikum.Líkja má stemningunni við gott kvöld á þjóðhátíð í Eyjum. Allir sungu með, allir glaðir og hamingjusamir.
Fólk var svolítið að fá sér í tánna en það var bara allt í lagi, allt fór friðsamlega fram enda allir vinir þetta kvöld.Ókunnugir föðmuðust og hylltu Sálina sem var ótrúlega sterk.
Ætli meðalaldurinn hafi ekki verið um 40 - 45..ótrúlega gaman að sjá hvað mikill meirihluti var í "eldri" kantinum, þó slæddust inn á milli yngri andlit enda eru aðdáendur Sálarinnar breiður aldurshópur.
Ekkert hlé var á tónleikunum en engin þreytumerki voru að sjá á Sálarmönnum. Svitinn lak í stríðum straumum niður andlit Stebba og Gumma gítarleikara enda hömuðust þeir á sviðinu allan tímann.
Gospelkór Reykjavíkur söng með þeim í nokkrum lögum og var það frábært.Einnig komu nokkrir meðlimir sinfóníuhljómsveitarinnar og spiluðu með í eitthverjum lögum - snilld. (Stebbi sagði að þeir hefðu ekki haft efni á allri hljómsveitinni) Æðislegir tónleikar, rífandi stemning - Sálin er draumurinn!!
Mikil stemmning á afmælistónleikum Sálarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 3. mars 2008
Tröppuhlaup upp 15. hæðir og Esjuganga - myndir
Ég var að vinna í turninum í Kópavoginu á laugardaginn og þar manaði Arnar Grant mig í að hlaupa upp fimmtán hæðirnar þar sem að þennan laugardag var keppnin í tröppuhlaupinu sem World Class stendur fyrir. Ég var kotroskinn þar sem að ég trítlaði á eftir Grantinum af fimmtándu hæð niður á þá fyrstu. Þetta yrði nú ekki mikið mál.
Hann startaði mér svo og ég rauk upp tvær tröppur í einu, sprengikrafturinn gífurlegur en þegar ég var komin upp á sjöttu hæð þá var mér hætt að lítast á blikuna! Krafturinn dvínaði óðum og það hægðist verulega á mér og þegar ég var komin á níundu hæð var ég í alvörunni að spá í að hætta og þykjast hafa meitt mig eða eitthvað , hehe..nei nei en auðvitað hélt ég áfram þótt ég væri komin með blóðbragð í munninn og verki í framanverð lærin.
Síðustu hæðina fannst mér ég skríða upp, var gjörsamlega búinn þegar ég náði efstu tröppunni. Og tíminn; 1. mínúta og 56 sekúndur. Það voru um 10 - 15 manns sem hlupu upp og ég náði besta kvennatímanum þann daginn. Ég var sex sekúndum of lengi til að ná árskortinu af Nínu Dögg sem á metið frá byrjun - 1. mínútu og 50. sekúndur. Jæja hvað hef ég svo sem að gera við árskort. En ég ætla þó að reyna við stigana aftur , næst þegar verður hlaupið í byrjun næsta mánaðar. Og þá SKAL ég bæta það!
Það var frábært veðrið og ég ákvað að fara á Esjuna með Lúkas minn. Það var hreint yndislegt á Esjunni. Ég hafði þó klætt mig allt of vel og svitnaði þvílíkt, það er svo erfitt að vita hvernig maður á að klæða sig á þessu landi. Það var mikill snjór á fjallinu og því erfiðara yfirferðar en á sumrin en alveg ofboðslega fallegt að sjá yfir.
Ég fór ekki alveg á toppinn, treysti hundinum ekki til þess, var svo hrædd um að hann myndi bara hrapa þar sem fjallið er sem brattast. Hann hefði aldrei komist upp klettana efst.
En þetta var samt flottur göngutúr og ég reyndi að hlaupa svo niður en það var mun erfiðara en á Úlfarsfellinu þar sem brattinn var meiri og oft mjóir stígarnir og hætta á að misstíga sig og renna í snjónum. Æðislega gaman ... og ég ætla að gera þetta að venju um helgar.
Fórum í matarboð á laugardagskvöldið til vinarfólks og við skyldum ekkert í því hvað Olli var eitthvað niðurlútur og rólegur. Hann var þá kominn með hita og sofnaði bara í fanginu á pabba sínum í sófanum. Var funheitur um nóttina með mikinn hita en mun skárri í dag. Ég er heima hjá honum í dag.
Kær kveðja , Ester.
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Stjörnumerkin eftir að kynlífi lýkur !!!
Hrútur: Ok, gerum það aftur !
Naut: Ég er svöng - pöntum pizzu
Tvíburi: Veistu hvar fjarstýringin er ?
Krabbi: Hvenær giftum við okkur ??
Ljón: Var ég ekki frábær ??
Meyja: Ég verð að þvo rúmfötin núna
Vog: Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka
Sporðdreki: Hef fengið það betra sko
Bogamaður: Ekki hringja í mig -ég hringi í þig.
Vatnsberi: Gerum það núna í engum fötum !
Fiskur: Hvað sagðist þú annars heita ?
Steingeit: Áttu nafnspjald ?
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Ég væri líka dugleg að kyssa..
Bloom og Willis kela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Eurovision og Úlfarsfell um helgina..tvisvar!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Kommúnan í Borgarleikhúsinu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 25. janúar 2008
Egilsstaðir - Reykjavík?
Tommy Lee veðurtepptur á Egilsstöðum...hahaha..eða svona næstum því! Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þessa frétt. Töffarinn hann Tommy Lee var í flugvél Icelandair sem ekki gat lent á keflavíkurvelli sökum veðurs. Og lenti því á Egilstöðum. Ætli hann hafi haldið að Egilsstaðir væru Reykjavík? Muhahaha...
Tommy Lee alsæll á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)