Sonur minn er með lungnabólgu

Elsti sonur minn hann Danni er með lungnabólgu.  Hann var búin að vera með mjög þungan hósta í nokkra daga en aldrei datt mér þó í hug lungnabólga.  Tungan bólgnaði upp fyrir 3-4 dögum síðan  , og Danna var mjög illt í henni, átti m.a. erfitt með að tala.  Mér datt í hug streptokokkasýking og sagði honum að drífa sig til læknis.

Þar sem hann var að fara til Evu kærustunnar sinnar sem býr á Akranesi fór hann til læknis þar.  Læknirinn var pólskur og greindi hún hann með lungnabólgu við hlustun.  Daginn eftir fór hann í röngenmyndatöku og tekið var blóðsýni og sett í rannsókn.  Hann heyrði svo ekkert í lækninum daginn eftir en hringdi sjálfur í gær og fékk að tala við pólska lækninn sem hann átti í verulegum vandræðum með að skilja. Hann skildi þó að það væri sýking í blóðinu en læknirinn var ekki búin að sjá niðurstöðurnar úr myndatökunni.  

Hvurslags eiginlega læknir er þetta?  Íslenskur eða pólskur skiptir ekki máli en drengurinn er sárlasin, með stokkbólgna tungu , á í erfiðleikum með að tala, getur ekki borðað, það hryglir í lungunum á honum, hann er með hita og læknirinn er EKKI BÚIN AÐ ATHUGA NIÐURSTÖÐUR ÚR LUNGNAMYNDINNI!  Sem móðir er ég hneyksluð og reið á þessum vinnubrögðum!

Danni kom frá AKranesi í kvöld og ég hringdi á bráðamóttökuna og fékk að tala við hjúkrunarfræðing sem benti mér á að senda drenginn á slysadeildina í fossvogi því þar væru lungnasérfræðingarnir.  Og þar er Danni núna í þessum skrifuðu orðum. 

Ég fór að gúggla á netinu og eins og mín er von og vísa þegar ég fer að rannsaka sjúkdóma upp á eigin spýtur þá er ég núna stressuð því "heilahimnubólga" kom oftar en einu sinni upp í tengslum við sýkingu í blóði.  Auðvitað mála ég skrattann á vegginn.  

Læt vita um framgang mála þegar málin skýrast.

Góða nótt gott fólk.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jii hvurslags er þetta !  En vonandi batnar honum fljótt og vonum að þetta sé ekkert alvarlegt

Knús til ykkar

Melanie Rose (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 00:53

2 identicon

Hlýjar kveðjur héðan úr norðri til Danna, og ykkar nánustu fjölskyldumeðlima. Þetta er ótrúlegt að heyra - þetta með lækninn.

Við sameinumst í því að hugsa fallega til hans og vonum að alvarleikinn verði ekki þeim mun meiri.

Kossar og knús og kveðjur úr norðri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 01:46

3 Smámynd: Ólafur fannberg

bestu kveðjur og gleðileg jól

Ólafur fannberg, 21.12.2007 kl. 01:58

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg er þetta ótrúlegt að heyra.Vona svo sannarlega að þú sért með ýkta greiningu.

Bæti við loga á kertaflóðið mitt.

Knús á þig ástin og my pictures

Solla Guðjóns, 21.12.2007 kl. 03:40

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hvers konar læknir er þetta eiginlega? Vonandi er þetta ekkert alvarlegt.  Leyfðu okkur endilega að fylgjast með hvað kemur út úr heimsókninni á LSH í Fossvogi.

 Bata-og jólakveðja

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:00

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég man eftir stelpu í bernsku sem alltaf hafði lúgnabólgu öðru hvoru, Ekki féll hún þó heilahimnubólgu. Elsku Ester mín, mikið er leiðinlegt að heyra þetta og ekki er það gott með lækninn. Megi guð gefa að Danna batni sem fyrst.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.12.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Ester Júlía

Hæ hæ og takk fyrir ykkar indælu komment :).

Verð að láta ykkur vita hvernig gekk.

Hann var hlustaður og var með mikil asma hljóð - bronkítis. Fékk einskonar "friðarpípu" sem hann lýsti sem löngu röri með reyk inní og hann var láti sjúga þetta "rör"...anda reyknum að sér...til að víkka út lungnaberkjurnar . Svo fékk hann verkja og bólgueyðandi krem á tunguna. Hann er betri í dag í tungunni en voða slapparalegur, og enn með smá hósta. Drengurinn er auvitað ekkert búin að borða síðan á mán, þriðj.. en er að fá lystina, borðar skyr og jógúrt.

Læknirinn á slysó var hissa á þessum útlenda lækni ,..fannst líka skrýtið að ef ekki væri hægt að skilja hann,þá afherju er ekki hafður túlkur eða þá einhver boðberi skilaboðanna.

En heilahimnabólga er þetta ekki sem betur fer...

Knús og kossar til ykkar ...hafðið það yndislegt, takk fyrir mig.

kv. Ester

Ester Júlía, 21.12.2007 kl. 21:05

8 Smámynd: Ester Júlía

http://estro.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png

Ester Júlía, 21.12.2007 kl. 21:18

9 identicon

Æj þð var nú gott að hann sé að jafna sig.

Hann verður vonandi búinn að fá næga heilsu til að halda hátíðleg jól og borða góða matinn sem þeim tilheyrir. 

Ragga (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 21:31

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hann hressist og fær sér mikið af hangiketi:)

Einar Bragi Bragason., 22.12.2007 kl. 01:10

11 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband