Færsluflokkur: Dægurmál

Eitt vandræðalegasta "sturtu"móment mitt í Laugum!

Tilbúin Ég held að þetta sé vandræðalegasta móment sem ég hef lent í sem starfsmaður World Class.  Það gerðist reyndar utan vinnutíma sem var kannski eins gott. Svalur

Ég var að koma úr baðstofunni eftir að hafa slakað á í góðan tíma í gufunum og heita pottinum. Var  því mjög afslöppuð og varla í þessum heimi.  Ég rölti inn í sturtuklefann baðstofumeginn og horfi þar á allsberan karlmann sem er að þvo sér um hárið. Ég gekk áfram nokkur skref til viðbótar án þess að átta mig ..þó fannst mér eins og eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.  Ég get varla lýst þessari stund öðruvísi en þetta var eins og sett væri á pásu í miðri mynd því allt í einu fraus ég  og maðurinn líka - með hendurnar í hárinu. 

Það var eins og ég gæti mig hvergi hreyft, stóð kyrr og horfði bara á manninn..og maðurinnn horfði á mig.  Þarna stóð hann grafkyrr í sturtunni - allsnakinn karlmaður í allri sinni dýrð með hendurnar í sápuðu hárinu og þarna stóð ég á móts við manninn í baðstofusloppnum - og starði  eins og hann væri geimvera frá öðrum hnetti. 

Svo ALLT Í EINU áttaði ég mig......OMG..ég eldroðnaði og (þennan hluta á ég erfitt með að muna) rak upp hljóð (hlátur eða grátur..man ekki) og á leiðinni úr sturtuklefanum fæ ég óstöðvandi hláturskast. Bak við mig heyrði ég ekki betur en að maðurinn fengi eitthvað í hálsinn ..ja nema hann hafi sprungið......úr hlátri! Ég hallast frekar að því. 

Í hláturskasti mínu kem ég inn í sturtuklefa KVENNA baðstofumeginn og ég lýg því ekki að ég varð að taka mér góðan tíma í að jafna mig áður en ég hætti mér í sturtuna því annars hefði ég upplifað annað vandræðalegt móment  ( runnið, dottið, rekið mig í, stórslasast , slasað einhvern...)

Eftir á að hyggja var þetta grátbroslegt og það fyndnasta við þetta er að ég get engan veginn munað hvernig þessi maður leit út þó að ég hafi starað á hann mínútunum saman (í minningunni) .
Í langan tíma á eftir grunaði ég hvern karlmann sem ég sá í æfingarsalnum um græsku, þeir virtust allir horfa á mig ...glottandi! Saklaus
 
Ester - virðulegur þjálfari í sal

Minning um fallega góða vinkonu sem lést 25.ágúst '09.

Soffía Margrét Jónsdóttir.

Fallega rósÞegar ég gekk með mitt fyrsta barn, fyrir 22. árum, þá var ég lögð inn á meðgöngudeild Landspítalans sökum þess hvað meðgangan gekk illa.  Mér hundleiddist þetta tvítugri stelpunni en í rúmi við hliðina á mínu var stelpa þremur árum yngri en ég og eftir nokkrar augngotur okkar á milli þá fórum við að tala saman. Það er ekki orðum aukið en þessi stelpa bjargaði sálarheill minni á meðan ég lá á  spítalanum. Hún var svo hlý og skemmtileg með smitandi hlátur og ótrúlega þroskuð miða við aldur. Við fífluðumst og stálumst fram á gangana og alla leið i sjoppuna sem var í öðru húsi. Báðar rétt með klósettleyfi!  Hlógum mikið og höfðum gaman. Úr varð hinn skemmtilegasti tími á spítala sem hefði af öðrum kosti átt að vera hundleiðinlegur.

Við héldum sambandi eftir að við útskrifumst og svo eignuðumst við börnin okkar með 11 daga millibili (hún á undan), hún stelpu og ég strák.   Það var gaman að eiga vinkonu sem átti barn á sama aldri og mitt barn og við héldum miklu sambandi eftir að við eignuðumst börnin.

Eitthverra hluta vegna flosnaði svo upp úr sambandi okkar þegar börnin okkar voru um það bil 3. ára.  En lífið hélt áfram en alltaf öðru hvoru hugsaði ég til þessarar vinkonu minnar.  Lífið er óútskýranlegt og  15 árum seinna var ég mætt í mæðraskoðun á Heilsuverndarstöðina , þá gekk ég með mitt þriðja barn.  Ég sat í biðstofunni og beið eftir að kæmi að mér þegar ég allt í einu rek augun í þessa gömlu vinkonu mína þar sem hún sat rétt hjá mér -  kasólétt eins og ég! 

Það urðu miklir fagnaðarfundir og við hlógum mikið af þessari furðulegu tilviljun.   Ck. þrjár vikur eru á milli drengjanna okkar og nú var það ég sem varð á undan.  Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið og kíktum á hvor aðra í kaffi, fórum í göngutúra saman með börnin og héldum símasambandi fyrstu mánuðina. En því miður skildu leiðir okkar aftur , það var eins og örlögin ætlaði okkur bara þennan tíma saman.

Síðan við hittumst á meðgöngudeildinni eru liðin sjö ár og ég hitti Soffíu þegar ég heimsótti hana á Líknardeild Lanspítalans fyrir tveimur vikum síðan þar sem hún barðist við illkynja krabbamein.  Það var yndislegt að hitta hana og við áttum stutta en góða stund saman. Spjölluðum um börnin okkar og fleira. Yndi að hlusta hana tala um börnin sín. Hún var svo stolt af þeim.  Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Soffíu.  Kynntumst á spítala og kvöddumst á spítala. 

Ég bið góðan guð um að styrkja og blessa börnin hennar Soffíu og alla hennar ástvini á þessum erfiðu tímum.   

 

 


Lúkas minn er í áttunda sæti á listanum.

Þetta eru tíu greindustu hundarnir samkvæmt rannsókninni :

Ten most intelligent breeds Lúkas

Border Collie

Poodle

German Shepherd

Golden Retriever

Doberman Pinscher

Shetland Sheepdog

Labrador Retriever                                                  

Papillon     ( - Lúkas )                                                                 

Rottweiler

Australian Cattle Dog

Og þetta er listinn yfir 10. "minnst" gáfuðustu hundarnir :

Least intelligent breeds

Afghan Hound

Basenji

Bulldog

Chow Chow

Borzoi

Bloodhound

Pekinese

Beagle

Mastiff

Basset Hound


mbl.is Jafn greindir og 2 ára börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir frá helginni 17-20 Júlí '09.

Kíkið á nýjasta (efsta) albúmið. Og endilega stækkið myndirnar eins og hægt er - sérstaklega landslagsmyndirnar :).

Kær kveðja Ester.  Ester


Hér eru nokkrar nýjar myndir fyrir fjölskyldu og vini í útlöndum :-)

 Hér eru nokkrar nýjar myndir. Þetta er bara brot af myndunum, munið að fara í myndaalbúm og skoða nýjasta albúmið (sumar'09) og skoða allar myndirnar.                                                                                                                       

Allt annað að sjá garðinn núna.Vorum að taka garðinn í gegn, setja þökur og færa til hellur.  Er ótrúlega ánægð með garðinn eftir breytingu!

 

 

 

 

 

 

Olli og Óliver í brekkunni fyrir ofan húsið

 

 

 Olli og Óliver besti vinur hans í brekkunni fyrir ofan húsið okkar. 

 

 

 

 

 

 

Í fótbolta

 

 

 

 

Olli í fótbolta 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin mín :)

 

 

 

 

Stákarnir mínir í garðinum okkar.

 

 

 

 

 

  

Alveg að koma til mín

 

 

Fór og heimsótti Óttu í hagann. Hér er hún að rölta á móti mér, orðin vel feit þessi elska :). 

 

 

 

 

 

Skemmtileg heimsókn.

 

 

Elísa og Árni komu við hjá okkur á leiðinni í matarboð til Þurý systir Elísu. Hyske og Erling (frændi Helga) eru í heimsókn á Íslandi og eru hjá Elísu og Árna núna. Hyske býr til skartgripi úr steinum og er mjög hrifin af íslensku steinunum. Ég fékk mjög fallegt steinahálsmen að gjöf frá Hyske.  


Ég veit lausnina!

Að hætta að reykja marijuna Wink .
mbl.is Forðast bað í 35 ár í von um að eignast þá son
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4.sætið í Vetrarleikum Fáks

Haldið ekki að stelpan hafi ekki bara nælt sér í sæti! 

Nokkrar myndir:

Að undirbúa keppni

 

 

 

 

 

 

 Verðlaunaafhending

Á fljúgjandi ferð Ég í ljósri peysu Við Ótta að koma úr upphitunartúr


Svaðilför í Heiðmörk fyrir mörgum árum.

Hestar ríða í fylkingu á ísnum þegar að ísinn brestur skyndilega undan þeim og enginn fær neitt við ráðið og hestar og menn steypast niður í jökulkalt vatnið. Verður uppi fótur og fit, menn vita ekki hvað á þá stendur veðrið og halda fast i tauminn, þora ekki að sleppa. Fólk á tjarnarbakkanum horfir á sem steinrunnið. En einn var það sem áttaði sig fljótt, hann lætur frá sér myndavél , fer úr úlpu og hendir sér útí ískalda vökina. Þar stendur hann í ströngu með að koma hestunum upp úr og gefa fyrirskipanir, lætur hestana spyrna sér upp úr vatninu með því að nota lærið á sér sem spyrnu. Fjölnir Þorgeirsson heitir maðurinn og vann hann þrekvirki að mínu viti þennan dag í tjörninni í fimbulkulda. Við svona aðstæður sannast úr hverju menn eru gerðir.

Ég minnist þess þegar ég sjálf lenti undir ís á hesti fyrir mörgum árum síðan. Vorum við nokkrir krakkakjánar - um það bil sextán ára í útreiðartúr í Heiðmörkinni. Þetta var í apríl í góðu veðri en þó var nokkuð kalt og þunnur ís yfir vötnum og ám. Allt í einu dettur einum af okkur í hug að sundríða yfir mjóu ánna sem þarna liggur, nú er ég ekki viss á nafninu á ánni , líklega Hólmsá eða Suðurá en það er þó ekki aðalatriðið.   Þunn ísslikja var á ánni en okkur fannst það ekkert tiltökumál. Sundríða skildum við.

Við völdum stað þar sem auðvelt var fyrir hestana að fara útí en þegar til kastanna kom þá þorði enginn að fara  fyrstur.   Þannig að "hetjan" ég ákvað að fara fyrst og hvatti hestinn sem óð útí ánna.   Eftir það gerðist allt mjög hratt, allt í einu varð áin botnslaus, hesturinn hvarf undan mér ofan í vatnið og ég var allt í einu ein á báti , fann hvernig ég sogaðist niður og stígvélin mín urðu blýþung.  Einhver hélt yfir mér verndarhendi því allt í einu var ég komin með hendina á spýtu sem stóð á bakkanum og vinkona mín náði taki á mér og dró mig upp úr.  (Skil ekki enn í dag hvernig mér tókst að ná að bakkanum og ná taki á þessari spýtu, ég sem var útí miðri ánni.) Rennandi blaut og  skjálfandi  leit ég  út í ánna og sá í hófana á hestinum mínum og svo hvarf hann í iðuna en allt í einu var hann kominn með hausinn upp úr og tókst að koma sér upp  sömu leið og hann fór útí.

Þetta var lífsreynsla sem ég hefði gjarnan vilja vera án. Hvorki mér né hestinum varð meint af volkinu en þetta hefði svo sannarlega getað farið ver, mun ver.

En mikið er ég fegin að hestum og mönnum varð ekki meint af á Reykjavíkurtjörn í gær.

Íshestur 


mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótta mín komin í hús og á skaflana ;)- nokkrar myndir

 Fyrsta sinn � bak � vetur!Feit og falleg img_3068.jpgimg_3069.jpgimg_3070_747779.jpgimg_3071.jpgimg_3065_747782.jpgNú vil ég fá brauð! Í stíunni eftir reiðtúrinn Hesthusakotturinn

Það sem poppar upp í hausinn á manni stundum.

enigma.jpgÞetta er bræðingur en læt það flakka ... Smile 

Margur er sár, já margan ég þekki
Sem misst hafa bílinn, húsið og allt
Ísland er gjaldþrota , bundið í hlekki
skuldin er milljónir þúsundfalt.

Hvað er að gerast,hvar endar þetta
Hver svarar spurningum okkur í vil
auðnmenn og ríkið almenning pretta
Fari þeir allir fjandans til.

Estro


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband