Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Talking to me???
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
*hóst* .. þetta var sem sagt stjörnuspá dagsins í dag fyrir mitt merki!
En hvað !? Er verið að ýja að því að ég sé að halda framhjá? Eða á góðri leið með það?? Hvurslags er þetta eiginlega.
ÉG á semsagt að vera á varðbergi gagnvart ókunnugum mönnum, ekki þiggja neitt frá þeim..og ja, ekki láta mig dreyma um að leggja lag mitt við aðra karlmenn, hversu spennandi og sjarmerandi sem þeir kunna að vera.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Ótrúlegt!
Ég hef alla tíð haldið að kínverjar væru mjög lágvaxið fólk. Þess vegna kemur það mér mjög á óvart að hæsti maður heims sé KÍNVERJI!
Kannski eru kínverjar ekkert lágvaxnir , kannski er það bara misskilningur hjá mér að kínverjar séu eitthvað lágvaxnari en td. evrópubúar. Veit ekki hvar ég fékk þessa flugu í höfuðið en ef einhver er fróður um þessi mál þá má sá hinn sami endilega fræða mig betur.
Kínverjinn sem um ræðir er ekki lágvaxinn, síður en svo , heldur 2,36 metrar á hæð. Eiginkona hans er hins vegar svipuð mér á hæð eða 1,68 cm. og er það nú bara meðalhæð á kvenfólki yfirhöfuð.
Ég læt svo fylgja með mynd af einu krúttlegasta dýri jarðar, ættuðu frá Kína.. Pandabirninum.
![]() |
Hæsti maður heims giftir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Ég var KLUKKKUÐ!!
Af Ollasak og Jórunni! Og nú þarf ég að standa mína plikt. ÉG á að segja frá átta staðreyndum um sjálfa mig. Og ég á að nefna átta bloggfélaga sem ég ætla að klukka! Og hér koma þeir :
Og Ollasak sem startaði þessu ;)
Og Jórunn sem startaði þessu líka ;)
8 Staðreyndir um sjálfa mig!
1. Ég er mjög mikill dýravinur og þegar ég var unglingur hataði ég alla menn og elskaði BARA dýr.
2. Ég hef gífurlega þörf fyrir að hreyfa mig og líður sem í spennutreyju ef ég er veik heima.
3. Ég er mikill náttúruunnandi og líður hvergi betur en í óspjallaðri náttúru
4. Ég á þrjá stráka og einn skáson
5. Það eru fjórtán ár á milli yngsta barns og næstyngsta barns.
6. Ég átti eitt sinn hest sem hét Sleipnir, hann var felldur í fyrrahaust, líklega 33 vetra gamall!
7. Ég ætlaði alltaf að verða bóndi og fara í bændaskólann á Hvanneyri.
8. Ég er með óþolandi kæk, að bora spennu upp í eyrað á mér þegar ég les.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Ertu maður eða mús...eða kannski rotta?
Maðurinn á myndinni sem fylgir þessari frétt heldur á ....rottum? Eða eru þetta svona stórar mýs..hm.. Ég heyrði í fréttum áðan ( meðan ég var að elda) að verið var að tala um rottufaraldur, náði ekki hvar en er eitthver misskilningur í gangi? Rottur og mýs eru nefnilega ekki sama dýrategundin. Eða eru þessar fréttir ekkert tengdar, kannski er rottufaraldur eitthversstaðar annarstaðar...
![]() |
Óvæntir gestir með flóðunum í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júlí 2007
Fólk sem stjórnast af peningum.
Mikið eigum við gott að búa á litla Íslandi. Þetta er dýrt land og oft á tíðum ófjölskylduvænt en kostirnir eru fleiri myndi ég segja.
ÉG finn svo til með foreldrum barna sem er rænt að hjarta mitt er að rifna. Ég get ekki lýst því öðruvísi. Grimmt tilfinningalaust fólk sem hugsar ekki um annað en peninga og svífst einskins til að afla þeirra, það er nóg af því í heiminum. Því miður.
![]() |
Krefjast lausnargjalds fyrir þriggja ára stúlku sem var rænt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 7. júlí 2007
HETJA!!!!!
Eins og ég segi ... það er varla að ég nái yfir laugardalslaugina, nei kannski of sterkt til orða tekið en samt...
Mætti ég þá heldur biðja um þetta:
![]() |
Benedikt reynir sund yfir Ermarsund í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. júlí 2007
Hann er brjálaður!!
Ég myndi ekki einu sinni synda frá nauthólsvík yfir í Kópavoginn, ekki þó mér yrðu boðnar margar millur fyrir!!!!
![]() |
Benedikt varð að fresta sundinu fram á kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Sólbaðsveðrið búið..þá get ég farið að gera eitthvað!
Er eiginlega fegin að það er ekki sólbaðsveður í dag. Ég er sólarfíkill af guðs náð og kem engu í verk þegar að hún skín.
En nú ætla ég á æfingu, fara með yngsta strákinn í klippingu, skreppa í vinnuna ( er í fríi) að ná í bók sem mig vantar, fara að prufukeyra bíl, kaupa viðarlit í Húsasmiðjunni, bera á borð sem ég reyndar bar á í gær með öðrum lit (ófyrirsjáanlegar hroðalegar afleiðingar) ofl. ofl....
Skýin gleðja mig í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Ég þekki íslendinga þarna!
Mér dauðbrá að lesa þessa frétt þar sem ég þekki íslenska fjölskyldu sem fór frá íslandi á frönsku Rivíeruna sl. Sunnudag og ættu því að vera þar núna.
Nú þekki ég ekki vel til þarna og veit ekki hvað þetta er stórt svæði en mikið vona ég innilega að þessi fjölskylda hafi sloppið vel, og ekkert ami að því fólki.
![]() |
Ferðamenn flýja skógarelda á frönsku Rivíerunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Hamingjudagar á Hólmavík
Ég og mín fjölskylda skruppum til Hólmavíkur um helgina. Hálft í hvoru til að keyra Aron ( miðstrák) því hann ætlar að vera þar í Júlí, en líka til að þiggja heimboð frá minni yndislegu fyrrverandi tengdó, henni Finnu. Það hittist svo vel á að það voru "hamingjudagar á Hólmavík", skemmtun sem er haldin núna í þriðja sinn.
Komum til Hólmavíkur um þrjú á laugardeginum og þá var orðið frekar kalt. Það var 20 stiga hiti í Hrútafirðinum en inn á Hólmavík aðeins 11 gráður. Farið að blása úr Norðri og svo kom þokan og þá varð enn kaldara. En skemmtunin var frábær og ég hef aldrei séð bæinn svona fallegan. Skreytingar á hverju húsi, þema í hverju hverfi.. bæði litaþema og hjartaþema..ofl. Ótrúlega flott.
Um kvöldið skruppum við á listasýningu, það var reyndar búið að loka en á Hólmavík þekkjast allir og við hittum manninn með lyklana fyrir utan húsið, hann hleypti okkur inn og við fengum einkasýningu út af fyrir okkur. Kökuhlaðborð var svo á túninu þar sem skemmtunin var ( í miðri Hólmavík) og þar voru sko kræsingarnar! Allar konurnar í bænum höfðu lagst á eitt og bakað og þær kunna sko að baka!
Hvað ætli hafi verið margar tertur þarna..örugglega um 30-50 stk. Því miður var mér svo kalt að ég varð að hlaupa með kökudiskinn minn inn í bíl, skjálfandi af kulda. Þar drakk ég kaffið mitt og borðaði dýrindis kökurnar.
Fórum ekki á ballið, heldur bara snemma að sofa og vöknuðum um níuleytið á sunnudeginum. Yndislegt að sofa í kyrrðinni í sveitinni. Ákváðum að skreppa í sund á Laugarhól í Bjarnafirði. Er ekki viss en ég held að þar sé starfræktur skóli á veturnar en hótel á sumrin. Það var alla vega svoleiðis en veit ekki hvort það sé ennþá skóli þarna á veturnar.
Þessi laug er yndisleg. Sundlaug í sveitasælunni. Og það sem er svo skemmtilegt við hana er að þar er heitur lækur og uppspretta sem nýtist sem heitur náttúrulegur pottur. Mæli með þessari laug fyrir náttúruunnendur. Á eftir fengum við okkur fiskisúpu á hótelinu hjá fransmanninum sem rekur hótelið. Dásamlega góð súpa og 100 % þjónusta. Við vorum reyndar bara ein á veitingastaðnum fyrir utan hjón sem voru bara að fá sér kaffi. Ég heyrði að hjónin hrósuðu kaffinu mikið.
Við lögðum af stað til Reykjavíkur eftir kvöldmatinn ( lambalæri al'a Finna) og sluppum við mestu umferðina. Lúkas og Olli sofnuðu um leið og við keyrðum úr hlaði og sváfu alla leið til Reykjavíkur. Þreyttir eftir frábæra ferð.
Olli að gefa lambi að drekka
Olli að "þykjast" tala í símann..í sveitinni.
Ótrúlega snöggur þessi litli hundur :)
Tekið á leið heim.. á Strandveginum í Grafarvogi.
Tekið á tröppunum heima (stóðst þetta ekki) "Stækkið" (Tvíklikka og svo aftur :)
Fallegur endir á fallegum degi. "Stækkið"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)