Miðvikudagur, 9. maí 2007
BRAZILIAN VAX..hégómi eða algjör snilld!
Brasilian Vax. Tröllríður þjóðinni. Það er engin kona með mönnum ef hún hefur ekki farið í Brasilian Vax. (Og leggið þá merkingu í orðin sem þið viljið.)
Miða við þær lýsingar sem ég hef heyrt af því hvernig þetta er framkvæmt, þá verð ég að segja að þetta freistar mín ekki mikið....ekki mjög að minnsta kosti.
Berrössuð með heitt vax á viðkvæmum stað . Vaxið er svo látið kólna og svo er allt heila klappið rifið upp með rótum. Konurnar fá munnstykki til að bíta í á meðan svo þær öskri ekki þakið af snyrtistofunni. ( nei kannski ekki, en ágætis hugmynd)
Hitti eina í dag sem var nýkomin úr þessu vaxi. Hún sagðist vera hálfhjólbeinótt eftir herlegheitin en væri alsæl með að vera orðin hárlaus. Þetta dugar í svona fjórar vikur sagði hún svo og brosti hringinn.
Sko ég sé ekkert flott við það að vera hárlaus þarna niðri eins og tíu ára barn. Og mér finnst þetta duga stutt miða við þá kvöl sem konur þurfa að ganga í gegnum til að öðlast hárleysið. En af því að ég er svo nýjungagjörn og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þá langar mig SAMT til að prófa.
PLEASE SANNFÆRIÐ MIG UM ÁGÆTI BRASILIAN VAX!
Nei vá! Hvar léstu gera þetta??
PS. Þetta er víst orðið vinsælt hjá karlmönnum líka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Taka trampólín úr umferð eða auka eftirlit.
Hræðilegt slys hefur átt sér stað! Hvað á að gera? Ég er mjög hlynnt hreyfingu barn og unglinga en ég held að það sé tími til kominn að sporna við þessum tækjum. Það hefur sýnt sig að of mörg slys hljótast af trampólinum. Og nú dauðaslys. Ekki hægt að kenna því um í þetta sinn að það hafi EKKI verið öryggisnet. Skelfilegt.
Drengur lést í trampólínslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Og hún líkist......
Danska konungsfjölskyldan birtir myndir af nýju prinsessunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Amman 38 ára og langamman 56 ára
Þetta var mamma mín og amma! Og ég er sökudólgurinn . Sæi ég ömmu mína í anda hafa átt von á barni á þessum aldri....ónei. Amma var hundgömul 56 ára í tvítugum augum mínum. En núna þegar ég er þroskaðri og veraldarvanari þá sé ég að hún var bráðung á þessum aldri.
Hvernig ætli ömmu hafi liðið að verða langamma 56 ára gömul? Í kvöld var sagt frá 54 ára íslenskri konu sem er ólétt af fyrsta barninu sínu. Komin sjö mánuði á leið. Ég missti af þessari frétt en frétti það annarsstaðar. Hlakka til að heyra meira af þessri konu. Sú hlýtur að vera hamingjusöm að eiga von á fyrsta barninu sínu.
Ég veit ekki hvort þetta barn kom undir á "eðlilegan" hátt eða hvort það var eitthvað hjálpað til. Þá meina ég glasa..lyf og þess háttar. Ég gleðst með þessari konu, það er yndislegt að verða mamma og mjög sérstakt í fyrsta sinn.
Þegar ég var með eldri strákana mína á leikskóla þá var ég meðyngstu mömmunum þar. Núna er ég með elstu mömmunum á leikskóla yngsta stráksins. En samt ekki.
Ég finn ekkert fyrir því að vera mamma í eldri kantinum þar sem að mjög margir foreldrar í leikskólanum eru á svipuðum aldri og ég. Fólk er farið að eignast börn fram eftir öllum aldri. Ég var á 36. ári þegar ég eignaðist þann yngsta. Ég ætla að láta það duga. Nú er komið að því að fá sér hvolp.
Hm... amma mín á séns á að verða langalangamma ...þarf að segja drengjunum mínum að drífa sig..og þó.. ...kannski ekki svo góð hugmynd...þá verð ég nefnilega amma
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 7. maí 2007
Ég elska súpur..
Fór í Hagkaup í gær sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég fer í búðir og ekki síst Hagkaup þá á ég það til að eyða of miklum tíma í að lesa aftan á umbúðir og skoða nýjar vörur og fleira sem er tímafrekt og óþarfi. Ég var í sérstöku eyðatímanumstuði í gær, ( átti að vera að læra) og tók upp hverja vöruna á fætur annarri og las og las.
Ég var nú komin að frystinum og þar tek ég upp poka af smáhumri. Las aftan á pokann og þar var þessi snilldarinnar uppskrift af humarsúpu. Svo mér datt í hug að elda hana í Sunnudagsmatinn. Nú var gaman..loks tilgangur.
Hljóp út um alla búð að leita að hinu og þessu sem átti að fara í súpuna. Fann hvergi Estragon .. og fann því starfstúlku sem ég ákvað að spyrja.
Ég : Veistu hvar ég finn Estrógen?
Starfstúlkan: hm... er það ekki hormón?
Ég: Nei það er krydd.
Hún: Ja..ertu búin að gá í kryddhilluna?
Ég : já og ég finn þetta ekki.
Starfstúlkan kíkir í bækling sem hangir á hillunni og finnur það loks..
Hún : Það heitir Estragon.
Ég roðna og rek upp tíst ( átti að vera hlátur) segi : ó auðvitað, ég ruglaðist - Estrógen ER auðvitað kvenhormón ( reyni að hljóma gáfulega).
Stelpan fann ESTRAGON í hillunni og rétti mér. Ég þakka kærlega fyrir og held áfram leiðangrinum og klára innkaupin.
Það var gaman að elda súpuna. Fékk kallinn með mér í að taka skelina utan af humrinum og það var tilbreyting þar sem hann er yfirleitt (alltaf) sófadýr á meðan ég elda. Smá tíma tók að ná skelinni af en við fundum að lokum réttu leiðina og þá var þetta ekkert mál. Fiskkraftur, Mysa, hvítlaukur , smjör, hunangsdionsinnep, rjómi , sýrður rjómi, gulrætur, ESTRAGON, salt og pipar..ilmurinn var guðdómlegur. Hvítlauksbrauð í ofninn.
Þarf ég að taka það fram að súpan var geggjuð! Þetta var svona súpa sem maður getur ekki hætt að borða , svona eins og kjötsúpa. Ég fékk mér aftur og aftur á diskinn. Kallinn var löngu sestur á sinn stað í sófann.
Kom svo með stóra plastskál með loki til að setja afganginn í ( hann er svo skipulagður), lítur ofan í pottinn og segir að það sé of mikið eftir til að það komist í skálina..fáðu þér tvo diska í viðbót elskan, þá passar þetta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 5. maí 2007
Paul og Linda - lovebirds.
Man eftir því þegar hann Paul missti Lindu sína. Man hvað heimurinn var sleginn og sorgmæddur.
Hann má þó vera fegin að losna við skassið hana Heather Mills samkvæmt því sem maður hefur lesið og heyrt. ( Séð og heyrt ). Paul átti ekki sjö daganna sæla og á víst ekki enn.
Yndislega fallegt af honum að semja plötu um sína heittelskuðu Lindu. Hún var svo falleg og góð kona ..hún Linda.
Sir Paul samdi plötu um Lindu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Hinsta kveðja
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingríms.)
Elsku Kristín - gamla vinkonan mín. Hvíl í friði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Vigtin sýnir 3 kg. þyngra?!
Grunaði ekki Gvend. Fann það og sá..vildi bara ekki viðurkenna það. Er farin að sofa í hausinn á mér, vona að ég vakni þremur kílóum léttari og þetta hafi bara allt verið draumur.
...... á þremur vikum? "#$%!
Haltu á töskunni fyrir mig vinur.......
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Gerist á heppilegum tíma..
..fyrir mig. Hjólhýsi veltur á Kjalarnesi. Ojojoj. Ég sem er að reyna sannfæra fólk í kringum mig að það sé ekkert meira rok á Kjalarnesi en annarsstaðar.
Var nefnilega að skoða íbúð þar í gær og leist svona líka vel á hana! En ég á erfitt með að sannfæra samferðamenn mína um kosti þess að búa á Kjalarnesi..og oftast notar fólk orðið "ROK" þegar minnst er á Kjalarnes.
Ég hinsvegar hamast á kostunum, og nota orðin: - náttúra - friður- gott að ala þar upp börn og dýr ......smábæjarstemning ( sem getur reyndar verið galli ).
Hjólhýsi valt á Kjalarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Keith Richard og fjölskylda
Þessa mynd fékk ég senda núna rétt áðan, af Keith Richards og fjölskyldu. Þarna er mynd af móður hans, ég nefnilega bloggaði um dauða hennar um daginn og fann enga mynd. En hér er hún komin : Takið eftir hvað Keith sker sig úr þessum fallega fjölda, eins og honum hafi verið kippt beint af götunni og hent inn á myndina