Hamingjudagar á Hólmavík

Ég og mín fjölskylda skruppum  til Hólmavíkur um helgina.  Hálft í hvoru til að keyra Aron ( miðstrák) því hann ætlar að vera þar í Júlí, en líka til að þiggja heimboð frá minni yndislegu fyrrverandi tengdó, henni Finnu.  Það hittist svo vel á að það voru "hamingjudagar á Hólmavík", skemmtun sem er haldin núna í þriðja sinn.  Hamingjudagar á Hólmavík

Komum til Hólmavíkur um þrjú á laugardeginum og þá var orðið frekar kalt.  Það var 20 stiga hiti í Hrútafirðinum en inn á Hólmavík aðeins 11 gráður. Farið að blása úr Norðri og svo kom þokan og þá varð enn kaldara.  Þokan kom yfir..En skemmtunin var frábær og ég hef aldrei séð bæinn svona fallegan. Skreytingar á hverju húsi, þema í hverju hverfi.. bæði litaþema og hjartaþema..ofl.  Ótrúlega flott.

Um kvöldið skruppum við  á listasýningu, það var reyndar búið að loka en á Hólmavík þekkjast allir og við hittum manninn með lyklana fyrir utan húsið, hann hleypti okkur inn og við fengum einkasýningu út af fyrir okkur.  Kökuhlaðborð var svo á túninu þar sem skemmtunin var ( í miðri Hólmavík) og þar voru sko kræsingarnar!  Allar konurnar í bænum höfðu lagst á eitt og bakað og þær kunna sko að baka!  

Hvað ætli hafi verið margar tertur þarna..örugglega um 30-50 stk.  Því miður var mér svo kalt að ég varð að hlaupa með kökudiskinn minn inn í bíl, skjálfandi af kulda.  Þar drakk ég kaffið mitt og borðaði  dýrindis kökurnar.  

Fórum ekki á ballið, heldur bara snemma að sofa og vöknuðum um níuleytið á sunnudeginum.  Yndislegt að sofa í kyrrðinni í sveitinni.   Ákváðum að skreppa í sund á Laugarhól í Bjarnafirði.  Er ekki viss en ég held að þar sé starfræktur skóli á veturnar en hótel á sumrin.  Það var alla vega svoleiðis en veit ekki hvort það sé ennþá skóli þarna á veturnar.  Hótelið á Laugarhóli

Sundlaugin á Laugarhól Þessi laug er  yndisleg.  Sundlaug í sveitasælunni.  Og það sem er svo skemmtilegt við hana er að þar er heitur lækur og uppspretta sem nýtist sem heitur náttúrulegur pottur.   Mæli með þessari laug fyrir náttúruunnendur.   Á eftir fengum við okkur fiskisúpu á hótelinu hjá fransmanninum sem rekur hótelið.  Dásamlega góð súpa og 100 % þjónusta.  Við vorum reyndar bara ein á veitingastaðnum fyrir utan hjón sem voru bara að fá sér kaffi.  Ég heyrði að hjónin hrósuðu kaffinu mikið.  

Við lögðum af stað til Reykjavíkur eftir kvöldmatinn ( lambalæri al'a Finna)  og sluppum við mestu umferðina.  Lúkas og Olli sofnuðu um leið og við keyrðum úr hlaði og sváfu alla leið til Reykjavíkur.  Þreyttir eftir frábæra ferð.  Að gefa lambi

 Olli að gefa lambi að drekka

 

 

 

 

 

Á trampólíninu á Klúku Olli á trampólíninu.

 

 

 

 

 

 

 

Fíflast aðeins Olli að "þykjast" tala í símann..í sveitinni.

 

 

 

 

 

 

 

Aron að hlaupa á eftir Lúkasi Aron í eltingaleik við Lúkas

 

 

 

 

 

 

 

Nær honum ekki..haha.. Ótrúlega snöggur þessi litli hundur :)

 

 

 

 

 

 

 

Í eldhúsinu á Klúku Í eldhúsinu á Klúku

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega sólarlag Tekið á leið heim.. á Strandveginum í Grafarvogi.

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega fallegt Tekið á tröppunum heima (stóðst þetta ekki) "Stækkið" (Tvíklikka og svo aftur :)

 

 

 

 

 

 

 

Blóðrautt sólarlag Sjáið Sólarlagið! "Stækkið"

 

 

 

 

 

 

 

Sólarlag Fallegur endir á fallegum degi. "Stækkið"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar sumarmyndir.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 01:16

2 identicon

Þetta er svo fallegt, og lýsingarnar þínar líka. Þokumyndin er ÆÐISLEG! Gaman að eiga svona góða fyrrverandi tengdó sem býður fjölskyldu manns í heimsókn ...

Kærar kveðjur frá Akureyri,
og góða nótt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 03:16

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Yndislegar myndir. Allir eru að taka myndir af sólarlagi og þessar eru yndislegar. Gaman að heyra lýsingu þína af ferðinni. Mikið hefur þetta verið góð ferð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.7.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Solla Guðjóns

frábært

Solla Guðjóns, 5.7.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband