Ertu maður eða mús...eða kannski rotta?

    Maðurinn á myndinni sem fylgir þessari frétt heldur á ....rottum?  Eða eru þetta svona stórar mýs..hm.. Ég heyrði í fréttum áðan ( meðan ég var að elda) að verið var að tala um rottufaraldur, náði ekki hvar en er eitthver misskilningur í gangi? Rottur og mýs eru nefnilega ekki sama dýrategundin.  Sideways Eða eru þessar fréttir ekkert tengdar, kannski er  rottufaraldur eitthversstaðar annarstaðar...Pinch

 Ertu maður eða mús..eða kannski rotta?


mbl.is Óvæntir gestir með flóðunum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk sem stjórnast af peningum.

Mikið eigum við gott að búa á litla Íslandi.  Þetta er dýrt land og oft á tíðum ófjölskylduvænt en kostirnir eru fleiri myndi ég segja. 

ÉG finn svo til með foreldrum barna sem er rænt að hjarta mitt er að rifna.  Ég get ekki lýst því öðruvísi.   Grimmt tilfinningalaust  fólk sem hugsar ekki um annað en peninga og svífst einskins til að afla þeirra, það er nóg af því í heiminum. Því miður.    

Móðir og barn

 

 


mbl.is Krefjast lausnargjalds fyrir þriggja ára stúlku sem var rænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HETJA!!!!!

Eins og ég segi ... það er varla að ég nái yfir laugardalslaugina, nei kannski of sterkt til orða tekið en samt... Sick

 Mætti ég þá  heldur biðja um þetta:

hawa33021

 


mbl.is Benedikt reynir sund yfir Ermarsund í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er brjálaður!!

Ég myndi ekki einu sinni synda frá nauthólsvík yfir í Kópavoginn, ekki þó mér yrðu boðnar margar millur fyrir!!!!  

 

17996_w

 


mbl.is Benedikt varð að fresta sundinu fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólbaðsveðrið búið..þá get ég farið að gera eitthvað!

Cloud-5Er eiginlega fegin að það er ekki sólbaðsveður í dag.  Ég er sólarfíkill af guðs náð og kem engu í verk þegar að hún skín. 

En nú ætla ég á æfingu, fara með yngsta strákinn í klippingu, skreppa í vinnuna ( er í fríi) að ná í bók sem mig vantar, fara að prufukeyra bíl, kaupa viðarlit í Húsasmiðjunni, bera á borð sem ég reyndar bar á í gær með öðrum lit (ófyrirsjáanlegar hroðalegar afleiðingar) ofl. ofl.... 

Skýin gleðja mig í dag Grin


Ég þekki íslendinga þarna!

Mér dauðbrá að lesa þessa frétt þar sem ég þekki íslenska fjölskyldu sem fór frá íslandi á frönsku Rivíeruna sl. Sunnudag og ættu því að vera þar núna.

Nú þekki ég ekki vel til þarna og veit ekki hvað þetta er stórt svæði en  mikið vona ég innilega að þessi fjölskylda hafi sloppið vel, og ekkert ami að því fólki.  


mbl.is Ferðamenn flýja skógarelda á frönsku Rivíerunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjudagar á Hólmavík

Ég og mín fjölskylda skruppum  til Hólmavíkur um helgina.  Hálft í hvoru til að keyra Aron ( miðstrák) því hann ætlar að vera þar í Júlí, en líka til að þiggja heimboð frá minni yndislegu fyrrverandi tengdó, henni Finnu.  Það hittist svo vel á að það voru "hamingjudagar á Hólmavík", skemmtun sem er haldin núna í þriðja sinn.  Hamingjudagar á Hólmavík

Komum til Hólmavíkur um þrjú á laugardeginum og þá var orðið frekar kalt.  Það var 20 stiga hiti í Hrútafirðinum en inn á Hólmavík aðeins 11 gráður. Farið að blása úr Norðri og svo kom þokan og þá varð enn kaldara.  Þokan kom yfir..En skemmtunin var frábær og ég hef aldrei séð bæinn svona fallegan. Skreytingar á hverju húsi, þema í hverju hverfi.. bæði litaþema og hjartaþema..ofl.  Ótrúlega flott.

Um kvöldið skruppum við  á listasýningu, það var reyndar búið að loka en á Hólmavík þekkjast allir og við hittum manninn með lyklana fyrir utan húsið, hann hleypti okkur inn og við fengum einkasýningu út af fyrir okkur.  Kökuhlaðborð var svo á túninu þar sem skemmtunin var ( í miðri Hólmavík) og þar voru sko kræsingarnar!  Allar konurnar í bænum höfðu lagst á eitt og bakað og þær kunna sko að baka!  

Hvað ætli hafi verið margar tertur þarna..örugglega um 30-50 stk.  Því miður var mér svo kalt að ég varð að hlaupa með kökudiskinn minn inn í bíl, skjálfandi af kulda.  Þar drakk ég kaffið mitt og borðaði  dýrindis kökurnar.  

Fórum ekki á ballið, heldur bara snemma að sofa og vöknuðum um níuleytið á sunnudeginum.  Yndislegt að sofa í kyrrðinni í sveitinni.   Ákváðum að skreppa í sund á Laugarhól í Bjarnafirði.  Er ekki viss en ég held að þar sé starfræktur skóli á veturnar en hótel á sumrin.  Það var alla vega svoleiðis en veit ekki hvort það sé ennþá skóli þarna á veturnar.  Hótelið á Laugarhóli

Sundlaugin á Laugarhól Þessi laug er  yndisleg.  Sundlaug í sveitasælunni.  Og það sem er svo skemmtilegt við hana er að þar er heitur lækur og uppspretta sem nýtist sem heitur náttúrulegur pottur.   Mæli með þessari laug fyrir náttúruunnendur.   Á eftir fengum við okkur fiskisúpu á hótelinu hjá fransmanninum sem rekur hótelið.  Dásamlega góð súpa og 100 % þjónusta.  Við vorum reyndar bara ein á veitingastaðnum fyrir utan hjón sem voru bara að fá sér kaffi.  Ég heyrði að hjónin hrósuðu kaffinu mikið.  

Við lögðum af stað til Reykjavíkur eftir kvöldmatinn ( lambalæri al'a Finna)  og sluppum við mestu umferðina.  Lúkas og Olli sofnuðu um leið og við keyrðum úr hlaði og sváfu alla leið til Reykjavíkur.  Þreyttir eftir frábæra ferð.  Að gefa lambi

 Olli að gefa lambi að drekka

 

 

 

 

 

Á trampólíninu á Klúku Olli á trampólíninu.

 

 

 

 

 

 

 

Fíflast aðeins Olli að "þykjast" tala í símann..í sveitinni.

 

 

 

 

 

 

 

Aron að hlaupa á eftir Lúkasi Aron í eltingaleik við Lúkas

 

 

 

 

 

 

 

Nær honum ekki..haha.. Ótrúlega snöggur þessi litli hundur :)

 

 

 

 

 

 

 

Í eldhúsinu á Klúku Í eldhúsinu á Klúku

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega sólarlag Tekið á leið heim.. á Strandveginum í Grafarvogi.

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega fallegt Tekið á tröppunum heima (stóðst þetta ekki) "Stækkið" (Tvíklikka og svo aftur :)

 

 

 

 

 

 

 

Blóðrautt sólarlag Sjáið Sólarlagið! "Stækkið"

 

 

 

 

 

 

 

Sólarlag Fallegur endir á fallegum degi. "Stækkið"


Einn hrikalega góður...hahahaha..

Fat Skinny JPGHrikalega mjór maður mætti einum hrikalega feitum:::::::::
Feiti maðurinn::: Mikið hrikalega er sorglegt að sjá þig....  Maður gæti næstum haldið að það væri hrikalega svakaleg hungursneið í landinu :):)


Sá mjói
lítur á þann feita og segir með spekingslegri ró............
Já þú segir það.
Þegar maður lítur á þig þá getur maður næstum ályktað að það sé þér að kenna :):):):):)

 


Til að slaka á?

....hún Paris Hilton dvaldi í klefa sínum 23 tíma á sólarhring. Notaði tímann til að skrifa dagbók og hugleiða um lífsins gang.  Er hún ekki búin að slaka nógu mikið á?  Ég hefði frekar farið í mótorhjólaferð......brumm..brumm.... 

 

Paris_Hilton_indian_motorcycle_babe

 


mbl.is París Hilton fór í dulargervi til Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hata Lúpínu ..

..segja sumir.  Skil það ekki.  Ég elska þessa fallegu nánast fjólubláu jurt.  Þvílíkt hvað hún lífgar upp á landið.   

Svo getum við farið að búa til Lúpínuseyði eins og hann Ævar í Kópavogi.    Lúpínuseyði styrkir ónæmiskerfið og er því vörn gegn krabbameini. 

"Rannsóknir hafa sýnt að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram. Jafnframt jókst fjöldi svokallaðra T-drápsfruma hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum, en þessar frumur sjá einkum um varnir líkamans gegn veirusýkingum og æxlismyndun.

Rannsóknirnar styðja þá reynslu að lúpínuseyðið geti styrkt ónæmiskerfið og meðal annars hjálpað þeim sem eru í lyfjameðferð við krabbameini. "Tekið af vísindavefnum.

Ég vil meiri Lúpínu!

Lupina


mbl.is Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband