Hata Lúpínu ..

..segja sumir.  Skil það ekki.  Ég elska þessa fallegu nánast fjólubláu jurt.  Þvílíkt hvað hún lífgar upp á landið.   

Svo getum við farið að búa til Lúpínuseyði eins og hann Ævar í Kópavogi.    Lúpínuseyði styrkir ónæmiskerfið og er því vörn gegn krabbameini. 

"Rannsóknir hafa sýnt að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram. Jafnframt jókst fjöldi svokallaðra T-drápsfruma hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum, en þessar frumur sjá einkum um varnir líkamans gegn veirusýkingum og æxlismyndun.

Rannsóknirnar styðja þá reynslu að lúpínuseyðið geti styrkt ónæmiskerfið og meðal annars hjálpað þeim sem eru í lyfjameðferð við krabbameini. "Tekið af vísindavefnum.

Ég vil meiri Lúpínu!

Lupina


mbl.is Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammal ter i tvi..... hver getur set sig a moti sma lita her og tar um landid i allri audninni....

Stormur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:18

2 identicon

Mér finnst einmitt svo svakalega flott að sjá þessar breiður af fallegum bláum blómum svo ég vil bara meira af henni.

Sibba (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:30

3 identicon

Já mikið er ég sammála þér. Lúpínan er einstök í sinni röð og hægt að benda á margt því til stuðnings að við eigum bara að leyfa henni að vaða um þar sem hún vill, því einhverra hluta vegna hverfur hún með tímanum og eitthvað annað tekur við. Að það verði einhver ein tegund alsráðandi eftir það er tóm vitleysa í þessum manni sem telur sig vera vistfræðing. Hann hefur greinilega ekki komið mikið austur á land þessi góði maður. Vegurinn að Hallormsstaðaskógi var yfirtekinn af lúpínu rétt uppúr 1970 maður sá hana vaða yfir allt þarna en hvað sér maður í dag Lúpinan er hverfandi og við hafa tekið grasi gróin engi. Eins er hægt að benda á túnin neðan við þjóðveg undir Eyjafjöllum. Þar var áður sandauðn en er í dag vel gróin tún og engi. Þessa einstöku plöntu sem ekki verður hægt að losna við í bráð skulum við friðlýsa landi til gagns og nauðsynjar. Við getum skoðað tilraunaverkefni Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar söndunum austan Víkur í Mýrdal. Þar sýnir þessi planta svo einstakan dugnað að engin íslensk jurt kemst í hálfkvisti við Lúpínuna. Lofum Lúpínuna.   

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:33

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir söngin hjá ykkur.. Falleg jurt og mjög svo nytsöm í okkar hrjóstruga og gróðursnauða landi !

Lifi lúpínan.

Óskar Þorkelsson, 27.6.2007 kl. 14:29

5 identicon

Ég hef aldrei skilið af hverju lúpínan hefur svona neikvæðan stimpil á sér hjá sumum ... ég er á þinni línu - hef samt aldrei smakkað seiðið. Hefði eflaust gott af því núna

Kærar kveðjur úr norðri! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég elska lúpínu. Hún gerir landið fallegt og svo hefur hún lækningarmátt eins og þú segir. Ekki skemmir það. Var einmitt út á hól á miðnætti í gær og tók mynd af þeim. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.6.2007 kl. 16:21

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sumir umhverfissinnar líta á lúpínuna sem illgresi ... mér finnst hún ÆÐI! 

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 19:10

8 Smámynd: mongoqueen

Ég elska lúpínur 

Hún lífgar svo uppá allt í náttúrunni.

mongoqueen, 27.6.2007 kl. 19:42

9 identicon

Elska sko líka lúpínur ! Go lúpínur...go lúpínur...!!

Melanie Rose (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Ólafur fannberg

lúpiur eru flottar

Ólafur fannberg, 27.6.2007 kl. 22:44

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er greinilega á réttum stað...áfram lúpínur. En að vísu er ekki gott ef hún kæfir berjaland eins og ég sá einhvern bloggara halda fram, en það hef ég samt aldrei séð sjálfur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 23:39

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Lúpínur og gleym mér ei eru fyrstu blómin sem ég man eftir og þykir mér þau enn með þaim falllegustu í dag.Og víst hefur Lúpínan lækningamátt

Solla Guðjóns, 28.6.2007 kl. 18:09

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mér finnst rosalega fallegt að sjá stór landsvæði þakin lúpínu en einhverjum þykir þetta slæmt þar sem þetta eyðir öðrum gróðri....held ég.

Björg K. Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 21:26

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já ég held við getum bera verið stolt af lúpínubreiðunum. Hrjósrugir melarnir sem þær vaxa á voru flestir vaxnir þéttum viði og gróðri fyrri landnám þar til við beittum á þá sauðfé, hjuggum í eldinn og brenndum til að beita fé á gras, gróðurþekjan rofnaði og jarðveginn tók að fjúka í burtu. Hvað ætla menn að varðveita? hvað ætla menn að endurheimta? Hróstruga og bera mela og tilheyrandi eyðumerkurgróður norðurhajarans sem við bjuggum til með ofbeit og hrísbrennslu, eða volduga gróðurþekju og jarðvegsmyndun landnámstímans?

Manngerð eyðimörk með norðurhjara-eyðimerkurgróðri af völdum ofbeitar og kjarrbruna manna og moldfoki, er ekkert náttúrlegra ástand á Íslandi en lúpínuþekjur með fjölgandi trjám á milli og jarðvegsmyndun sem þeim fylgir.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.7.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband