Færsluflokkur: Dægurmál

Eurovision og Úlfarsfell um helgina..tvisvar!

Davíð í verkfæraskúrnumÞá er þetta allt of langdregna eurovision búið , hér á íslandi að minnsta kosti.  Sjónvarpið dró úrslitin í lengstu lög..haha.. ( í lengstu lög).  Davíð bróðir minn var einn  af þeim hundrað og eitthvað sem sendu lög í keppnina og einn af fáum sem komst í gegn..   Mér fannst lagið hans æðislegt..svolítið skandínavískt, hefði geta verið frá Dönum eða Svíum.  Fannst lagið ekki fá þá athygli sem það átti skilið.  En bróðir minn er sáttur, hann komst þó þetta langt. 

 

eurobandidThis is my life - lagið sem vann, er hresst, skemmtilegt og töff..góðir söngvarar en eins og mörgum þá líkaði mér ekki kommentið sem Friðrik Ómar þurfti endilega að koma frá sér þarna í lokin upp á sviðinu. Hann hefði verið meri maður ef hann hefði þakkað fyrir spennandi keppni en nei.. í staðinn þurfti hann að "sparka í liggjandi mann". 

Nenni svo  ekki að tala meira um eurovision. 

 

úlfarsfellið fagraÉg fór með hundinn minn "litla hundspottið" á Úlfarsfell á laugardaginn.  Þetta er auðveld leið að ganga, fjallið er aflíðandi og ekki of bratt , nema efst - þar er smá bratti og ég hélt meira að segja á hundspottinu mínu niður því  ég var hrædd um að hann myndi fljúgja niður brattann í öllum æsingnum.  

Hljóp svo alla leið niður fjallið  í snjónum  með hundinn á hælunum og fannst svo hrikalega gaman að ég fór aftur á sunnudagsmorguninn.  Veðrið var  yndislegt, 4 stiga frost en sól og nánast logn.  Og rosalega er fallegt að horfa yfir borgina og sundin blá ofan af Úlfarsfellinu.  

 

 

Kommúnan í Borgarleikhúsinu

Ég er enn á lífi.  Veit upp á mig sökina, er búin að vera skelfilega löt við að blogga.   Er komin á Facebook og hef notað allan dauðan tíma þar Tounge.  En nú langar mig að blogga örlítið um leikritið sem ég sá um síðustu helgi.

Ég fór sem sagt á forsýningu á "Kommúnan", sýnt í Borgarleikhúsinu.  Sviðsmyndin var skemmtilega sett upp, á miðju gólfi og áhorfendabekkir á móti hvor öðrum. Ég sat á fremsta bekk og því nánast inní sviðsmyndinni. gael-garcia-bernal Gat stundum snert leikarana ( lét það þó vera) og einu sinni sparkaði Gael Garcia Bernal í fótinn á mér ( óvart þó) ..ekki fast þó en ég hefði ekkert grátið þó ég hefði fengið marblett.  Hefði sýnt hann öllum og montað mig á því hver gaf mér hann Heart.  Það kom mér reyndar mikið á óvart hvað hann er lágvaxinn.  Ekki nema 170 á hæð ef hann nær því þá. En hann er stórkostlegur leikari og var æðislegur í hutverki sínu sem Salvatore. 

Ólafur Darri var æðislegur í hlutverki barnslega einlæga hippans Georgs sem mátti ekkert aumt sjá, Árni Pétur Gunnarsson var geggjaður í hlutverki miðaldra hommans Ragnars, Nína Dögg var mjög sannfærandi sem Anna lesbía, spænska leikkonan Elena Anaya sem lék Lenu kærustu Georgs var frábær..já og allir hinir leikararnir sem ég tel ekki upp skiluðu hlutverkinu vel af sér. 

 Ég og vinkona mín sem fór með mér á leikritið við skemmtum okkur konunglega.  Seinni hlutinn var mun betri en fyrri hlutinn fannst okkur, og við svifum nánast út úr salnum í gleði hippafílingsins þegar leikritið var búið.

Tónlistin var skemmtileg, gömul hippatónlist og vinylplötur í bland við reykmettað umhverfið gáfu hippa-hassstemningu eins og hún gerist best ( að ég held).

Búningarnir voru geggjaðir, ekki laust við að mig langaði í ljósbláu útvíðu gallabuxurnar með blómamunstrinu sem Salvatore klæddist og hippamussuna sem Anna var í . 

5921-largeKommúnan er byggð á sænsku myndinni "Tillsamans" sem vildi svo vel til að ég var búin að sjá sem gerði þetta enn skemmtilegra Smile. Sú mynd var virkilega góð og ekki fannst mér Kommúnan síðri.

Mæli þvílíkt með þessu leikriti ef fólk hefur hug á því að skemmta sér vel.  

Kommúnan
Leikstjóri:Gísli Örn Garðasson

  
Leikgerð Gísli Örn Garðarsson

Nýja sviðið
Frumsýnt 21.febrúar 2008

Við erum stödd á Íslandi 1975. Húsmóðirin Elísabet flýr undan drukknum ofbeldishneigðum eiginmanni sínum Róberti, ásamt dóttur sinni Evu, á náðir bróður síns sem býr í hippakommúnunni "Gleymmér ei" á milli Selfoss og Hveragerðis. Í kommúnunni búa auk bróðurins Georgs og Lenu spænsku kærustu hans, Anna sem er nýorðin lesbía, Franco hatarinn Salvatore og sonur þeirra Tet, miðaldra homminn Ragnar og ofstækisfulli uppreisnarsinninn Eiríkur. Þetta er litríkur hópur sem vegsamar frelsið og fyrirlítur efnishyggju og smáborgarhátt.
Þrátt fyrir frelsið gengur misvel fyrir hópinn að búa saman, þau rökræða um flesta hluti og eru ekki alltaf sammál en allir eiga að brosa í "Gleym mér ei".
Kommúnan er skemmtilegur gamanleikur með dökkum undirtón unninn upp úr verðlauna myndinni Tillsammans eftir Lukas Moodysson.

Leikarar:
Atli Rafn Sigurðsson, Árni Pétur Guðjónsson, Elena Anaya, Gael Garcia Bernal, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Urður Bergsdóttir/Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir, Rafn Kumar Bonifacius/Aron Brink.

Listrænir stjórnendur
Aðstoðaleikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson
Hljóð: Jakob Tryggvason
Ljós: Halldór Örn Óskarsson
Leikgervi: Sigriður Rósa Bjarnadóttir
Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir
Tónlist: Karl Olgeirsson
Leikmynd: Börkur Jónsson
Leikstórn: Gísli Örn Garðarsson

Sýningin er samstarf Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
 

Egilsstaðir - Reykjavík?

Tommy Lee veðurtepptur á Egilsstöðum...hahaha..eða svona næstum því! Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þessa frétt. Töffarinn hann Tommy Lee var í flugvél Icelandair sem ekki gat lent á keflavíkurvelli sökum veðurs. Og lenti því á Egilstöðum. Ætli hann hafi haldið að Egilsstaðir væru Reykjavík? Muhahaha...

tommy-lee-005

 


mbl.is Tommy Lee alsæll á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru 26. ár síðan ..

Mvc-010f.. ég var farþegi í bíl þar sem bílstjórinn missti stjórn á bílnum og bíllinn vafðist utan um ljósastaur.  Þetta gerðist á Sæbrautinni.  Bílstjóranum tókst að komast úr bílnum en klippa þurfti bílinn í sundur mín megin til að ná mér út. 

Var flutt stórslösuð á slysadeild.  Ég held ég geti vel fullyrt  að þetta slys sé það sem hefur haft sem mest áhrif á líf mitt.    Fæ alltaf í magann þegar ég les um bílslys og þetta minnti mig nokkuð á. Gott að ökumaðurinn slapp vel í þessu tilfelli. 


mbl.is Slapp ómeiddur eftir árekstur við ljósastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau hafa laðast hvort að öðru vegna ...

þess hvað þau voru lík. Hafa heillast af hvort öðru við fyrstu kynni. Sorglegt mál samt sem áður, hlýtur að vera mjög mikið áfall fyrir þau að komast að hinu sanna um hvort annað.

Tvíburasystkinin voru aðskilin við fæðingu og ættleidd af sitthvorum fósturforeldrunum.
Hittast fyrir tilviljun síðar á lífsleiðinni, heillast hvort af öðru og ganga að endanum í hjónaband.
Þetta er svakalegt..aumingja fólkið.


mbl.is Aðskilin tvíburasystkini giftust hvort öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!

New_Years_ToastÓska öllum ættingjum, vinum og kunningjum nær og fjær gleðilegs árs og friðarHeart

Það sem stendur upp úr á árinu er og ekki endilega í þessari röð:

1.Ég útskrifaðist úr ÍAK um vorið. 2.Fengum nýjan fjölskyldumeðlim  - Lúkas! 3.Tók við námskeiðinu "Líkami fyrir lífið fyrir konur í WorldClass. 4.Tók þátt í Fitness í fyrsta skiptið.  Sýndi þar með og sannaði fyrir sjálfri mér að ég "get ef ég vil". 5. Olli missti barnatennur og fékk fullorðinstennur. 6. Ferðaðist ein til Danmerkur á vegum vinnunnar. 7. Fór til Rómar. 8. Fór til Svíþjóðar með fjölskyldunni í heimsókn til pabba og mömmu í nýja raðhús fjölskyldunnar þar. 9. Ferðaðist með ömmu til Svíþjóðar. Gleymi eflaust eitthverju, en mér finnst árið hafa verið viðburðarríkt og yndislegt.  

IMG_2184

IMG_2182


Jú þetta passar nær alveg.

Gamlárs

„Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld." Er ekki alltaf kalt á Íslandi á gamlárskvöld?

" Þeir kalla það Gamlarskrold" Já við köllum það gamlárskvöld, ekki alveg rétt skrifað en þó nærri lagi.

"heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum." Það eru partý út um allt á gamlárskvöld og ef stemning er fyrir hendi þá er pottþétt einhverjum hressum ferðamanninum boðið inn. Út um alla borg eru brennur (varðeldar) og eflaust eru einhverjir sem hafa gaman af því að klæða sig upp í álfabúning þótt flestir bíði með það fram á þrettándann.

"Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12." Ef himininn er heiður í Reykjavík þá er bara alls ekkert ólíklegt að sjáist í norðurljós.

Þetta stenst næstum allt. Wink

Á vefsíðu tímaritsins Yes Weekly í Nýju-Karólínu í Bandaríkjunum eru nú taldir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða áramótunum. Reykjavík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Brasilíu, Amsterdam í Hollandi og fleiri heimsþekktum borgum.Þegar lesin er lýsingin á því hvernig Íslendingar halda upp á gamlárskvöld læðist þó að íslenskum lesanda sá grunur, að ritstjórar Yes Weekly styðjist ekki við traustustu heimildir. Lýsingin er eftirfarandi:„Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staðurinn? Það hlýtur að vera. Þeir kalla það Gamlarskrold og heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum. Alveg eins og í Hringadróttinssögu. Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12."


mbl.is Íslendingar í álfabúningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar jólamyndir

Lúkas í snjónum á jóladag Annar í jólum og ég er búin að fá leið á konfektinu. Ég gjörsamlega "datt" í konfektið þessi jólin og hef ekkert étið nema konfekt og reykt kjöt! Og svo hef ég varla hreyft á mér rassinn. 

FootinMouth Fór aðeins út með hundinn í gær en þá kom akkúrat skafrenningu svo sást ekki út úr augum svo við Lúkas fórum nú ekki langt. Annars eru þetta búin að vera jól eins og jól eiga að vera. Yndisleg alveg. 

Við fjölskyldan höfum haft það með eindæmum gott.  Læt fylgja með nokkrar myndi og gleðilega jólarest kæru vinir Smile

 

Jólatréð 2007 á Básbryggjunni

 

Ég að fara á jólahlaðborð













Lúka Aron og Olli

GLEÐILEG JÓL ELSKU VINIR!

IMG_2155

Á þessum tíma á morgun verðum við að borða jólamatinn heima hjá foreldrum mínum. Ég hlakka til sem aldrei fyrr :).

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla kæru vinir ..vona að þið hafið það yndislegt á jólunum og að jólin verði friðsæl hjá okkur öllum ...kossar og jólaknús!!! Þið eruð frábær!!HeartHeart

 

 

Þessi mynd er tekin af Lúkasi áðan, þar sem hann lá  í sófanum og lék sér  að skó sem er á lyklakippu Tounge 


Sonur minn er með lungnabólgu

Elsti sonur minn hann Danni er með lungnabólgu.  Hann var búin að vera með mjög þungan hósta í nokkra daga en aldrei datt mér þó í hug lungnabólga.  Tungan bólgnaði upp fyrir 3-4 dögum síðan  , og Danna var mjög illt í henni, átti m.a. erfitt með að tala.  Mér datt í hug streptokokkasýking og sagði honum að drífa sig til læknis.

Þar sem hann var að fara til Evu kærustunnar sinnar sem býr á Akranesi fór hann til læknis þar.  Læknirinn var pólskur og greindi hún hann með lungnabólgu við hlustun.  Daginn eftir fór hann í röngenmyndatöku og tekið var blóðsýni og sett í rannsókn.  Hann heyrði svo ekkert í lækninum daginn eftir en hringdi sjálfur í gær og fékk að tala við pólska lækninn sem hann átti í verulegum vandræðum með að skilja. Hann skildi þó að það væri sýking í blóðinu en læknirinn var ekki búin að sjá niðurstöðurnar úr myndatökunni.  

Hvurslags eiginlega læknir er þetta?  Íslenskur eða pólskur skiptir ekki máli en drengurinn er sárlasin, með stokkbólgna tungu , á í erfiðleikum með að tala, getur ekki borðað, það hryglir í lungunum á honum, hann er með hita og læknirinn er EKKI BÚIN AÐ ATHUGA NIÐURSTÖÐUR ÚR LUNGNAMYNDINNI!  Sem móðir er ég hneyksluð og reið á þessum vinnubrögðum!

Danni kom frá AKranesi í kvöld og ég hringdi á bráðamóttökuna og fékk að tala við hjúkrunarfræðing sem benti mér á að senda drenginn á slysadeildina í fossvogi því þar væru lungnasérfræðingarnir.  Og þar er Danni núna í þessum skrifuðu orðum. 

Ég fór að gúggla á netinu og eins og mín er von og vísa þegar ég fer að rannsaka sjúkdóma upp á eigin spýtur þá er ég núna stressuð því "heilahimnubólga" kom oftar en einu sinni upp í tengslum við sýkingu í blóði.  Auðvitað mála ég skrattann á vegginn.  

Læt vita um framgang mála þegar málin skýrast.

Góða nótt gott fólk.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband