Þá reið maður berbakt og hjálmlaus og allir vegir voru manni færir.

Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í goðafræðinni. Sá fór um á skeiði. En ég þekkti annan Sleipni sem fór bara um á brokki..alveg þar til hann varð 10 vetra. 

 
Það vakti athygli mína frétt sem mbl.is birti um daginn af háöldruðum íslenskum hesti í Þýskalandi. Og ég minntist þá vinar míns hans Sleipnis sem einnig varð vel aldraður.
Já einu sinni átti ég hest sem var ljúflingur og mikið gæðablóð. Hann vakti töluverða athygli þar sem hann bar höfuðið hátt í reið og var vel hágengur á töltinu enda var það svo að hann fór um á brokki alveg þar til hann var orðinn fullorðinn 10 vetra gamall. Og það var óharðnaður unglingurinn ég sem náði þá að kreista töltið fram í honum og var einstaklega stolt af því, sérlega vegna þess að tamningarmaðurinn hafði víst sagt að þessi hestur myndi aldrei tölta.IMG_6875


Svo eignaðist ég mann og börn og buru og en við barnsfaðir minn  skildum og urðum að selja hesthús og hesta og minn gamli vinur Sleipnir sem þá var 18 vetra fékk að fara aftur heim í gömlu sveitina sína en á annan bæ þó. Þar varð þessi öðlingur allra hugljúfi. 

Ég gerði mér ferð í Borgarfjörðinn mörgum árum seinna til að sjá hann og fann hann úti á túni í góðu yfirlæti með öðrum hrossum, farinn að þynnast á honum þykki makkinn hans og gránað hafði hann í framan. Þarna var hann líklega um 28 vetra.
Hann var víst bara notaður til að teyma undir krökkum síðustu árin.IMG_6874


Ég fékk svo að frétta af því þegar hann var felldur, 32 vetra aldraður vinur minn, sannarlega búinn að sinna sínu.  

Skemmtileg tilviljun að Sleipnir frá Kronleiten og Sleipnir frá Melum hafi báðir náð háum aldri. Annar reyndar enn á lífi háaldraður. Og báðir skjóttir. 


Á myndunum er ég líklega 16 ára gömul á honum Sleipni minum.
Við Elliðavatn. 


mbl.is 42 vetra hestur við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband