Yndislega Snæfellsnes - *Myndir*

Yndisleg helgi að baki..mikið svakalega er fallegt á norðanverðu Snæfellsnesi...Njótið!

 Grundarfjörður

Snæfellsjökull blasir viðFalleg fjallasýninÁ snæfellsnesiHELLISSANDUR Lítið fallegt hús á leiðinni.StórkostlegtHelgi og Lúkas Ester og LúkasHópmyndEr ekki lífið yndislegtGanga á ströndinniYndislega fallegur staðurSjórinn fallegurBúin að grafa fótinn í sandinnÆ fékk salt í sárLúkas að grafa Þvílíkt gaman SkarðsvíkinDulmagnaði SnæfellsjökullInnsti koppur Þreyttur Lúkas lætur fara vel um sig.GustafOlafFerðin var yndisleg!  Ættarmótið tókst með eindæmum vel.  Yndislegra veður hefðum við ekki getað fengið.  Gaman að hitta alla ættingjana.   En ég saknaði þess að hafa ekki hann afa þarna. Afi minn sem fæddur er og uppalinn á Hellisandi,  dó í nóvember sl.  Það er svo  mikill missir af honum. Hann var svo músíkalskur og hélt alltaf uppi stuðinu.  Afi var einstaklega stoltur af sínum uppruna.  Af Hellissandi.  Hann var auðvitað þarna með okkur - í anda.  Smile.  Það er langt síðan ég hef sungið svona mikið, í 3 tíma samfleytt held ég bara. Held að kallinn hafi eitthvað verið þar að verki.  Wink Kannski hann hafi bara sungið í gegnum mig?  Ætla ekki að skrifa meira í þetta sinn. Læt myndirnar tala sínu máli. tvíklikkið á þær til að stækka þær. Kissing


Klukkutími í bílalest frá Kjalarnesi að Mosó!

Pirrr! Er ekki að grínast. Lenti í umferðarlestinni frá kjalarnesi að mosfellsbæ núna rétt áðan.  Aldrei lent í öðru eins.  Var að koma af ættarmóti á Hellissandi.  Meira um það síðar, tók fullt af fallegum myndum en þarf að kaupa nýja snúru til að koma þeim í tölvuna þar sem að einn ónefndur nagaði í sundur hina snúruna. Shocking

Snæfellsjökull

  


Heimahagarnir lokka

Mér finnst þetta magnað!  Ótrúlegt hvað  hesturinn lagði á sig vegna söknuðar til eiganda síns.  Reyndar er söknuðurinn bara tilgáta en hvað hefði annað átt að reka hestinn til þessa þrekvirkis?

Kannski hefur honum liðið illa í eynni.  Og munað góðu daganna í Mosfellsdal.    Maður hefur heyrt um beljur sem kasta sér til sunds til að losna við sláturhúsið.  Dýrin skilja miklu  meira heldur en við höldum.  Það hef ég alltaf vitað.  

 

hestur

 


mbl.is Hesturinn vanur að vera á eldhúsglugganum heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súlustaður Pamelu

Þetta hljómar spennandi Tounge.  Eða hvað?  ..Ekki mjög frumlegt en alveg i hennar anda Joyful

 

Pamela vill ráða fagra kroppa

berrasaða á sviði til að hoppa

Og kannski má sjá

hana sjálfa á slá

Og engin mun hana þá toppa.   

 

 


mbl.is Pamela Anderson ætlar að opna súlustaðakeðjuna „Lapland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað teljið þið margar villur?

 Parísi Hilton hafa borist fleiri bréf í Century-fangelsið í Los Angeles en nokkrum öðrum fanga sem setið hefur á bak við lás og slá í borginni. Hafa fangelsisyfirvöld beðið umboðsmann hennar að koma og sækja öll aðdáeindabréfin, sem sögð eru fylla 20 kassa. Framhald í "Lesa meira" 

Já ég veit, ég hef ekkert að gera Grin.


mbl.is Pósti rignir yfir Parísi í fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt eða ekki?

Er rétt að bregðast við fjölgun máva með þessum hætti?  Svæfa þá bara í hreiðrum sínum? Hvað er svo gert við eggin..þeim hlýtur að vera stútað.  

Ég hef tekið eftir að mávum í mínu hverfi hefur snarfjölgað.  Þeir hafa verið í hópum á gangstéttum að leita sér að æti.  Sá nokkra máva í gær á planinu hjá Orkuveitunni í Árbæ að bítast um eitthvað drasl og tveir þeirra slógust og höfðu hátt.  Það eru nefnilega svakaleg læti í mávum.

  Þeir eiga eflaust erfitt með að afla sér fæðu í borginni.  Ef þarf að grípa til þeirra ráða að drepa þá þá var það alla vega gert með mjög mannúðlegri aðferð.  Ég er ánægð með það.  

 

mavar_zoom1

 


mbl.is Svæfingu sílamáva lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotist inn í sumarbústaðinn!!

Ég er svooo reið!   Mamma var að hringja og segja mér að það var farið inn í bústaðinn og teknir fullt af persónulegum munum.  Ég er í sjokki yfir ósvífni fólks!   Er svo reið.. hvað er það sem fær fólk til að gera svona hluti??? 

  Ég var upp í bústað á laugardaginn og við sáum einmitt bíl koma keyrandi um eittleytið um nóttina - að bústaðnum og snúa svo við.  Svo kom hann aftur..og snéri við.  Mjög óeðlilegt þar sem bústaðurinn er sá innsti á þessu svæði og vegurinn endar þar.  Það á enginn leið þarna um nema í bústaðinn.  Við skildum ekkert í þessu.  Kannski þarna hafi verið þjófarnir á ferð?

Þetta er í annað skipti sem að þjófar heimsækja foreldra mína.  Fyrra skiptið var þó heldur verra, þá var brotist inn á heimili þeirra í Reykjavík og rústaður bílskúrinn.  Helt niður málningu, olíu, ja bara öllu sem hella mátti niður.  Man ekki hvað var tekið ..en sem betur fór náðust þjófarnir sem reyndust vera tvær ungar stelpur sem höfðu strokið frá Stuðlum! Eyðileggingahvötin var þvílík! En þar hefur spilað inn í andlegt ástand stelpnanna en það er nú önnur saga.

 Alla vega er ég fokfond og öskureið núna.. þvílíkur dónaskapur að ráðast svona inn í hýbýli ókunnugra og stela persónulegum hlutum sem eru eigendunum kærir. 

 

 


Það er yndislegt að ganga á Esjuna

Ég er ánægð með hvað hefur orðið mikil aukning á  áhuga íslendinga á hreyfingu og útivist.  Allstaðar eru Esjuklúbbar, það er td. einn hjá okkur í World Class. 

 Ég held að þessi áhugi sé mér í blóð borin, hef alltaf verið mjög mikið fyrir útivist og hreyfingu.  Frá því að ég man eftir mér.  Samt fór ég í fyrsta skiptið á ESJUNA í fyrrasumar.     Hafði aldrei farið áður.  Og mér fannst það svo rosalega  gaman að ég ákvað að fara allar helgar það sumarið.  En fór reyndar bara þrisvar.  Alltaf eitthvað sem kom upp á.  En ætla að fara MJÖG fljótlega á Esjuna aftur. 

Mæli með Esjugöngu.  Það er svo gaman að ganga þessa leið, vera með eitthvað gott á brúsa ( kakó, kaffi) eða bara kaldan orkudrykk.  Taka smá pásu þegar komið er að læknum, fá sér að drekka  og klára svo gönguna upp á toppinn.  Smá klifur þarna í efstu hlíðunum..en bara gaman.  Útsýnið er glimrandi fallegt af toppnum í góðu veðri.  Stórkostlegt 

Svo tekur það skemmtilegasta við gönguna við..og það er hlaup niður hlíðar Esju..hlaupa án þess að stoppa alla leið niður.  Ekkert smá gaman og mikið adrenalínkikk!!  En mæli ekki með því fyrir þá sem eru með slæm hné.     

Esja001

mbl.is Esja eftir vinnu og á Jónsmessunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarbústaðaferð og myndir

SumarbústaðurinnYndisleg helgi að baki.    Fékk þá flugu í hausinn á laugardaginn að mig langaði upp í bústað.  Skrýtin þessi þörf sem kom yfir mig.  Ég var svo afslöppuð og sveitin togaði í mig - fast!   Ég tékkaði á hvort bústaðurinn væri laus og það var hann - en maður veit svo sem aldrei, mínir yndislegu foreldrar hefðu alveg eins hætt við að fara fyrir okkur systkinin Woundering.

Skelltum í tösku, hentum barni og hundi út í bíl,  versluðum grillmat og gúmmílaði og brunuðum upp í bústað.  Þvílíkur ró og friður í bústaðinum.  Vá hvað ég naut þess. 

 Lúkas litli Þetta var í fyrsta sinn sem Lúkas (hvolpur) kemur með  okkur og það var áberandi hvað hann var Fallegasturrólegur í bústaðnum alveg eins og við .  Honum leið greinilega jafnvel og okkur á þessum stað.

 

Á þjóðhátíðardaginn vöknuðum við mjög snemma, létum renna heitt í pottinn og skelltum okkur í hann.  Veðrið var æðislegt, algjört logn og um 15-16 stiga hiti.  Sól  öðru hvoru.  Við Olli vorum í tvo tíma í pottinum ( með smá hléum).  

Olli með bleika boltanÍ sólbaði

Að klöngrast undir rafmagnsgirðingu

Að halda stjórninniHahaha

Olli í fjörunni í Hvalfirði

Á leið í fjöruna

Lúkas flotti

Helgi stóri og ..

Að skoða rauða kónguló

 Fórum svo öll í göngutúr niðrí fjöru þar sem hundurinn fékk að hlaupa og Olli skoðaði rauðar kóngulær á steinunum.  Hitinn var þá kominn upp í 18-20 stig.    

Vorum komin í bæinn um kl. 18:00. Misstum af öllum herlegheitunum í miðbænum en ég græt það svo sem ekki.  Við hefðum ekki getað eytt þessari helgi betur.   Joyful  Íþróttaálfurinn

ÁFRAM ÍSLAND!  (horfði á leikinn í gærkvöldi og er svooo stolt)


Bréf frá Hr. Tippi:

Í tilefni klámumræðunnar:   

Ég, herra Tippi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi
rökstuðningi:

Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði. Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég
tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.

Virðingarfyllst: Hr. Tippi


Svar frá stjórn:

Kæri Hr. Tippi.
Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftiröldum ástæðum:
Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í
vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf
skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei af skarið í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraanum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af stöfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífellu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.

Virðingarfyllst: Stjórnin  tippalingur

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband