Stórir hundar geta ráðist á litla hunda

 Ég á sjálf hvolp af Papillonkyni.  Hann er fimm og hálfsmánaða og hugaður með eindæmum  því ég ákvað það strax að vera mikið með hann innan um aðra hunda og hlífa honum ekki við útiveru - göngutúrum og lausagöngu þar sem má hafa hunda lausa.   Hundurinn minn er því enginn "kjölturakki."  Happy  Ég er nefnilega sjálf mikið fyrir stóra hunda, hef átt Schäfer hund og langar í Rottweiler en ákvað að fá mér frekar lítinn hund sem hentar mínum aðstæðum í dag. 

Litli hvolpurinn minn hræðist ekki stóra hunda og finnst þeir mjög spennandi.  Og stórum hundum finnst hann spennandi.  Sumir ráða sér ekki í leik og átta sig ekki á því að með því að skella litla niður og hamast á honum geta þeir hreinlega stórslasað hann og jafnvel drepið.  Oft koma stórir hundar á fleygiferð að litla og ætla gjörsamlega að éta hann. 

Ég hef því alltaf varann á og ef ég er á svæði þar sem má hafa lausa hunda þá fylgist ég vel með honum og er fljót að setja tauminn á hann ef ég sé lausa stóra hunda nálgast.  Þá get ég gripið hann í fangið ef það er hætta á ferðum.  Lenti síðast í því á sunnudaginn var að þurfa að grípa hvolpinn í fangið til að verja hann fyrir stórum boxer sem gjörsamlega ætlaði í hann. 

Aldraða konan sem um ræðir í þessari frétt var að vinna í garðinum sínum með hundinn sinn bundinn rétt hjá sér.  Þá æðir að stærri hundur og ræðst á litla bundna hundinn.  Eigandi stærri hundsins var skiljanlega miður sín eftir þetta atvik og hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann í framtíðinni  ákveður að hafa hundinn lausan í íbúðarhverfi.  

Ég skil það vel að það er freistandi að hafa hundinn sinn lausann við hlið sér í göngutúrunum.  En svona lagað getur alltaf komið fyrir.  Hundurinn sér eitthvað sem honum þykir mjög spennandi og tekur á rás.  Í þessu tilfelli lítill hundur sem gat enga björg sér veitt. 

Sýnum tillit og höfum hundana í taumi þar sem bannað er að hafa hundana lausa.  Nóg er af stöðunum þar sem má hafa hundana lausa - þarf kannski að keyra aðeins útfyrir borgarmörkin til að finna góðan stað en það er örugglega þess virði. 


mbl.is Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ég er í afneitun, treysti þess vegna á þig Dúa mín

Ester Júlía, 29.8.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

ég er alveg ósammála hérna. Um að gera að leyfa hundum að vera meira lausum alstaðar!

ok núna sem ég hef fengið athyglina vil ég benda á að þessir hundar sem ráðast svona á aðra hunda eru hundar sem hafa ekki fengið rétt uppeldi. Þeir hafa ekki fengið að umgangast aðra hunda nó of mikið í ungum aldri til að læra hunda kurteisi.
Þetta hef ég skrifað um á hundablogginu  mínu.
Ef fólk sem á unga hunda fer með þá nó of oft á hundasvæðið, leyfir þeim að leika þá læra þeir hundasiði.
Þá ráðast þeir ekki svona á aðra hunda. Eða fólk.

Mjög gott hjá þér að leyfa þínum litla að vera mikið lausum og á jörðinni og því miður eru margir hundar hér á Islandi sem kunna einga hundasiði. Sökum bann um útiveru nánast fyrir hunda og eiganda sem kunna ekkert að eiga hunda.

Heiðrún Klara Johansen, 29.8.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Ester Júlía

 Hæ hæ aanana.

Fólk sem kann ekki að ala upp hunda og á hunda verður alltaf til.  Við getum því miður ekki stjórnað því.  Þess vegna er betra að lausaganga hunda sé bönnuð ( ef hún er virt) heldur en að taka sénsinn á því að óalandi fólk sé með hundana sína óagaða og vitlausa lausa út um allt. 

Frábært bloggið þitt annars

kv.Ester

Ester Júlía, 29.8.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

ég get td eða má td ekki æfa hundinn min að labba við hæl án þess að vera í bandi nema úti í móa etthverstaðar sem eru engar truflanir.

maður getur aldrei stjórnar hundi 100%, en mér finnst bönn ekki vera lausninn við þessu.
Heldur á maður frekar að krefjast þess að hundaeigendur fari með hundana sína í "skóla" til að læra alt sem þarf til þess að eiga hund.
  það er fáranlægt að hafa 3 mánaða bið á hvolpanámskeið. Og það er fáranlægt að hver sem er getur verið hundaþjálfari.

Eina sem hundaræktunarfélag Íslands krefst til að verða hundaþjálfari hjá þeim er að kuna norðurlandatungumál til að geta lesið bækurnar og hafa farið á eitt eða tvö námskeið hjá þeim með hund sjálf.

útí i heim eru komnar stórar kröfur um þjálfarana. Við á Íslandi erum á eftir svo langt á eftir.
Sá einu sinni í sjónvarpinu þátt um dýr, og var tekið viðtal við Karl i keflavik sem rekur K9 hótel þar með hlyðni námskeiðum.
Hann átti  að vera svaka duglegur með hundinn sinn og syndi áhorfendum hversu hlyðinn hundurinn hans er.
Og han lét han sitja við hæl. Hundurinn gat ekki verið meira slow við að setjast. Svo sagði karlinn. "núna er hundurinn með ALLA sína athygli á mér"  Sem er alveg rétt,þannig á það að vera.  Nema hvað að hundurinn hans var bara að horfa etthvert alt annað..og var als ekkert að fylgast með.

ja.. kannski ekki alveg pointið mitt.
En ég meina bara að banna, hjálpar ekkert. Maður á bara að kenna fólki hvernig hundar hugsa, þá eru þeir ekkert erfiðir að höndla.

:)

Heiðrún Klara Johansen, 29.8.2007 kl. 14:50

6 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

er sammála þér með að taka hvolpinn og hundinn þinn með þér og láta hann hitta aðra hunda en er ekki sammála þér með að leyfa þeim að "leika" sér.
Þú átt að kenna honum að vera rólegum í kring um aðra hunda og venjan á það að láta sér lítið skipta þótt aðrir hundar eða kettir séu á svæðinu.

Hans Jörgen Hansen, 29.8.2007 kl. 16:13

7 Smámynd: Halla Rut

Eigendur stærri hunda verða að bera ábyrgð á þeim. Þeir ættu alltaf að hafa þá í bandi þegar þeir ganga með hundana í íbúðarhverfum. Þetta vita held ég allir sem eiga hunda. er það ekki?

Halla Rut , 29.8.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í Austurríki verða menn að vera með munnkörfur á hundum ef þeir eru innan um annað fólk.  Annars er alveg hægt að þjálfa hunda upp og ala þá þannig að þeir ráðist ekki að öðrum dýrum eða mönnum.  Slíkir hundar eiga einfaldlega ekki að vera lausir, nema heima hjá sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 20:05

9 identicon

Sammála því að eigendur stórra hunda verði að gæta að sér. Ef til eru sérstök svæði þar sem má hafa hunda lausa, þá verða líka eigendur þeirra minni að hafa varann á og fylgjast vel með. Mamma og Stebbi bróðir áttu hund og mamma sá um hann þegar Stebbi flutti út. Þegar ég kom til Akureyrar 2002 þá sá ég alveg um hundinn meðan mamma var á Kanarí og líka þegar ég fékk að vera í herbergi í íbúðinni hennar. Þetta hefur verið svona árstímabil eða lengra. Blíða var yndislegasti íslensk-blandaður hundur í heimi fannst mér. Fór jú mikið úr hárum en æðislegur félagsskapur. En eitt skipti þegar mamma var með hana á göngu þá lenti hún í því að Blíða réðist að minni hund og blóðgaði hann og illa hefði getað farið. Hún var farin að sýna tendensa í átt að "skapbrestum" og eftir samtal við dýralækni ... þá var ljóst að við þurftum að láta svæfa Bíðu. 

Ég man eftir því þegar ég fór með hana til dýralæknisins og lá við hlið hennar og passaði að hún horfði í augun mín allt þar til hún dó ... en þetta er eitthvað sem gerðist og miðað við það að þetta hefði getað farið verr (hvað ef lítill krakki hefði verið með hund í bandi?) þá var þetta rétt ákvörðun. Það er til hjá mömmu sérstakt spjald sem var uppi á vegg hjá henni með myndum af Blíðu. Ég mun alltaf hugsa vel til hennar. Sem hundaeigandi ... þá verður maður að sýna ábyrgð.

Og auðvitað að sýna ábyrgð í öllu ...

Knús að norðan til þín, elsku Ester.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:29

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hundaeigendur eiga vissulega að sýna ábyrgð og gæta hunda sinna, sérstaklega inni í byggð. En vandinn sem við er að eiga snýr ekki eingöngu að stærri hundum - heldur þvert á móti smáhundunum, því það eru ÞEIR sem ekki kunna hundasiðina (skemmtilegir sem þeir eru að öðru leyti - og sætir auðvitað).

Ég hef lent í því oftar en einu sinni með dalmatíutíkina mína að mæta smáhundi sem heldur að hann sé stærsti hundurinn í hverfinu!  Það er engin lygi, þessir litlu hundar hafa RISASTÓRT sjálfsálit. Og það er hættulegt - þeir urra og gelta, horfa beint í augu aðkomuhundsins og sperra sig - þegar hundur af sama kyni myndi strax lækka sig fyrir stærri eða eldri hundi, sýna tilhlýðlega virðingu, líta undan - og tryggja þar með friðsamleg samskipti (en þetta eru samskiptareglur sem hundar virða, og allir reyndir hundaeigendur þekkja i fari hunda).

Þessvegna koma af og til upp tilvik þar sem smáhundar eru hreinlega drepnir af stærri hundum. Og þarf ekki mikið til ef stærðarmunur er verulegur.

Smáhundaeigendur verða að vera sér meðvitaðir um þetta - og gæta þess að taka hundana í fangið þegar þeir mæta stærri hundum, sérstaklega ef þessar elskur þeirra eru stoltar og gjarnar á að derra sig. Það getur hreinlega kostað þá lífið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.8.2007 kl. 01:10

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst þetta skelfilegt þegar stórir hundar koma æðandi og ráðast á litla. Þetta var ekki fyrista skiptið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.8.2007 kl. 08:37

12 Smámynd: Lovísa

Ég fer aldrei meðhundana mína á svona hundasvæði. Amor minn, sem er annar tjúinn minn, hikar ekki við að ráðast á stærri hunda ef þeir eru nálægt honum. Sem betur fer hefur hann ekki verið bitinn mikið til baka.

En ég myndi ekki treysta svona ókunnugum hundum í mismunandi stærðarflokki saman. 

Lovísa , 30.8.2007 kl. 11:43

13 Smámynd: Solla Guðjóns

það réðist á mig stór hundur þegar ég var barn.Hann meiddi mig ekki en hélt mér fastri.Ég kom of nærri matnum hans.

Ég er dauðhrædd við hunda og vil þá alla í band.

Solla Guðjóns, 4.9.2007 kl. 00:10

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús og koss á þig mín kæra. Æi, veit svo lítið um hunda......

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:41

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Viltu kíkja á síðuna mína og helst kommenta eitthvað því ég ætla að koma þessu í umræðuna.

Kveðja Solla

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband