Færsluflokkur: Dægurmál

Fjármálaráðgjöf - segðu upp líkamsræktarkortinu!?

workingymGetur verið að þetta sé satt?  

'Eg var að heyra að það fyrsta sem fjármálaráðgjafar segja fólki að gera í kreppu er að segja upp líkamsræktarkortinu.  Þeir vilja meina að fólk geti frekar farið út að ganga/skokka í stað þess að eyða pening í líkamsrækt.   Auðvitað er gott og gilt að fara út að ganga.  En það er svo mikið innifalið í  að fara í líkamsrætarstöðina. Öll fjölbreyttnin og síðast en ekki síst félagskapurinn. 

Ég vona að það sé ekki algilt að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki þetta. Að rækta líkama sinn er líka að rækta sálina og andann.  Og ekki er félagskapurinn síður mikilvægur. Komast út úr húsi, hitta annað fólk og spjalla um daginn og veginn.  

Líkamsrækt er besta og árangursríkasta leiðin til að láta sér líða betur andlega, það er engin bábilja og þekki ég það vel af eigin reynslu. 

En hvað finnst ykkur?  Er líkamsræktarkortið það fyrsta sem myndi fjúka hjá ykkur? Og  þekkið þið það af eigin raun - að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki að segja upp líkamsræktarkortinu sínu?

4_hrs_gym-1   "- ég stóðst ekki þessar myndir .. Wink"

 


Gamlar myndir teknar í Svíþjóð

Mamma var að senda mér yndislegar gamlar myndir, teknar ck. 1970-1973. Verð að birta þær hér .  Þetta eru myndir teknar í Lundi - Svíþjóð.  Mamma með Kalla bróðir, mamma í vinkonuhóp og svo ein af Kalla krúttbróðir. 

Mamma með Kalla bróðir í Svíþjóð Mamma ásamt vinkonumKalli bróðir ck. eins árs


Hallgrímur alltaf góður

Hallgrímur HelgasonÞessa bók þarf ég að lesa.  Ein af fyndnari bókum sem ég hef lesið er 101 Reykjavík og vona ég að þessi sé ekki síður fyndin. Hallgrímur er með fyndnari mönnum þegar hann tekur sig til. Ekki veitir manni af smá hlátri á þessum tímum þegar hver fréttin slær annarri við í svartsýnisböli.  

 

Umfjöllun : "Ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar, sem kemur út á þriðjudag, fjallar um leigumorðingja króatísku mafíunnar í New York, Toxic að nafni. Hann neyðist til að flýja Bandaríkin og fyrir röð tilviljana endar hann í flugvél á leið til Íslands. Við komuna til Keflavíkur lendir mafíósinn í fangi íslenskra trúboðshjóna sem halda að hann sé amerískur sjónvarpsprestur kominn til að predika á sjónvarpsstöð þeirra, Amen.

Fyrsti kafli bókarinnar, sem heitir 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, birtist í Lesbók Morgunblaðsins á morgun."

 Hljómar vel ekki satt ? Smile


mbl.is Hallgrímur Helgason skrifar um króatískan leigumorðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraustlegra kynlíf

366512269_071e81bcbdNú skal tekið  á því, komið að MÉR að leggja meira á mig.  Kallinn getur slakað  á meðan ÉG erfiða í rúminu.  Það er komin krepputíð.  Meira , oftar og betra fyrir kallinn W00t.  Hehe..

 Nú verður líka skúrað skrúbbað og bónað alla vega þrisvar  í viku.  Húsið verður gljáandi hreint .. !   Og svo fer ég með  hundinn út á HVERJUM degi , hvernig sem viðrar og lengi klukkutíma göngutúrinn um hálftíma. Bæti við æfingum í ræktinni.  Fer á Esjuna alla vega einu sinni í viku ef ekki oftar.  Ekki það að mér þyki þetta leiðinlegt (nema skrúbbið og bónið) en allt til varnar brjóstakrabba að sjálfsögðu.  Whistling

Frábærar fréttir, reyndar var vel vitað að líkamsþjálfun styrkir ónæmiskerfið en ekki hafði maður hugmynd um að þjálfun  minnkar líkur á brjóstakrabbameini.

Tek ofan fyrir þessu!

walking-dog-lady

DSC07475_w

 

mbl.is Að taka hraustlega á því minnkar líkur á brjóstakrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var ég þá með?

16sickHm....Ég taldi víst að ég hefði fengið inflúensuna. Fyrir tveimur vikum síðan veiktist ég hastarlega, fékk í hálsinn, rauk upp í hita og beinverkjum og varð að fara heim úr vinnu. Fékk heiftarlega barkabólgu og var með hita í 6 daga, oft háan.  Mætti í vinnu viku seinna alls ekki orðin góð. Og þetta var ekki búið því upp úr þessu fékk ég bronkítis sem ég stend enn í tveimur vikum seinna. 

Ef ekki inflúensan hvað þá.....Kreppusótt?


mbl.is Inflúensan ekki byrjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýs frekar Piparkökulagið

Þegar piparkökur bakast .. það er nefnilega með rétta taktinum. Hvort sem maður hnoðar deig eða bringu.       Og svo eru að koma jól...  

 

hjartahnoð

 

Piparkökubakaravísur

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðið yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló sykurs
saman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið 
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið 
og breiða það svo út á fjöl.

Thorbjörn Egner

 



mbl.is Bee Gees hollir hjartanu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á æfingu í Laugum.

478050ASkyldi ekki hvaðan ég kannaðist við svipinn á Kauða. 

En allt í einu kviknaði ljós, hef séð hann í Laugum á æfingu  í fylgd Eli Roth og Quentin Tarantino. Minnir meira að segja að þeir hafi oft komið saman.  Myndarmaður. 

 

 DEAN


mbl.is Hver var þessi maður með Anitu Briem?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir úr Skarðsvík

Yndislega fallegur staðurMér finnst Skarðsvík svo skemmtilegur og fallegur staður. Þar er sko hægt að busla í sjónum og leika sér í gulum sandi. Var á ættarmóti á Hellissandi í fyrrasumar, læt fylgja nokkrar myndir úr Skarðsvík sem teknar voru þá.

 

 

 

 

 

 

Sjórinn fallegur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Skarðsvík

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sandur og sjór

 


mbl.is Buslað í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af kisunni

Ég elska svona fréttir.  Þar sem allt endar vel.  Það er ekki of mikið af góðum fréttum í heiminum.

Kisa litla festist undir baðkari og fannst eftir 7. vikur.  Hlýtur að vera kraftaverk að kötturinn hafi lifað þetta af.  En hún hlýtur að hafa náð sér í vatn, hún getur ekki hafa lifað þetta af vatnslaus.

Og hér er mynd af kisu og eigandanum:

21kciud


mbl.is Enginn aukvisi þessi kisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fjórtán né sextán.

HeKexin3360_386743aHún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en níu ára!  Annars myndi ég ekki kalla þetta barn "fimleikakonu", frekar fimleikabarn eða fimleikastelpu.

Mér hrýs hugur við allar æfingarnar sem þessi stelpa hefur gengið í gegnum.. Það var þáttur í sjónvarpinu um daginn um kínversk börn sem eru sett í þjálfunarbúðir MJÖG UNG, því miður missti ég af þeim þætti en heyrði talað um hann og lýsingarnar voru skelfilegar.  Börn sett í þjálfunarbúðir tveggja ára, fengu ekki að koma heim til sín í mörg ár og fl. og fl.  Þessi börn fá ekki að vera börn.   

Stórkostleg fimleikastelpa engu að síður!

 


mbl.is IOC rannsakar aldur fimleikastúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband