Fitness - Laugardaginn 24. nóvember

Tilbúin Þá er þessu lokið.  Því miður komst ég ekki á pall og þar sem ég er mjög kröfuhörð á sjálfa mig og var búin að leggja mikið á mig fyrir keppnina, var fallið  hátt.  Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sátt við úrslitin.  Samgleðst þó stelpunum innilega sem komust á pallinn. Í kvöld fæ ég vonandi að vita meira um dómana, hvað það var sem að réði úrslitum.  Sumir segja aldurinn en ég var 18 árum eldri en sú sem var næst mér. 

Eftir mótið fórum ég og kallinn  á Amerikan Style upp á höfða og ég fékk mér stóran borgara með frönskum og sósu!!  Ummm..... þvílík nautn!  Fórum svo bara heim og þar sem ég var mjög þreytt þá fórStutt í keppni ég að sofa fljótlega.

 

Ég hef svo eytt deginum í dag í algjörri leti, borðað nammi og var að enda við Devitos pizzu Tounge.  Þið trúið ekki hvað það er gott (og gaman) að geta borðað það sem manni langar í.  

Ástarþakkir til ykkar sem hafið fylgst með mér í undirbúningnum og veitt mér andlegan stuðning og takk innilega þið sem hafið sent mér uppbyggileg sms skilaboð eftir mótið - þetta  er ekki lítils virði! Heart KissingHeartKissingHeart

Svart bikiní

 Litað bikiní

 

 

 

 

 

Ég í sundbolnum

 

 

 

 

 

 

Tískusýningin


THUMPS UP!!!

Panda Já  stóra stundin er að renna upp! Wizard.............nú er það bara þurrtfitnesslogo haframjöl og þurrar hrískökur fram að móti. EN þetta er að verða búið, er búin að úthugsa hvað ég ætla að fá mér að borða  EFTIR mót Kissing. Hárgreiðsla á eftir og svo förðun - og svo er bara komið að þessu!   

Hugsið til mín - klukkan 17:00 - ck. 20:00 í dag  Smile Heart Heart Heart

Knús á línuna!   

 


FITNESSSPORT

FitnesssportÉg hafði samband við Svavar og Sonju í Fitnesssport því mig vantaði  íþróttaföt til að koma fram í á tískusýningunni á bikarmótinu í Fitness.  Lota 1 er nefnilega tískusýning í íþróttafötum.  Ekki má merkja fatnaðinn búðinni, fötin mega bara vera merkt framleiðanda.  

Þar sem Fitnesssport er með flottustu merkin í bransanum, föt sem mér líkar vel, ákvað ég að tala við Svavar og Sonju til að athuga hvort þau gætu styrkt mig og  tók það jafnframt fram að ekki væri hægt að auglýsa búðina.  Svavar sagðist löngu vera hættur að styrkja íþróttafólk fyrir fitnessmót EN af því að þeim þætti ég svo æðisleg þá hefðu þau tekið þá ákvörðun að hjálpa mér.  Þau eru nú frekar æðisleg sjálf myndi ég segja! 

Fötin sem ég fæ eru ein þau bestu og vönduðustu í bransanum.    Þetta eru íþróttaföt sem saumuð eru á Ítalíu , og heita ANATOMIE.  Hönnuðurinn er þjálfari og  fyrrverandi fitnesskeppandi.  Anatomie

Ég er búin að velja og máta fötin og þau eru ekkert smá flott! Og efnið í þeim er guðdómlegt!! Ég hlakka ekkert smá til að koma fram á sviðið í þessum fötum!  

Svavar og Sonja í Fitnesssport - takk kærlega fyrir mig, þið eruð frábær!


Ferðalaginu lokið - stanslausar æfingar og stíft mataræði heldur áfram.

Nýkomin - á KastrupJæja komin heim frá Svíþjóð.  Yndisleg ferð.  Hélt matarprógramminu mínu alveg en "datt" í það á nammidaginn Tounge.  Sænskar kjötbollur, Calsone - pizza, súkkulaði og bland í poka ( en þó lítið af því).  Fann þrjár æfingstöðvar og æfði á tveimur þeirra.  Ekki jafn hár standart á æfingastöðvunum þarna eins og í minni stöð en það dugði alveg Wink.  Skokkaði , labbaði og hjólaði alla dagana.  Við eldhúsborðið í Lundi - síðasta daginn.

Nú eru bara tíu dagar í keppni!  Úff... en mig hlakkar líka geðveikt til!  Hef misst um 3-4 kg. á þessum tveimur vikum síðan ég byrjaði á undibúningnum og er bara orðin grindhoruð!  nei segi það kannski ekki, er ennþá með smákjöt og vöðvar, en verð að passa mig núna svo vöðvamassinn fari ekki.  Mér er alltaf kalt enda lítill fituforði til að halda á líkamanum hlýju.   En mikið rosalega er þetta gaman. Að sjá breytingarnar dag frá degi.  Já ég sé  dagamun..ótrúlegt en satt! 

Pabbi ( í stöðu) ég og amma ..síðasta daginn í Lundi.Arnar Grant tók mig "út" í gær og var bara nokkuð ánægður með mig, en þarf að æfa stöðurnar betur, sérstaklega eina þeirra..úff ekki vissi ég að það væri svona erfitt að halda einni stöðu rétt!  Ef ég geri ekki stöðuna rétt þá getur það algjörlega klúðrað hlutunum þótt annað sé í lagi.  Æfa æfa og æfa .. það er það eina sem dugir.  Ég á ekki eftir að líta í spegil í langan tíma eftir keppnina - er alveg að fá nóg af honum ..Grin

Takk fyrir lesturinn og eigið frábæran dag! 


Á leið út á Kastrup flugvöll - eftir klukkutíma

Rétt aðeins að blogga frá Svíþjóð , síðasta daginn.  Sit ein í stofunni, allir sofandi.   Búin að hella upp á kaffi og fara út að skokka.  Yndislegt veður, sólin er að koma upp og það er logn.  Svolitið kalt og varð ég að fara varlega i skokkinu út af élaðri jörð.  Mikið er yndislegt að vera hér í Lundi.  Það er svo mikil hvíld, ekkert lífsgæðakapphlaup er hér , allir afslappaðir.  Yndislegt haustið hér.  Svíarnir yndislegt fólk. 

Þessa örfáu daga sem ég hef verið hér ( 4 ) , hef ég farið tvisvar á sitthvora líkamsræktarstöðina og tekið góðar æfingar og hjólað og gengið mikið alla daganna, ja nema kannski í gær - laugardag.  Þá gekk ég hinsvegar mikið i mollinu..hehe.  Hef verið ótrúlega dugleg í mataræðinu, en missti mig í gær - laugardag, þar sem þá var nammidagur og ég mátti borða hvað sem ég vildi.  NAUT ÞESS Í BOTN!  En nú verður enginn nammidagur fyrr en eftir keppnina í tæpar tvær vikur. 

Hef ekki tíma á bloggtúr eins og er , þarf að skella mér í sturtu og klára að pakka en ætla að gefa mér tíma þegar ég er komin heim.  Hlakka til.  Bið að heilsa í bili

Puss og Kram, Ester.


*Nammidagurinn mikli*

Nú hef ég sjaldan tíma til að blogga.  Nóg að gera við að vinna og ÆFA..úff.  Hugsa um mataræðið endalaust , hvenær er kominn tími til að borða - nú borðar maður til að lifa en lifir ekki til að borða. Grin

Ég átti nammidag á laugardag og eins skrýtið og það hljómar eftir strangt óspennandi mataræði í viku þá átti ég í mesta basli við að fá mér eitthvað sem mér langaði í .  Kannski af því að mig langaði ekkert sérstaklega í það.  Langaði ekkert í nammi eða góðan mat, fékk mér bara hafragrautinn og próteinið um morguninn, fór á æfingu, fór svo og náði í hundinn og fór með hann í hundagönguna niður laugaveginn sem var mjög skemmtilegt.  Ótrúlegt hvað gangan gekk vel, maður heyrði varla gelt og allir hundarnir svo rólegir eins og þeir gerðu ekkert annað en að ganga í hundagöngu á hverjum degi niður laugaveginn. 

Á leiðinni til baka, upp laugaveginn, þá var ég reyndar orðin ansi svöng og þegar að DEVITOS við hlemm blasti við mér þá hafði ég ekki hemil á mér lengur.  Fór og fékk mér eina (stóra) sneið með pepperoni og Coke light.   Pizzan fær 10 í einkun ( og kókið líka ) Wink..hrikalega var þetta gott! 

En ég fékk smá í magann, varð bumbult í smá tíma á eftir því ég er auðvitað búin að vera á svo hreinu fæði í heila viku. 

En þetta startaði hjá mér nammideginum, ætla ekki að segja frá því einu sinni sem ég lét ofan í mig það sem eftir lifði dags.  Grin

Annars gengur mér bara vel, bæði með mataræðið og æfingarnar.  Er svo að fara til Svíþjóðar á miðvikudaginn, var hálf kvíðin fyrir ferðinni því ég þarf að halda æfinga og matarplani  en ég er miklu rólegri núna og ég held að það sé vegna þess að viljastyrkurinn er  orðinn meiri.   Kem aftur heim á sunnudaginn og þá fer nú að styttast í keppnina. En ég ætla að hafa þetta Wink, engin spurning!

En ég hlakka hrikalega til að hitta mömmu og pabba ...fara í mollið, skreppa til Köben , fara í nýja æfingastöð, út að skokka ....og upplifa nammidaginn næsta í Svíþjóð..nammi namm! 

kNÚS TIL YKKAR ALLRA!

 


Á nýju mataræði - 2 kg farin.

oida5c_fitness_girl2Núna er ég á sjötta degi á nýju mataræði.  Það gengur ótrúlega vel þótt ég sé oft svöng inn á milli.   Ég er að borða meira en helmingi minna en ég er vön að gera daglega.  Og í dag er ég um 2 kg. léttari en ég var bara fyrir fimm dögum síðan.   Þetta er mikið til vatn sem ég er að losa, ég er vön að vera með smá bjúg ( ættgengur ansk. og svo auðvitað mataræðið) en eftir fyrsta daginn í nýju mataræði var bjúgurinn svo til horfinn.   Ég sé mikinn mun á mér strax, vöðvarnir að birtast einn af öðrum, vöðvar sem ég sá aldrei en voru þarna.  Joyful

Þetta er miklu minna mál en ég hélt.  Málið er að TAKA ÁKVÖRÐUN og hafa eitthvað til að stefna að.   Staðfestu er líka gott að hafa, vera ákveðinn í því sem maður ætlar sér að gera.  Ég er staðföst svo ég er heppin.  Bloggin mín hér eftir fram að keppni munu væntanlega snúast mikið ef ekki alfarið um æfingar, mataræði, keppnina, föt, hárgreiðslu, neglur, brúnkukrem, glimmer, æfingaföt, skó osfr. LoL  Það er að ótrúlega mörgu að huga.  Og ekki er þetta ókeypis.  Angry Eins gott að ég haldi á bikar eftir þessi peningaútlát og eftir allt streðið. Grin

Ég hef ekki breytt æfingaáætluninni minni mikið, en hef bætt brennslu við æfingarnar.  Arnar mun svo taka þetta allt út á föstudaginn, hann sér þá hvort td. eitthvað mætti betur fara , ef ég er td. að missa of mikið af mér, td. farin að brenna vöðvum , þá breytir hann matarprógramminu + eða æfingaáætluninni. 

ÉG er ánægð með að hafa ákveðið þetta þó fyrirvarinn sé stuttur,  þetta er rosastemning og rosagaman Smile

Og takk fyrir allan stuðninginn vinir.   Það er ekki lítils virði að fá svona pepp-up!   InLove Heart

Ávörðunin er tekin!

Eftir miklar pælingar og ekki síst hvatningu frá fullt af fólki hef ég ákveðið að taka þátt í modelfitness 24. nóvember nk.  Sá mæti maður Arnar Grant er að hjálpa mér með mataræði, pósur og ráðleggingar og hún Guðrún sem er nýr starfsmaður hjá World Class ásamt því að vera fitnesskeppandi ( 2. sæti síðast, 1. sæti þar áður) samþykkti að verða sérleg aðstoðarkona mín!  Ekkert smá flott fólk sem ég þekki. Kissing

Þetta er hörkuvinna , ekki síst vegna þess að það er svo stutt í keppnina.  Dagur 2. í nýju mataræði er í dag, og ég get sagt ykkur að matseðillinn er ekki spennandi.  Samanstendur m.a af : skyri, kjúklingaskinku, hrökkbrauð, hrískökur, grænmeti, ávextir, haframjöl.  Errm  Æfa sex sinnum í viku bæta við brennsluæfingum því nú þarf að "skera".  Ég er nógu mössuð fyrir þessa keppni svo ég lyfti ekkert mjög þungu en verð að halda í vöðvana svo ég lyfti að sjálfsögðu líka til að halda mér við. 

Fór á klukkutíma æfingu í morgun og var að koma úr klukkutíma göngutúr með hundinn.  Svo þarf ég að fara af stað og redda mér eitthverjum styrkjum, íþróttaföt og fleira.   

Þetta verður BARA GAMAN!   Svo óska ég eftir vinum og kunningjum mér til stuðnings á mótið ! Wink Knús til ykkar allra Kissing

 fitnesswoman_bottom

 


Fitness?

oopsFitness 24. Nóvember nk.  Á ég eða á ég ekki?  Það er búið að mana mig í það en vó.. stuttur tími til stefnu. 

Reyndar er það svo að ég virðist aldrei getað ákveðið neitt langt fram í tímann.   En ég er þó ekki búin að taka ákvörðun , það kemur á morgun (enda styttra í keppnina á morgun) Wink

Læt ykkur vita. 


Hver er ástæða þess að kindurnar köfnuðu?

300 kindur í einum flutningabíl?  Það þykir mér ansi mikið.  Nema þetta hafi verið mjög stór flutningabíll.   Köfnuðu kindundurnar úr súrefniskorti af því að þær voru of margar eða köfnuðu þær af því að bíllinn valt?  Hver var ástæðan?

Ég er reið , urrandi reið vegna aðbúnaðar dýranna!!  


mbl.is Fjárflutningabifreið valt á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband