Eurovision og Úlfarsfell um helgina..tvisvar!

Davíð í verkfæraskúrnumÞá er þetta allt of langdregna eurovision búið , hér á íslandi að minnsta kosti.  Sjónvarpið dró úrslitin í lengstu lög..haha.. ( í lengstu lög).  Davíð bróðir minn var einn  af þeim hundrað og eitthvað sem sendu lög í keppnina og einn af fáum sem komst í gegn..   Mér fannst lagið hans æðislegt..svolítið skandínavískt, hefði geta verið frá Dönum eða Svíum.  Fannst lagið ekki fá þá athygli sem það átti skilið.  En bróðir minn er sáttur, hann komst þó þetta langt. 

 

eurobandidThis is my life - lagið sem vann, er hresst, skemmtilegt og töff..góðir söngvarar en eins og mörgum þá líkaði mér ekki kommentið sem Friðrik Ómar þurfti endilega að koma frá sér þarna í lokin upp á sviðinu. Hann hefði verið meri maður ef hann hefði þakkað fyrir spennandi keppni en nei.. í staðinn þurfti hann að "sparka í liggjandi mann". 

Nenni svo  ekki að tala meira um eurovision. 

 

úlfarsfellið fagraÉg fór með hundinn minn "litla hundspottið" á Úlfarsfell á laugardaginn.  Þetta er auðveld leið að ganga, fjallið er aflíðandi og ekki of bratt , nema efst - þar er smá bratti og ég hélt meira að segja á hundspottinu mínu niður því  ég var hrædd um að hann myndi fljúgja niður brattann í öllum æsingnum.  

Hljóp svo alla leið niður fjallið  í snjónum  með hundinn á hælunum og fannst svo hrikalega gaman að ég fór aftur á sunnudagsmorguninn.  Veðrið var  yndislegt, 4 stiga frost en sól og nánast logn.  Og rosalega er fallegt að horfa yfir borgina og sundin blá ofan af Úlfarsfellinu.  

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála.........og flottur dagur hjá þér

Einar Bragi Bragason., 25.2.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá er Davíð bróðir þinn, mér fannst lagið hans langflottast ásamt sigurlaginu.  Hefði alveg eins viljað sjá hann fara áfram.  Hann var FLOTTUR. 

Þú er greinilega í góðri þjálfun eftir allt saman Ester mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Segðu honum bróðir þínum frá mér að mér finnist hann æði.

Til hamingju með hann.

Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekki heyrt lagið hans Davíðs... ertu með tengil á það?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: lady

hæ ég þekkti mömmu þína strax ,,,þá vissi ég að Davíð væri bróðir þinn ég hélt að þið væru bara 2 systkynni    það var gaman að sjá hana alltaf jafnglæsileg eins og dóttirinn ,,,ég er sammála þér að Friðrik Ómar gat alveg sleppt  með þessum endaorðum,,,,ég hef farið í spöngina  lítið í laugum ,,,, ég er sammála   henni her fyrir ofan að þú ert alltaf jafndugleg að halta þig í góðum formi eigðu góðan dag og til lukku með bróðir þinn

lady, 25.2.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband