Miðvikudagur, 16. maí 2007
**Brúðarkjólar**
Það er alltaf gaman að spá í brúðarkjólum. Hvernig kjól myndi ég gifta mig í ef ég gæti ráðið því hvernig kjóllinn yrði og þyrfti ekkert að spá í aurinn. Og ætti kjóllinn að vera hvítur eða rjómahvítur..jafnvel rauður eða svartur? Svart er alltaf soldið kúl.
Þegar ég var ung ( yngri og ógift)þá langaði mig alltaf til að gifta mig í stuttum , þröngum flegnum kjól. Svona sumarkjól. Hann átti jafnvel að vera rauður.
Ég er tvígift. Í fyrra brúðkaupinu var ég í hálfsíðum hvítum síðerma kjól sem var tekinn saman á annari hliðinni. Hann var ekki fleginn enda fannst mér það ekki tilheyra þar sem ég var komin 2-3 mánuði á leið af fyrsta barninu. Ég keypti hann "Hjá Báru" á Hverfisgötunni. Ég held ég hafi hent honum í flutningunum síðast ( hvað var ég að spá)!
Í síðara brúðkaupinu ( og vonandi því síðasta) var ég í hvítum EKTA brúðarkjól sem ein gömul vinkona mín lánaði mér. Hann var ekki hvítur heldur rjómahvítur mjög fallegur, síður og soldið fleginn. Það var ótrúleg tilviljun að ég fékk þennan kjól að láni. Eða réttara sagt, ótrúleg tilviljun að ég skyldi hitta þessa vinkonu mína tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið.
Ég rakst á hana á förnum vegi, hafði þá ekki séð hana í tíu ár. Við fórum að spjalla og ég sagði henni að ég væri að fara að gifta mig. Hún spyr hvort ég sé búin að redda kjól og ég segi nei sem satt var. Hún segist þá geta lánað mér brúðarkjól sem hún átti, stærðin myndi örugglega passa. Og það kom á daginn, kjóllinn smellpassaði og var svona líka flottur!
Mamma mín gifti sig í dásamlega rómantískum kjól. Mig minnir að hann hafi verið blár. Sem sagt ekki hvítur. Pabbi og mamma giftu sig líklega 1973. Ég veit ekki hvort það var algengt þá að gifta sig í öðrum lit en hvítum. En fallegur var kjóllinn og hjónabandið hefur enst. Þau eru ástfangin sem aldrei fyrr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Leðurtöffari dauðans!
Maðurinn minn fékk loks ósk sína uppfyllta og er komin með mótorhjól! ( Þess vegna samþykkti hann hundinn,er viss um það)
Rosatöffari í leðri - það verður ekki annað sagt um hann. Og hjólið er svakalega flott..kom mér á óvart hvað það var stórt..hélt það væri bara pínulítið . Hann gengur nú um með sólheimaglott..og frosið bros á andlitinu ( það er svo kalt úti) og ég má ALLT!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 14. maí 2007
Fífl eða fullur?
Maður kallar : "Ég er hryðjuverkamaður" og við hverju býst hann? Rólegheitum bara? Ekki nema von að allt verði vitlaust í vélinni á þessum síðustu og verstu. Ekki hefði ég viljað vera farþegi í þessari vél. Var hann fullur? Eða fífl? Hvað ætli hann fái háa sekt?
Flugvél SAS rýmd vegna hryðjuverkatals farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 14. maí 2007
Kettir eru ótrúlegir.
Níu líf eður ei.. Mér þykir þetta hreint ótrúlegt! Án matar og drykkjar í rúman mánuð! Og ég sem hef áhyggjur af því að skilja Simba minn eftir í tvo daga með kúffulla matardalla og tvær fötur af vatni á meðan farið er á ættarmót .
Köttur gerðist laumufarþegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. maí 2007
Megi englar alheimsins vera með þessu barni.
Ég er svo sorgmædd út af hvarfi Madeleine litlu. Hún er bara fjögurra ára . Hvernig ætli fjögurra ára barni líði í klóm mannræningja? Litlu barni sem er háð pabba sínum og mömmu. Portúgalska lögreglan er engu nær og hefur engan grunaðann.
Ég bið til Guðs um að Maideleine finnist og það fljótt.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Portúgalska lögreglan hefur engar vísbendingar í leitinni að Madeleine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 12. maí 2007
Ágætis lag sem vann svo sem en ..
hefði viljað sjá Svíþjóð vinna. Það var greinilega mikil bjartsýni því það voru aldrei neinar líkur á því að þeir kæmust einu sinni ofarlega. Finnska lagið var flott sem og ungverska lagið en ekkert þessara landa komust einu sinni í topp 5.
Vona að keppninni verði breytt ...þannig að austur og vesturevrópu verði skipt upp, þetta er ekkert gaman lengur. Keppnin er að klofna. Greinilega allt annar tónlistasmekkur þarna á ferð.
Serbía vann Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Nýjar myndir af Lúkasi
Mér finnst hann alltaf vera að fríkka. Stór og falleg augu, snoppufríður með eindæmum. Finnst ykkur það ekki ?.
Nú er hann átta vikna ..kátur, fjörugur og algjör töffari . Ég fæ hann til mín eftir átta daga. Og þarf ég að taka það fram að ég sef varla á nóttinni fyrir tillhlökkun!
Búin að kaupa búr og nú þarf að kaupa matardalla, bæli fyrir hann að sofa í, leikföng og sitthvað fleira.
Bæ í bili , Ester.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Eurovision er að byrja!!!
Transfitulaust popp, kók, flögur með ost og lauk..lakkrísdraumur...slurp! Áfram Eiki!! ... Fer og set mig í stellingar! Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Eiríka í silfurlituðum kjól á sviðinu í Helsinki
Ég verð að viðurkenna að ég er spennt fyrir keppninni í kvöld. Ég er keppnismaður að upplagi og titra af tillhlökkun. Dreymdi í nótt að Eiríkur hefði breysti í Eiríku og var nú með svart túberað hár í silfurlituðum kjól á sviðinu. Röddinn hafði líka breyst og hljómaði hann eins og skræk fermingastelpa. Finnst mér það ekki lofa góðu.
Verst að Gríska lagið er ekki í úrslitunum, langar að sjá það á sviði ekki seinna en í kvöld. Það er lag sem kemur til með að ná vinsældum og hef gert það nú þegar. Sá sem syngur það heitir Sarbel .."sætur sykurpúði" og lagið heitir Yassou Maria. Fann enga mynd af honum svo THE ARK frá Svíþjóð verður að duga.
Íslenski Eurovision-hópurinn tilbúinn í slaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Dýraníðingar
Hross geymd í niðurníddu útihúsi ÁN fóðurs og fersks vatns. Mögur, lúsug með sýkingar. Sá sem sendi bréf til héraðsdýralækni varðandi þetta hefur fylgst með hrossahaldi á bænum undanfarin sjö ár og lét m.a. búfjáreftirlitið vita á sínum tíma en segist ekki vita til hvaða aðgerða það tók. ( Miða við ástandið á bænum þá greinilega engra). En gott að það er til folk í heimi hér sem lætur sér svona lagað máli skipta eins og aðilinn sem vakti athygli á þessu tiltekna máli.
Ég verð skelfilega reið þegar ég les eða heyri svona fréttir. Hvers eiga aumingja dýrin að gjalda. Málleysingjarnir. Ég er urrandi reið núna og finn til vanmáttar. Refsing fyrir slæma meðferð á dýrum er nánast engin - eða hvað ? Inn með þetta lið - læsa og henda lyklinum!
Ps. Þið sem rekist hingað inn megið alveg kvitta fyrir komu ykkar í athugasemdir . það væri gaman að sjá hverjir hafa áhuga á þessu máli.
Lítið á hrossið! Það er ekki sjón að sjá! Og heshúsið sem kalla á, þetta er ógeðslegt.
Héraðsdýralæknir kannar hvort hross hafi sætt illri meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)