Föstudagur, 1. júní 2007
Ég náði prófunum öllum!
Og fékk meira að segja fínar einkunnir. Er hamingjusöm með eindæmum. Útskrift um næstu helgi! Ég er þá komin með einkaþjálfarapróf ÍAK, sem er nám á háskólastigi, mesta einkaþjálfaranám sem hægt er að fara í á íslandi.
Oft erfitt á köflum en sé sko ekki eftir því. Ótrúlega lærdómsríkt ár. Knús til ykkar allra
Að halda upp á próflokin á balli með Sálinni á Nasa
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Köttur og hundur í leik
Setti inn smá myndaseríu af Ketti og hvolpi. Það er mjög fyndið að horfa á þá saman. Hvolpurinn lætur hreinlega ekki Simba gamla vera og það er ótrúleg þolinmæði sem kötturinn sýnir.
Hann lyftir loppunni og klappar honum, en aldrei fast og aldrei klær úti. Hvolpurinn hangir "í orðsins fyllstu" á kettinum þegar að greyið gengur um gólfið. Simbi stekkur upp á stól eða annað þar sem hann fær frið , þegar hann er orðinn þreyttur á Lúkasi. Því Lúkas getur ekki stokkið upp á neitt ennþá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Hafið þið sofnað á hestbaki?
Það hef ég. Það var eftir eina erfiðustu nótt í mínu lífi, alla vega af líkamlegu erfiði. Þetta var um sumar og það sumar var ég að vinna á sveitabæ fyrir austan fjall. Vann aðalega við að fara með útlendinga á hestbak. Þetta var um helgi og ég hafði verið með heimamönnum á móti í Galtarlæk. Ég man ekki hvernig á því stóð að ég varð viðskila við samferðamenn mína og lagði af stað labbandi að kvöldi ti í átt að bænum mínum sem var í um 30 km fjarlægð frá Galtarlæk.
Ég gekk niður að Vegamótum - það var talsvert langur spotti þangað og þegar þangað var komið ákvað ég að taka beint strik yfir mýri beint í átt að bænum. Hefði auðvitað verið sniðugast að húkka bíl EF ég hefði verið svo heppin að einn einasti bill hefði verið á ferðinni þessa nótt.
Lagði því af stað yfir blauta mýrina , stökk yfir ótal skurði og klofaði yfir jafnmörg grindverk. Ég gekk í marga tíma og kom gjörsamlega úrvinda heima að bænum klukkan átta að morgni. Þá þurfti ég að byrja á því að beisla og leggja á nokkur hross og ríða svo niður að Hellu með nokkra til reiðar. Ég hélt ég myndi ekki hafa þetta af en harkaði af mér sem ég gat.
Náði í nokkra útlendinga á hótel Hellu og þaðan lögðum við svo af stað á hægagangi í átt að Gunnarsholti. Og eitthversstaðar á leiðinni steinsofnaði ég. Mig var farið að dreyma en hrökk svo allt í einu upp við hávært öskur. Ég leit ringluð í kringum mig og sá að ein hryssan hafði snúið við og tekið á rás heim á leið með óvanan útlendinginn!
Sem betur fer var ég ekki það illa á mig komin að ég gæti ekki hugsað skýrt..ég snéri Garp mínum við sneggri en Lukku Láki og hleypti honum á eftir Gránu gömlu ..náði fljótt til hennar, greip í tauminn og tókst að stöðva bæði hrossinn.
Leit á skelkaðann útlendinginn sem var maður á miðjum aldri og átti í verulegum vandræðum með að skella ekki upp úr þegar ég sá skökk gleraugun hans rétt hanga á nefbroddinum. Hann hafði líka misst veskið sitt úr vasanum í öllum hamaganginum og steig ég af baki til að taka það upp á leiðinni til baka. Ég teymdi undir mannanganum það sem eftir var leiðarinnar.
Ég hef aldrei fyrr né síðar sofnað á hestbaki. Þarna var ég fjórtán ára.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Lúkas er BARA sætur!
Allt gengur þrusuvel með Lúkas. Hann er búin að fá að fara út með ól og taum ..og það var sko fjör! Hljóp og hljóp og varð að skoða hvert strá!Simbi leikur við hann þegar að hann nennir ..annars stekkur hann upp á stól þar sem Lúkas getur ekki náð til hans. Setti Lúkas í "bað" í dag , notaði bara vatn og smá næringu í feldinn. Prófaði að blása hann svo með hárblásaranum ..æi hvað hann var hræddur greyið. En það er best að byrja á þessu sem fyrst til að venja hann við. Eftir baðið leið honum voðalega vel, hreinn og fínn. Fyndið, hann fer öðru hvoru inn til Olla og nær sér i dót.. er búin að fylla stofuna af dóti Hann er algjört æði þessi hvolpur, liggur í þessum skrifuðu orðum á öxlinni á mér og steinsefur!
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Líkamsrækt minnkar líkamsfitu..já og ?
ER ekki hægt að hafa þetta skýrara svo maður þurfi ekki að rýna í orðin og lesa þetta margoft yfir??
"Þeir sem vilja grennast ættu að gleypa nokkrar lýsisperlur eftir að þeir eru búnir í líkamsræktinni, ef marka má frumniðurstöður ástralskra vísindamanna sem komust að því að sambland af líkamsrækt og lýsi minnkaði líkamsfitu, og hafði jákvæð áhrif á kólesterólmagn og æðastarfsemina." Það er löngu vitað að líkamsrækt minnkar líkamsfitu - ekki satt? Kemur ekki á óvart..Lýsi eða ekki lýsi. Svo kemur:
"Magn af góðu kólesteróli (HDL) jókst hjá þeim þátttakendum í rannsókninni er tóku einungis lýsi eða stunduðu líkamsrækt og tóku einnig lýsi, og svonefnd þríglyseríð (óheilsusamleg blóðfita) minnkuðu einnig. Um leið minnkaði líkamsfita þessara þátttakenda." (vó er hægt að hafa þetta flóknara eða er ég aðframkomin af svefnleysi ? )
Hvað er verið að tala um? Fólk sem stundar líkamsrækt og tekur lýsi OG fólk sem tekur lýsi og stundar EKKI líkamsrækt? Getur maður orðið mjór á því að taka lýsi án þess að stunda líkamsrækt? Þá er bara að taka lýsi og spara bæði tíma og aur með því að hætta að strögglast í ræktinni. ( Reyndar er mjög margt annað jákvætt en fitutap sem viðkemur því að hreyfa sig - veit ég vel - Styrkir bein, andlega heilsu, æðakerfið osfr)
Sorrý varð bara að leggja orð í belg varðandi þessa frétt
Líkamsrækt og lýsi öflug vopn gegn aukakílóum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. maí 2007
Loksins blogg..Lúkas kominn heim!
Loksins gef ég mér smá tíma til að blogga! Eins og ykkur hefur væntanlega grunað þá er ástæða bloggleysisins sú að Lúkas er auðvitað kominn! Prófin búin, kláraði á laugardaginn og held bara að mér hafi gengið ágætlega. Þori samt ekki að vera of bjartsýn strax. Þvílík sæla að vera búin í skólanum!
Við lögðum svo af stað upp úr hádegi austur og gáfum okkur tíma til að borða á "Við fjöruborðið á Stokkseyri. Humarinn þar er þvílíkt góður! Slurp! Olli fékk sér nú bara franskar og svo eftir matinn var komið með blauta heita þvottapoka og varð Olli ekkert smá hissa - "mamma, hvað á að gera við þetta"?
Komum seinnipartinn á Hvolsvöll og það var svo gaman að sjá Lúkas. Hvolparnir voru í hundagrind inni í stofu og Lúkas var fyrsti hvolpurinn sem kom til mín , hvort sem það var nú tilviljun eða ekki. Alla vega þá skemmtileg tilviljun. Þeim var svo hleypt út að kúka og Lúkas gerði stykkin sín eins og vel siðaður hundur ekki nema níu vkna gamall! Hann var hreinn og fínn enda hafði hann farið í bað um morguninn, ilmaði svakalega vel , var mjúkur og fínn .
Ég hafði hann í búri á leiðinni í bæinn en hélt á því og hafði hendina inni í búrinu. Ferðin heim gekk rosalega vel, og þó að lúkas hafi ekki sofið nema smá hluta af leiðinni þá var hann mjög rólegur og leið vel.
Fyndið þegar við komum heim, ég setti búrið á gólfið , Lúkas sem hafði setið uppi í búrinu , lagðist nú niður á framfæturnar , lagði hausinn niður og horfði á mig og vældi. Þá var hann svona hræddur. En var fljótur að skipta um skoðun, og labbaði út að skoða. Sá Simba og hljóp i hann , nú skyldi leikið! En Simbi var nú alldeilis ekki til í það, enda virðulegur eldri köttur. Hann hljóp af stað með hvolpinn í afturfótunum, stökk upp í rúm og þar fékk hann að vera í friði.
Ég hleypti Lúkasi út í garð og þar gerði hann stykkin sín .. ég er ekkert smá stolt af honum! Og auðvitað er honum hrósað þvílíkt fyrir í hvert skipti. Hann er alveg búin að venjast heimilinu , þessar tvær nætur sem hann hefur verið hjá okkur hefur hann sofið alla nóttina. Vaknaði reyndar rétt fyrir fjögur í nótt, ég fór með hann út í garð þar sem hann gerði stykkin sín aftur og svo fór hann beint að sofa aftur. Svaf til hádegis. Ég fór að vinna klukkan sex í morgun en Aron er hjá hvolpinum og verður þar til ég fer í sumarfrí.
Ég fór með Lúkas með mér að ná í Olla á leikskólann í dag. Hafði hann innan undir úlpunni þessa tveggja mínútna leið sem tók að labba þangað. Og hann skalf og nötraði greyið, var svo hræddur. Enda bara pínkulítið hvolpagrey. Ný lykt og allt svo nýtt.
Kisi og hvolpur eru að venjast..Simbi hefur svolítið verið að sýna Lúkasi að hann ræður og slær til hans með framfótunum ef Lúkas gerist of kræfur. En hann setur ekki klærnar í hann, maður sér alveg að hann gerir sér grein fyrir að hér er óviti á ferð. Hann er þó farin að leyfa hvolpinum að nálgast sig alltaf meira og meira..hleypur ekki í burtu eins og fyrst. Lúkas er þó alltaf að reyna að fá Simba í leik en ég held að það verði nú seint .
Læt þetta duga að sinni. Kíkið endilega á myndaalbúið.."Lúkas kominn heim"
Smá viðbót: Á dauða mínum átti ég von en Simbi er farinn að leika við Lúkas!!
Dægurmál | Breytt 22.5.2007 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Þvílíkur dásemdardagur..
Bráðum get ég farið að lifa "eðlilegu" lífi aftur. Ég trúi því varla að síðasta prófið sé á laugardaginn! Þetta er búin að vera strembinn vetur en þegar ég lít til baka þá hefur hann verið fljótur að líða.
Ég veit ekki hvernig mér kemur til með að ganga í prófinu nk. laugardag, þetta verður eflaust soldið erfitt próf. Lífeðlisfræðileg þjálfræði ásamt fleiru svona góðgæti. Aflfræð, prógrammagerð -styrktar og þolæfingar..plýómetrískar æfingar.. og fl. ..nammi namm.
Eftir prófið ætla krakkarnir að halda upp á próflokin með því að fara í klifur. Síðan verður farið í baðstofuna í Laugum og þar á eftir heim til einnar úr skólanum. Það verður náð í mat frá Austur-Indíafélaginu og svo verður bara haft gaman og klukkan hálfeitt á að fara á NASA.
En ég ætla að vera félagsskítur því eftir prófið á laugardaginn þá er ég farin á Hvolsvöll að ná í LÚKAS. Það verða mín verðlaun.
Ætla að koma við á Stokkseyri og fara á "Við fjöruborðið" og fá mér humar. Er það ekki stórkostleg hugmynd
Verð að láta þetta fljóta með að lokum. Olli spurði mig í gær: "Mamma, er til Skotland? - Já elskan, það er til. - En er til byssuland? - Nei sagði ég og hló - Það er ekki til.
- Víst, sagði litli karlinn þá " það er til byssuland ef það er til Skotland!" og þar hafið þið það
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Að "henda" barni!
Ég er agndofa! Hvað verður til þess að foreldrar gera svona lagað? Hvernig er hægt að losa sig við barnið sitt á þennan hátt? Ég myndi ekki einu sinni gera kettinum mínum þetta. Margt er grimmt í heiminum. Aumingja litli drengurinn. Hann er bara þriggja ára :'(.
Þriggja ára drengur skilinn eftir í móttökukassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. maí 2007
ZZZZZzzzzz
Ætli hún hafi sofnað við stýrið? Grunar það því þetta er ekki alvanalegur staður til að keyra út af. Og ekki er hálkunni fyrir að fara. Mildi að ekki fór ver.
------- En eins og einn góður bloggvinur benti mér á þá gætu að sjálfsögðu verið aðrar ástæður fyrir þessu slysi, flogakast, sykurfall, og þess háttar. En þetta eru bara getgátur, ítreka, gott að ekki fór ver.
Bíll lenti útaf Nýbýlavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)