Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Nóg af fíkniefnum á Litla Hrauni.
Það hefur maður heyrt í gegnum tíðina. Ekkert mál að nálgast dóp þar. Ætli þetta sé aðferðin sem notuð er til að smygla eiturlyfjum til fanganna? Hún verður þá varla notuð mikið lengur. Annars held ég að algengara sé að gestir smygli dópi á sér innan klæða - hvíslaði að mér lítill fugl.
![]() |
Reyndi að kasta fíkniefnum yfir fangelsisgirðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Shokk skokk og latabæjarhlaup.
Yndislegt veður og mikill mannfjöldi sem tók þátt í Maraþoninu í dag. Ég hljóp 3 km. með Skokk-Shokk hópnum okkar í World Class , krakkarnir stóðu sig allir frábærlega.
Eitt fannst mér skrýtið og það var að þegar ég kom í gegnum marklínuna hleypur strax að mér maður og rétti mér bók! Áður en ég gat sagt nokkuð - var hann farinn en hann brosti til mín og vinkaði. Hann var greinilega að vinna eitthvað við hlaupið þar sem hann stóð við marklínuna þar sem hlaupararnir koma. Þessi bók heitir "Fréttaljósmyndir ársins 2006" og er þetta vegleg og flott bók.
Ég er virkilega þakklát en gaman væri að vita afhverju ég öðlaðist hana
..kannski var bara verið að gefa hlaupurum af handahófi bók.. án þess að ég viti það
.
Við Olli tókum svo þátt í Latabæjarhlaupinu klukkan 15:30. Það var frábær stemning og ótrúlega margir sem tóku þátt.
Svona daga í miðborginni elska ég. Þar sem miðbærinn er undirlagður af fólki og stemningu. Allir ánægðir og glaðir. Við pöntum því miður ekki veðrið en reykvíkingar hafa verið sérstaklega heppnir í ár, dásamlegt veður helgi eftir helgi. Gay-Pride um síðustu helgi og svo nú á menningarnótt, ekki síðra veður.
Við skruppum svo aðeins í World Class eftir Latabæjarhlaupið, þar var skemmtun fyrir starfsfólkið, maka og börn. Hoppukastali, leikir og frábærar veitingar.
Er að spá í hvort ég nenni aftur í bæinn, alveg spurning um að skreppa í smástund til að upplifa stemningu kvöldsins og horfa á flugeldasýninguna. Sé til .
![]() |
Ljúf stemmning í miðbæ Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Myndir frá Svíþjóðarferðinni.
Við skruppum til Svíþjóðar eins og einhverjir vita, í eina viku um daginn. Ferðin var yndisleg - bara frábær, get varla beðið eftir að fara aftur þar sem nú á fjölskyldan hús í Lundi. Set inn nokkrar myndir hér annars eru fullt af myndum í myndaalbúminu merkt Svíþjóð - ef einhver vill skoða.
Krúttbörnin, Olli og Gabríela.
Broddgölturinn sem ég sá eitt kvöldið
Minni hesturinn var stór en sá stærri var BIG!!
Varð að fá að taka mynd af þeim!
Olli í mótorhjólabúðinni með bangsamótorhjólahjálm
Þarna er búið að grafa Olla í sandinn
Helgi með nýja hlaupahjólið sitt, ofsalega glaður..hehe...
Nei..ok..bara fíflmynd
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Aumingja Mette-Marit
Gvöð minn góður..þvílík afskiptasemi! Ef eitthvað vit er í manneskjunni þá þrjóskast hún við frekar en hitt..
. Nei í alvöru talað þá eru reykingar hættulegar og skaðlegar heilsu þeirra sem reykja og annara..veit ég vel. En að skipa reykingamanni að hætta reykja er ekki af hinu góða.
"Þú tekur nefnilega ekki flöskuna af alkanum og ætlast svo til þess að hann sé hættur - sísona. "
![]() |
Mette-Marit krónprinsessa átalin fyrir reykingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Sparneytni vinnubíllinn minn lítur svona út:
Hvað er í gangi? Bensínlíterinn kominn upp í 132 kr??? Hvar eru stjórnvöld? Sem betur fer er ég á mjög sparsömum vinnubíl, annars myndi ég hjóla í vinnuna. Karlinn er á mótorhjóli , alla vega fram á haustið. En það þarf í alvöru að fara að gera eitthvað í þessu háa bensínverði.
Svona lítur vinnubíllinn minn út
![]() |
Bensínverð hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Þetta er hörkumyndarleg dama - myndir
Blogg um ekki neitt...og þó..
Hálf hallærislegt að fara með svona yfirlýsingar í blöðin. En hvað veit maður. Maður þekkir mann..
Og hvað er gellan að pæla? Að vilja EKKI giftast Justin Timberlake?! Ætli hann hafi eitthvað um þetta að segja?
![]() |
Jessica Biel vill ekki giftast Justin Timberlake |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Er Eiður að missa sig?
13.3 millur á VIKU? Hversu mörg ár þarf meðalmaðurinn að vinna til að ná vikukaupi Eiðs Smára...úff..
![]() |
Segir launakröfur Eiðs Smára háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Þegar skemmtistaðirnir lokuðu klukkan þrjú..
Þá safnaðist fólk saman á Lækjartorgi/Austurstræti og var þar oft mikil gleði í óþökk lögreglu fram eftir morgni. Til þess að uppræta þetta var tekið til þess ráðs að gera opnunartíma skemmtistaðanna frjálsan til að dreifa álaginu á meira tíma. Núna vill lögreglustjóri dreifa álaginu á fleiri svæði í borginni. Telur að með því að hafa "dreifðari" skemmtistaði þá muni það minnka álag á lögregluna í miðbænum. "Ætlar lögreglustjóri þá að loka eitthverjum skemmtistöðum niðrí bæ?"
Ég man þá tíð er það voru fleiri skemmtistaðir utan miðborgarinnar en í henni. Hollywood, Klúbburinn, Hótel Ísland, Sigtún, Þórskaffi, það voru staðir sem voru ekki í miðbænum og voru vinsælir og vel sóttir. En eftir lokun var haldið niðrí bæ. Fólk sækir í bæinn, held að það breytist seint ef nokkurn tímann.
Held að þaðsé frekar ráð að leggja meira fé til að uppræta fíkniefnainnfluttning, því meiri neysla því fleiri og grófari glæpir.
![]() |
Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Kannski ekki beint þeim að kenna..
en þau stuðluðu vissulega að því að stelpan fór þessa leið í lífinu. Algjörlega óöguð stelpugreyið með ranga sýn á lífið. Myndi ekki kalla hennar uppeldi "eðlilegt" síður en svo.
Ef þetta er þá ekki bara ein æsifréttamennskan í viðbót..kannski fékk Lindsay fullkomlega heilbrigt ástríkt uppeldi. Hvað veit maður?
En sæt er hún .
![]() |
Ógæfa Lindsay Lohan sögð foreldrum hennar að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
Nei - þetta styð ég ekki.
Ég er heilsufrík með eindæmum en ég styð ekki reykingabann á sjúkrahúsum.
Ég sé td. fyrir mér að gengið verði í skrokk á starfsfólki geðdeildarinnar eða eitthvað þeim mun verra, því það reykja MJÖG margir sjúklingar þar - og ekki lítið...heldur er kveikt í annarri áður en drepið er í . ( er ekki samt að staðhæfa að allir geðsjúklingar reyki) Þar er einnig áfengisdeild þs. meðferð við áfengis, eitur og lyfjafíkn og mjög margir halda sem fastast í löglega eiturlyfið sitt - sígarettuna.
Mér líst ekki á þetta - verð að segja það.
![]() |
Andað léttar á LSH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |