Mánudagur, 21. janúar 2008
Það eru 26. ár síðan ..
Slapp ómeiddur eftir árekstur við ljósastaur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Þau hafa laðast hvort að öðru vegna ...
þess hvað þau voru lík. Hafa heillast af hvort öðru við fyrstu kynni. Sorglegt mál samt sem áður, hlýtur að vera mjög mikið áfall fyrir þau að komast að hinu sanna um hvort annað.
Tvíburasystkinin voru aðskilin við fæðingu og ættleidd af sitthvorum fósturforeldrunum.
Hittast fyrir tilviljun síðar á lífsleiðinni, heillast hvort af öðru og ganga að endanum í hjónaband.
Þetta er svakalegt..aumingja fólkið.
Aðskilin tvíburasystkini giftust hvort öðru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!
Óska öllum ættingjum, vinum og kunningjum nær og fjær gleðilegs árs og friðar
Það sem stendur upp úr á árinu er og ekki endilega í þessari röð:
1.Ég útskrifaðist úr ÍAK um vorið. 2.Fengum nýjan fjölskyldumeðlim - Lúkas! 3.Tók við námskeiðinu "Líkami fyrir lífið fyrir konur í WorldClass. 4.Tók þátt í Fitness í fyrsta skiptið. Sýndi þar með og sannaði fyrir sjálfri mér að ég "get ef ég vil". 5. Olli missti barnatennur og fékk fullorðinstennur. 6. Ferðaðist ein til Danmerkur á vegum vinnunnar. 7. Fór til Rómar. 8. Fór til Svíþjóðar með fjölskyldunni í heimsókn til pabba og mömmu í nýja raðhús fjölskyldunnar þar. 9. Ferðaðist með ömmu til Svíþjóðar. Gleymi eflaust eitthverju, en mér finnst árið hafa verið viðburðarríkt og yndislegt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Jú þetta passar nær alveg.
Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld." Er ekki alltaf kalt á Íslandi á gamlárskvöld?
" Þeir kalla það Gamlarskrold" Já við köllum það gamlárskvöld, ekki alveg rétt skrifað en þó nærri lagi.
"heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum." Það eru partý út um allt á gamlárskvöld og ef stemning er fyrir hendi þá er pottþétt einhverjum hressum ferðamanninum boðið inn. Út um alla borg eru brennur (varðeldar) og eflaust eru einhverjir sem hafa gaman af því að klæða sig upp í álfabúning þótt flestir bíði með það fram á þrettándann.
"Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12." Ef himininn er heiður í Reykjavík þá er bara alls ekkert ólíklegt að sjáist í norðurljós.
Þetta stenst næstum allt.
Á vefsíðu tímaritsins Yes Weekly í Nýju-Karólínu í Bandaríkjunum eru nú taldir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða áramótunum. Reykjavík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Brasilíu, Amsterdam í Hollandi og fleiri heimsþekktum borgum.Þegar lesin er lýsingin á því hvernig Íslendingar halda upp á gamlárskvöld læðist þó að íslenskum lesanda sá grunur, að ritstjórar Yes Weekly styðjist ekki við traustustu heimildir. Lýsingin er eftirfarandi:Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staðurinn? Það hlýtur að vera. Þeir kalla það Gamlarskrold og heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum. Alveg eins og í Hringadróttinssögu. Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12."
Íslendingar í álfabúningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Nokkrar jólamyndir
Annar í jólum og ég er búin að fá leið á konfektinu. Ég gjörsamlega "datt" í konfektið þessi jólin og hef ekkert étið nema konfekt og reykt kjöt! Og svo hef ég varla hreyft á mér rassinn.
Fór aðeins út með hundinn í gær en þá kom akkúrat skafrenningu svo sást ekki út úr augum svo við Lúkas fórum nú ekki langt. Annars eru þetta búin að vera jól eins og jól eiga að vera. Yndisleg alveg.
Við fjölskyldan höfum haft það með eindæmum gott. Læt fylgja með nokkrar myndi og gleðilega jólarest kæru vinir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 23. desember 2007
GLEÐILEG JÓL ELSKU VINIR!
Á þessum tíma á morgun verðum við að borða jólamatinn heima hjá foreldrum mínum. Ég hlakka til sem aldrei fyrr :).
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla kæru vinir ..vona að þið hafið það yndislegt á jólunum og að jólin verði friðsæl hjá okkur öllum ...kossar og jólaknús!!! Þið eruð frábær!!
Þessi mynd er tekin af Lúkasi áðan, þar sem hann lá í sófanum og lék sér að skó sem er á lyklakippu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Sonur minn er með lungnabólgu
Elsti sonur minn hann Danni er með lungnabólgu. Hann var búin að vera með mjög þungan hósta í nokkra daga en aldrei datt mér þó í hug lungnabólga. Tungan bólgnaði upp fyrir 3-4 dögum síðan , og Danna var mjög illt í henni, átti m.a. erfitt með að tala. Mér datt í hug streptokokkasýking og sagði honum að drífa sig til læknis.
Þar sem hann var að fara til Evu kærustunnar sinnar sem býr á Akranesi fór hann til læknis þar. Læknirinn var pólskur og greindi hún hann með lungnabólgu við hlustun. Daginn eftir fór hann í röngenmyndatöku og tekið var blóðsýni og sett í rannsókn. Hann heyrði svo ekkert í lækninum daginn eftir en hringdi sjálfur í gær og fékk að tala við pólska lækninn sem hann átti í verulegum vandræðum með að skilja. Hann skildi þó að það væri sýking í blóðinu en læknirinn var ekki búin að sjá niðurstöðurnar úr myndatökunni.
Hvurslags eiginlega læknir er þetta? Íslenskur eða pólskur skiptir ekki máli en drengurinn er sárlasin, með stokkbólgna tungu , á í erfiðleikum með að tala, getur ekki borðað, það hryglir í lungunum á honum, hann er með hita og læknirinn er EKKI BÚIN AÐ ATHUGA NIÐURSTÖÐUR ÚR LUNGNAMYNDINNI! Sem móðir er ég hneyksluð og reið á þessum vinnubrögðum!
Danni kom frá AKranesi í kvöld og ég hringdi á bráðamóttökuna og fékk að tala við hjúkrunarfræðing sem benti mér á að senda drenginn á slysadeildina í fossvogi því þar væru lungnasérfræðingarnir. Og þar er Danni núna í þessum skrifuðu orðum.
Ég fór að gúggla á netinu og eins og mín er von og vísa þegar ég fer að rannsaka sjúkdóma upp á eigin spýtur þá er ég núna stressuð því "heilahimnubólga" kom oftar en einu sinni upp í tengslum við sýkingu í blóði. Auðvitað mála ég skrattann á vegginn.
Læt vita um framgang mála þegar málin skýrast.
Góða nótt gott fólk.
Mánudagur, 17. desember 2007
Hahaha
Jólapakkarnir hurfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 14. desember 2007
Garðslanga á Miklubraut
Mér tókst að komast stórslysalaust í vinnuna. Stóð samt ekki á sama á Reykjanesbrautinni um tíma þegar að vindhviðurnar voru þvílíkar að það var eins og bíllinn ætlaði að takast á loft!
Tókst líka að koma litla stráknum heilu og höldnu í leikskólann, hlupum úr bílnum og þessa stuttu leið inn í leikskólann, ég ríghélt í barnið og hann í mig.
Tók eftir því á leiðinni í vinnuna að það liggja hlutir á víðavangi hér og þar. Sá garðslöngu á Miklubrautinni, hvítan pappa á víð og dreif fyrir utan Hagkaup í Spönginni, stóra bleika (fitball) bolta við Strandveginn í Grafarvogi, brot úr eitthverju sem líktist þakplötu á Reykjanesbraut og fl.
Sagt er að við mannfólkið höfum lítið sem ekkert veðurminni og það á alla vega við um mig, man ekki eftir slíku fárviðri síðan '84
Áfram annríki vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 14. desember 2007
Brjálað veður, bíllinn fýkur !
Mér líst ekki á þetta veður í dag. Yngsti strákurinn minn þarf að komast í leikskólann og þar á einmitt að vera jólaball í dag. Það verður líklega ekki dansað í kringum jólatréð útivið eins og venjan hefur verið.
Hér í Grafarvogi þar sem við fjölskyldan búum er veðurhamurinn gífurlegur. Og litli Smart-bíllinn sem ég er á þolir illa svona rok þar sem hann er mjög léttur og því mjög erfitt að halda honum stöðugum á veginum í minnsta roki. Mér líst hreinlega ekki á þetta, stutt í leikskólann en ég þarf að keyra til Hafnarfjarðar í vinnu . Mér líst engan veginn á þetta. Þetta verður líklega spennandi dagur.
Óveðurstilkynningar farnar að berast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)