Trúði ekki mínum eigin augum!

Ég var nýbúin að setja á mig þykkan andlitsmaska og var í sakleysi mínu að taka til heima hjá mér - bara rétt í þessu.   Allt í einu heyri ég útidyrnar opnast og einhverja koma inn, heyri hlátrasköll og babbl á pólsku!  Ég rýk fram í forstofu og sé þrjá menn, alla með ferðatösku og mér brá svo mikið að mér varð orðavant - svo  ég bara starði á þá með undrunarsvip.  

Þeir sögðu eitthvað við mig á pólsku sem ég skildi hvorki upp né niður í og ég hélt bara áfram að stara á þá frosin í sömu sporunum.  Þeir horfa á mig á móti jafn undrandi og allt í einu áttaði ég mig á einu - ég var með grænan þykkan maska framan í mér, og hef eflaust litið út eins og viðundur!  Ég sótroðnaði undir maskanum því alltaf er maður að hugsa um útlitið hehehe.. en aðalega var ég þó reið yfir því að ókunnugir menn skuli dirfast að ráðast svona inn á friðhelgi heimilis míns!  

Allt í einu var eins og mennirnir áttuðu sig, þeir snéru við og ég sá á eftir þeim upp tröppurnar á hæðina fyrir ofan. Þeir afsökuðu sig ekki einu sinni!  Kannski var þeim jafn brugðið og mér þó ég efist um það, maður bankar eða hringir bjöllunni áður en maður ræst til atlögu í ókunnugt hús.  

Mér er enn brugðið ...úff..hvað þetta var eitthvað furðulegt að lenda í.   

Gríman

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

Úff, skil vel að þér sé brugðið. Ekki gaman að lenda í því að fá ókunnuga æðandi inn til sín.

En bara húmor með maskann auðvitað tekur maður bara svona á móti óboðnum gestum.

Lovísa , 23.9.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta kemur fyrir besta fólk og Pólverja

Been there done that (Ég baðst þó afsökunar)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.9.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Sigrún Einars

Og þess vegna læsir maður alltaf útidyrunum heimar hjá sér

Sigrún Einars, 23.9.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hehehe... hefðir átt að öskra  KURVA á þá... hehe eina pólska orðið sem ég kann...

kannski næst bara;)

Heiðrún Klara Johansen, 24.9.2007 kl. 00:44

5 identicon

Ég hefði öskrað : You suck in Eurovision! og rekið út úr mér tunguna eins og Gene Simmons í Kiss. Það hefði fengið þá til að grenja af hræðslu. En ég get vel ímyndað mér að svona aðstæður séu sjokkerandi, sérstaklega þegar engar afsakanir eru gefnar.

Knús og hugg hugg svo mikið frá Akureyri, elsku besta grænandlitsdúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 02:13

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

En hvað ég skil þig en þetta var nú dálítið fyndið vegna maskans.  Ég hef orðið fyrir þaí að opna dyr og í staðinn fyrir að sjá ganginn út, sá ég fólk inni í eldhúsi. Ég var fljót að loka og gorða mér. Þetta skeði líka stundum hjá mér. Það var opið í gamladaga og ég bý á fyrstu hæð. Stundum opanði fólk dyrnar hjá mér og ætlaði út. Það var líka fljótt að loka aftur og koma sér sem lengst í burt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.9.2007 kl. 11:32

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he he

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 12:49

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Sem betur fer öskraðir þú ekki KÚRVA það hefði getað misskilist...þþetta er óskemmtileg reinsla og það með grænan maska...je

Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 17:00

9 Smámynd: Ester Júlía

Er KÚRVA eitthvað dónalegt ?  Hahahaha... You suck in Eurovision!!!   Dísus -afhverju fattar maður ekkert svona fyrr en eftirá..Jói Jóns hvað það hefði verið fyndið!  Ég hugsa að mennirnir hefðu ekki bara yfirgefið íbúðina mína á no-time, heldur húsið líka!  

Já Jórunn, manni bregður þegar maður sér bláókunnugt fólk i íbúðinni sinni.  Ég bý í úthverfi þar sem er mikið af barnafjölskyldum ( og sakleysingum eins og mér;) og oft er tekið úr lás þar sem Olli er á hlaupum út og inn.  En ég hef passað mig eftir að fólkið æddi inn um daginn, nú er miklu oftar læst ..

Ester Júlía, 26.9.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband