Tröppuhlaup upp 15. hæðir og Esjuganga - myndir

1nordur_vestur_view_small

Ég var að vinna í turninum í Kópavoginu á laugardaginn og þar manaði Arnar Grant mig í að hlaupa upp fimmtán hæðirnar þar sem að þennan laugardag var keppnin í tröppuhlaupinu sem World Class stendur fyrir. Ég var kotroskinn þar sem að ég trítlaði á eftir Grantinum af fimmtándu hæð niður á þá fyrstu. Þetta yrði nú ekki mikið mál. Wink

Hann startaði mér svo og ég rauk upp tvær tröppur í einu, sprengikrafturinn gífurlegur en þegar ég var komin upp á sjöttu hæð þá var mér hætt að lítast á blikuna! Krafturinn dvínaði óðum og það hægðist verulega á mér og þegar ég var komin á níundu hæð var ég í alvörunni að spá í að hætta og þykjast hafa meitt mig eða eitthvað Whistling, hehe..nei nei en auðvitað hélt ég áfram þótt ég væri komin með blóðbragð í munninn og verki í framanverð lærin.

Síðustu hæðina fannst mér ég skríða upp, var gjörsamlega búinn þegar ég náði efstu tröppunni. Og tíminn; 1. mínúta og 56 sekúndur. Það voru um 10 - 15 manns sem hlupu upp og ég náði besta kvennatímanum þann daginn. Ég var sex sekúndum of lengi til að ná árskortinu af Nínu Dögg sem á metið frá byrjun - 1. mínútu og 50. sekúndur. Jæja hvað hef ég svo sem að gera við árskort. Smile En ég ætla þó að reyna við stigana aftur , næst þegar verður hlaupið í byrjun næsta mánaðar. Og þá SKAL ég bæta það!

SP_A0041

Það var frábært veðrið og ég ákvað að fara á Esjuna með Lúkas minn. Það var hreint yndislegt á Esjunni. Ég hafði þó klætt mig allt of vel og svitnaði þvílíkt, það er svo erfitt að vita hvernig maður á að klæða sig á þessu landi. Það var mikill snjór á fjallinu og því erfiðara yfirferðar en á sumrin en alveg ofboðslega fallegt að sjá yfir. 

SP_A0047

Ég fór ekki alveg á toppinn, treysti hundinum ekki til þess, var svo hrædd um að hann myndi bara hrapa þar sem fjallið er sem brattast. Hann hefði aldrei komist upp klettana efst.

En þetta var samt flottur göngutúr og ég reyndi að hlaupa svo niður en það var mun erfiðara en á Úlfarsfellinu þar sem brattinn var meiri og oft mjóir stígarnir og hætta á að misstíga sig og renna í snjónum. Æðislega gaman ... og ég ætla að gera þetta að venju um helgar.

Fórum í matarboð á laugardagskvöldið til vinarfólks og við skyldum ekkert í því hvað Olli var eitthvað niðurlútur og rólegur. Hann var þá kominn með hita og sofnaði bara í fanginu á pabba sínum í sófanum. Var funheitur um nóttina með mikinn hita en mun skárri í dag. Ég er heima hjá honum í dag. 

 Kær kveðja , Ester.

SP_A0051

 

SP_A0054

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er ekki af þér skafið.....

Þú hefur náð að setja þessar líka flottu myndir inn......

Solla Guðjóns, 3.3.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Ester Júlía

Já sko hann Gunnar Helgi - svíafari, var svo yndislegur að bjóðast til að snúa myndunum fyrir mig :D ...... KNÚS xxxxx

Ester Júlía, 3.3.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hjúkket, ég hefði ekki getað komist upp fyrir fyrstu fjórar, ef ég hefði náð svo langt.  Þú ert flottust.  Fallegar myndir af Esjunni líka Ester mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

FLOTT

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 13:41

5 identicon

Þú ert ekkert smá dugleg og flott ... ágiskaður tími fyrir bollu eins og mig (að hlaupa upp fimmtán hæðir) er eflaust 2 klst. og 3 mínútur...

Yndislegar myndir líka - !

Hey, veistu hvað? Ég ætla að láta plata mig í "píslargöngu" í kringum Mývatn núna um páskana ... já, maður ætlar að labba í 6-7 klst. í kringum vatnið og ég ætla að taka myndavél með!

Kossar og knús til þín, sætust.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Gísli Torfi

já þetta kallar bara á að maður fari næstu helgi upp esjuna .. búinn að fara 2 x og á hin fjöllin líka sem eru við hliðina..alltaf gaman að ganga upp fjöll í fallegu veðri.

en þú ert búinn að vera dugleg.. og átt skilið 6 stk af neggrakossum í boði Nóa Sírius. 

Gísli Torfi, 3.3.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottar myndir

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 08:42

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Seig ertu alltaf. Vá að hlaupa þessar hæðir á sama og engum tíma.

Gangan á Esjuna hefur aldeils borgað sig. útsýnið í fallegu vetrarveðri og svo hreifinging það að auki, en þú ert nú allfaf að heyfa þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:13

9 Smámynd: Lovísa

Þú ert alveg ótrúleg

Lovísa , 12.3.2008 kl. 21:16

10 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi,

Kv. Lovísa.

Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband