Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 26. september 2007
Það gat ekki verið ..
![]() |
Myndin ekki af Madeleine McCann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Of gott til að vera satt.
![]() |
Hugsanlegt að Madeleine hafi verið mynduð í Marokkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Hvaða feluleikur er þetta??
Afhverju ætli tannlæknar séu á móti því að gjaldskrá þeirra sé sýnileg? Hafa þeir eitthvað að fela? Er ekki bara málið að þeir eru svo dýrir? Ég vona að það náist í gegn að gjaldskrá tannlækna verði aðgengileg á vef Tryggingastofnunar. Það eru sjálfsögð réttindi fólks að vita hvað verið er að borga fyrir þjónustuna.
Ég hef aldrei skilið þennan feluleik með gjaldskránna hjá tannsa. Ég hef sjálf hringt á nokkra staði áður en ég fer til tannlæknis og spurt um kostnað. Oft hef ég fengið vægast sagt loðin svör. "Tannlæknirinn metur það í hvert skipti" og fleira í þeim dúr. Ég hef í gegnum árin pirrað mig mikið á þvi hvað erfitt er að komast í gjaldskránna hjá þeim.
Mér finnst dónaskapur í garð viðskiptavina að hafa gjaldskránna ekki sýnilega. Það eru ekki allir sem hafa efni á því að "lenda á" rándýrum Hollywood -tannlækni.
Ég vil aðgengilega og sýnilega gjaldskrá tannlækna á vef tr.is !
![]() |
Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 23. september 2007
Trúði ekki mínum eigin augum!
Ég var nýbúin að setja á mig þykkan andlitsmaska og var í sakleysi mínu að taka til heima hjá mér - bara rétt í þessu. Allt í einu heyri ég útidyrnar opnast og einhverja koma inn, heyri hlátrasköll og babbl á pólsku! Ég rýk fram í forstofu og sé þrjá menn, alla með ferðatösku og mér brá svo mikið að mér varð orðavant - svo ég bara starði á þá með undrunarsvip.
Þeir sögðu eitthvað við mig á pólsku sem ég skildi hvorki upp né niður í og ég hélt bara áfram að stara á þá frosin í sömu sporunum. Þeir horfa á mig á móti jafn undrandi og allt í einu áttaði ég mig á einu - ég var með grænan þykkan maska framan í mér, og hef eflaust litið út eins og viðundur! Ég sótroðnaði undir maskanum því alltaf er maður að hugsa um útlitið hehehe.. en aðalega var ég þó reið yfir því að ókunnugir menn skuli dirfast að ráðast svona inn á friðhelgi heimilis míns!
Allt í einu var eins og mennirnir áttuðu sig, þeir snéru við og ég sá á eftir þeim upp tröppurnar á hæðina fyrir ofan. Þeir afsökuðu sig ekki einu sinni! Kannski var þeim jafn brugðið og mér þó ég efist um það, maður bankar eða hringir bjöllunni áður en maður ræst til atlögu í ókunnugt hús.
Mér er enn brugðið ...úff..hvað þetta var eitthvað furðulegt að lenda í.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 21. september 2007
Slæm meðferð á hrossi - vanmat holdafarið?
Hesturinn var í girðingu á vegum félagsins Fola.is. Það er að sjálfsögðu ekki gott en ég tel ástæðuna vera vanmat mitt á holdafari hans segir Óðinn Örn sem skrifar undir tilkynningu frá félaginu Fola.is sem birtist á vef hestafrétta.is.
Það er alltaf gott að viðurkenna mistök sín. En samt skil ég ekki þetta ekki. Hvernig er hægt að vanmeta holdafar hests sem er svona illa á sig kominn?
Úr frétt mbl.is : Nú sé hesturinn í mjög slæmu ástandi. Í skýrslu dýralæknis segi m.a. að hesturinn hafi dapur augu og standi og hími. Hesturinn sé horaður og fallinn á makka, baki og lend. Hægt sé að sjá nær öll rif og hálsinn sé eins og á veturgömlu trippi. Bak og lendarvöðvar mjög rýrir. Jafnframt komi fram að veikindi hestsins hafi verið útilokuð og ástandið sé alfarið vanfóðrun um að kenna. Umtalsvert tjón sé fyrirsjáanlegt fyrir aðstandendur hestsins en þó hér fyrst og fremst um að ræða mál um illa meðferð á dýrum.
Blær frá Torfunesi er fallegur stóðhestur. Sannkallaður listagæðingur, flugrúmur garpur á gangi, segir í einni umsögninni um hann.
![]() |
Kunnur stóðhestur í slæmu ástandi eftir veru í girðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. september 2007
Villt reunionpartý og haustannir!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Stórir hundar geta ráðist á litla hunda
Ég á sjálf hvolp af Papillonkyni. Hann er fimm og hálfsmánaða og hugaður með eindæmum því ég ákvað það strax að vera mikið með hann innan um aðra hunda og hlífa honum ekki við útiveru - göngutúrum og lausagöngu þar sem má hafa hunda lausa. Hundurinn minn er því enginn "kjölturakki." Ég er nefnilega sjálf mikið fyrir stóra hunda, hef átt Schäfer hund og langar í Rottweiler en ákvað að fá mér frekar lítinn hund sem hentar mínum aðstæðum í dag.
Litli hvolpurinn minn hræðist ekki stóra hunda og finnst þeir mjög spennandi. Og stórum hundum finnst hann spennandi. Sumir ráða sér ekki í leik og átta sig ekki á því að með því að skella litla niður og hamast á honum geta þeir hreinlega stórslasað hann og jafnvel drepið. Oft koma stórir hundar á fleygiferð að litla og ætla gjörsamlega að éta hann.
Ég hef því alltaf varann á og ef ég er á svæði þar sem má hafa lausa hunda þá fylgist ég vel með honum og er fljót að setja tauminn á hann ef ég sé lausa stóra hunda nálgast. Þá get ég gripið hann í fangið ef það er hætta á ferðum. Lenti síðast í því á sunnudaginn var að þurfa að grípa hvolpinn í fangið til að verja hann fyrir stórum boxer sem gjörsamlega ætlaði í hann.
Aldraða konan sem um ræðir í þessari frétt var að vinna í garðinum sínum með hundinn sinn bundinn rétt hjá sér. Þá æðir að stærri hundur og ræðst á litla bundna hundinn. Eigandi stærri hundsins var skiljanlega miður sín eftir þetta atvik og hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann í framtíðinni ákveður að hafa hundinn lausan í íbúðarhverfi.
Ég skil það vel að það er freistandi að hafa hundinn sinn lausann við hlið sér í göngutúrunum. En svona lagað getur alltaf komið fyrir. Hundurinn sér eitthvað sem honum þykir mjög spennandi og tekur á rás. Í þessu tilfelli lítill hundur sem gat enga björg sér veitt.
Sýnum tillit og höfum hundana í taumi þar sem bannað er að hafa hundana lausa. Nóg er af stöðunum þar sem má hafa hundana lausa - þarf kannski að keyra aðeins útfyrir borgarmörkin til að finna góðan stað en það er örugglega þess virði.
![]() |
Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Blessuð börnin :(
Pabbi að keyra börnin í skólann. Börnin sitja í alsakleysi sínu í bílnum. Pabbi var eitthvað skrýtinn en þau átta sig ekki á afhverju. Börnunum leið undarlega. Bíllinn sveiflast furðulega til á veginum. En í leikskólann komust þau þrátt fyrir að oft á leiðinni hafi munað litlu að illa færi.
Maður var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en hann átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. Segir lögregla, að maðurinn megi teljast heppinn að hafa ekki lent í alvarlegu umferðaróhappi en hann var nýbúinn að aka börnum sínum í leikskóla þegar lögreglan stöðvaði för hans. Þessi maður var undir áhrifum fíkniefna!!!!!
Ég á ekki orð og langar helst að gráta. Börnin velja sér ekki foreldra og ekkert barn á þetta skilið. Fólk missir dómgreind undir áhrifum hvort sem er undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Guð einn má vita hvað börn þessa manns mega þola.
![]() |
Þrir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Villimannslegar aftökur á Íslandi
Bandaríska réttarkerfið er grimmdarlegt og ómannúðlegt. Aftökur þykja sjálfsagðar í Bandaríkjunum. En það er mín skoðun að slíkt réttarkerfi er ekkert skárra en þeir sem fremja glæpina á götum úti. Aftökur eru manndráp. Manndráp gerðar í skjóli kerfisins.
Árið er 2007. Við ættum að vera orðin þróaðri en svo að taka fólk af lífi. En það eina sem breytist eru morðaðferðirnar. Sem betur fer búum við á Íslandi ekki lengur við aftökur. En vorum lítið skárri hér áður fyrr. Villimannslegar aftökur voru framkvæmdar hér á landi.
Smá fróðleikur:![]() | Aftökur Árið 1564 var Stóridómur lögtekinn á Íslandi og þá breyttust refsingar. Refsingar urðu harðari og Þingvellir fengu það sorglega hlutverk að verða einn helsti aftökustaður landsins. Það eru ekki til margar frásagnir um hvernig dauðarefsingar voru framkvæmdar en vitað er að fólk var dæmt til hengingar, drekkingar, að hálshöggvast og brennast. Á Þingvöllum voru einnig staðfestir dómar sem settir voru á héraðsþingum. Til dæmis þá voru staðfestir dómar í galdraofsóknum á 17. öld. Það voru 22 manneskjur sem fengu þann dóm að vera brenndar. Á Þingvöllum var saklaust fólk brennt í Brennugjá. Myndin hér að ofan er af Drekkingarhyl en í honum var konum drekkt sem voru fundnar sekar um hórdóm og sifjaspell. Karlar sem voru fundnir sekir um hið sama voru hálshöggnir. Hylurinn var dýpri hér áður fyrr en í dag. Þegar brúin var gerð var hann hálffylltur af vatni. | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |
400. aftakan í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Hahaha..SNILLD.. Verðið að lesa!
Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur
sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið
og taka vel til í öllu herberginu.
Hún sá að það var umslag á miðju
rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið
og las skjálfhent bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman.
Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína.
En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa
hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af
eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur.
Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það.
Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og
E-töflum handa okkur báðum.
En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!!
En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa.
Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera.
Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
Þín dóttir Guðrún.
PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.
Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni.
Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.