Villimannslegar aftökur á Íslandi

Bandaríska réttarkerfið er grimmdarlegt og ómannúðlegt.   Aftökur þykja sjálfsagðar í Bandaríkjunum.  En það er mín skoðun að slíkt réttarkerfi  er ekkert skárra en þeir sem fremja glæpina á götum úti.  Aftökur eru manndráp. Manndráp gerðar í skjóli kerfisins.

  Árið er 2007.  Við ættum að vera orðin þróaðri en svo að taka  fólk af lífi. En það eina sem breytist eru morðaðferðirnar.  Sem betur fer búum við á Íslandi ekki lengur við aftökur.  En vorum lítið skárri hér áður fyrr. Villimannslegar aftökur voru framkvæmdar hér á landi.  

 Smá fróðleikur:  

Aftökur

Árið 1564 var Stóridómur lögtekinn á Íslandi og þá breyttust refsingar. Refsingar urðu harðari og Þingvellir fengu það sorglega hlutverk að verða einn helsti aftökustaður landsins. Það eru ekki til margar frásagnir um hvernig dauðarefsingar voru framkvæmdar en vitað er að fólk var dæmt til hengingar, drekkingar, að hálshöggvast og brennast. Á Þingvöllum voru einnig staðfestir dómar sem settir voru á héraðsþingum. Til dæmis þá voru staðfestir dómar í galdraofsóknum á 17. öld. Það voru 22 manneskjur sem fengu þann dóm að vera brenndar. Á Þingvöllum var saklaust fólk brennt í Brennugjá.

Myndin hér að ofan er af Drekkingarhyl en í honum var konum drekkt sem voru fundnar sekar um hórdóm og sifjaspell. Karlar sem voru fundnir sekir um hið sama voru hálshöggnir. Hylurinn var dýpri hér áður fyrr en í dag. Þegar brúin var gerð var hann hálffylltur af vatni.


  

 


mbl.is 400. aftakan í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

Ég er mjög sammála þessu með bandaríska réttarkerfið.

Finnst að þeir þyrftu að fara að taka Evrópu sér til fyrirmyndar í þessum málum. 

Lovísa , 23.8.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Já bandaíkjamenn þurfa að taka sig á.

Miklir hroðalegir villimenn voru forfeður okkar.

Knús dúllan mín.

Solla Guðjóns, 23.8.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sammála.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.8.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband