Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 21. júní 2008
Vinkonu dreymdi tvo ísbirni
Ekki reyndust sporin vera eftir isbjörn, heldur voru þetta líklega hóffför eftir hest/a. Hvað er líkt með hesthófum og ísbjarnarþófum?
Ég átti samtal við vinkonu mína í gær sem sagði mér að hana hafi dreymt tvo ísbirni fyrr í vor. Vegna þess hvað hún er berdreyminn varð hún því hissa þegar að fregnir bárust af mögulegum hálendisbirni og tók hún þeim fréttum með fyrirvara.
Vonandi fyrir þjóðarbúið "og ekki síst fyrir birnina" hafa ekki fleiri bangsar klifað upp á íslandsstrendur um sinn alla vega .
Hálendisbjörn trúlega hross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. júní 2008
Er ekki nær að leita að ísbjörnum?
Í stað þess að leita að ísbjarnasporum? . Getur verið að það sé ísbjörn á hálendinu? Er þetta kannski fyrsti ísbjörnin í röð þessara ísbjarna sem fundist hafa sl. vikur? Pólsku ferðamennirnir vissu td. ekki um ísbjarnaveiðar íslendinga síðustu vikur. Afhverju ætti þeir að ljúga til um bjarnarspor? Og ferðamönnunum er lýst sem mjög trúverðugum. Það verður spennandi að fylgjast með.
Leit að hálendisbirni heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Myndir úr ýmsum áttum.
Var að setja inn nokkrar myndir :))
Í gróðurhúsi í Hveragerði..Lúkas og ég
Olli og Silja vinkona hans í Hveragerði, Sumardagurinn 1.
Simbi 12 ára og Lúkas 1.árs sætastir!
Davíð bróðir og ég að syngja á árshátíð World Class.
Útsýnið út um gluggann heima hjá mér :)
17. Júní :)
Love Lúkas :)
Hehehe...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 16. júní 2008
Sleppitúr á merinni minni á laugardaginn.
Ég fór í "sleppitúr" á merinni minni á laugardaginn. Förinni var heitið í Víðines sem er í Mosfellsbæ. Í stað þess að ríða meðfram Vesturlandsveginum ákvað ég að fara Almannadal þótt sú leið sé lengri. Hafði heyrt að þessi leið væri mjög skemmtileg og reiðvegur alla leiðina.
Ég ætlaði að reyna að hitta á manninn sem býr á Víðinesi en hann var að koma ríðandi frá Hafnarfirði ásamt fleirum. Ætlaði svo að vera í samfloti að Víðinesi. Ég hitti svo reyndar aldrei á hann. Leiðin var falleg, engin bílaumferð, gott veður og sumarlykt í lofti. Ég var ekki alveg nógu klár á leiðinni , varð einu sinni að snúa við og einu sinni að spyrja til vegar en þetta hófst.
Hitti agalega skemmtillegt fólk sem var á leiðinni á hestum að Laxnesi og var samferða þeim góðan hluta leiðarinnar. Ég fór reyndar allt of langt, fór yfir Skammadalinn og þá kom ég niður á Þingvallaveginn. Merin mín var orðin voðalega þreytt og mér var kalt þegar þarna var komið enda farið að kólna og klukkan orðin átta um kvöld. Reið sem leið lá undir brú á Vesturlandsvegi og sá þar mann á hestbaki sem ég spurði hvar best væri að fara yfir Leirurnar. Hann leit á mig og spurði" hvað heitir þú"? Ég hugsaði '" jæja, hvað hef ég gert núna" ..haha en svaraði spurningunni. "já" sagði maðurinn þá, "ég hélt það, blessuð Axel frændi þinn hér"! Þá var þetta hann Axel frændi af öllum! Ég skammaðist mín niður í tær fyrir að hafa ekki þekkt hann en afsakaði mig með því að ég væri þreytt með ryk í augunum .
Axel sagðist nú aldrei hafa farið yfir Leirurnar en sýndi mér hvar áin lá og hvar venjulega væri farið yfir. En þar sem að var að fjara út þá var ekki hægt að fara þar yfir því sjórinn var það mikill. Ég kvaddi svo Axel og reyndi að finna þægilegustu leiðina yfir. Mér stóð nú samt ekki alveg á sama þar sem ég vissi ekkert hvað áin var djúp eða hvernig leiðin lægi. Því var ég mikið fegin þegar að við Ótta komust yfir í fjöruna hinum meginn. Reið svo meðfram fjörunni í sandi og stórgrýti og svo þegar ég var að ríða á sandinum þá dettur merin niður! Svo fór hún í rólegheitum að velta sér með mig á baki! Hún hafði þá ekki dottið heldur lagst niður - alveg búin greyið. Ég kom mér á fætur og togaði merina upp, og gekk síðasta spölinn að útihúsunum. Gat ekki lagt meira á Óttu greyið. Ég hef nú aldrei lent í því fyrr að hestur hendi sér niður með mig á baki og fari að velta sér í rólegheitunum.
En þótt ferðin hafi verið skemmtileg þá var ég mikið fegin að komast upp í Víðines þar sem Danni strákurinn minn beið eftir mér. Ég var köld, svöng og þyrst og dauðþreytt og hvað má þá segja um merina. Við höfðum verið fjóran og hálfan tíma á leiðinni. Ég held að hún hafi verið mikið fegin að komast í hagann, hún fékk að sjálfsögðu nammi fyrir dugnaðinn og henni var klappað hátt og lágt.
Ég skrapp svo að líta á hana í gær - sunnudag og henni leið stórvel innan um hin hrossinn og japlaði vel á rúgbrauðinu sem ég kom með handa henni. Tók nokkrar myndir á símann minn sem ég set inn síðar :).
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. júní 2008
Hryssan mín - myndir
Ég er að byrja aftur í hestamennskunni, eftir átján ára hlé! Tími til komin, er óstöðvandi, óhuggandi, sef ekki, borða ekki, nei kannski of djúpt í árina tekið. En ég hef aldrei misst niður hestabakteríuna og finnst ég hafa tekið of langt hlé.
Er búin að finna hestinn, en það er meri sem heitir Ótta, vel ættuð sjö vetra hryssa, yndisleg í alla staði. Algjört bjútí ..og eins og hugur manns. Ég geng eflaust frá kaupunum á morgun. Þessar myndir eru teknar í dag, enjoy! Skiljiði hvað ég er að tala um ??? :))
Dægurmál | Breytt 4.6.2008 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 9. maí 2008
Og þá fer Olli að byrja í sex ára bekk!
Þegar Aron Heiðar miðstrákurinn minn byrjaði í Austurbæjarskóla í sex ára bekk þá hélt ég að það yrði í síðasta skipti sem ég sæti skólasetningu sex ára barns míns.
En því var nú ekki að heilsa því núna 13 árum síðar stend ég bráðum frammi fyrir því að sitja sex ára skólasetningu yngsta barnsins míns hans Olla litla. Í öðrum skóla þó.
Ég ætla ekki að segja núna og staðhæfða að " þetta verði í síðasta skiptið" sem ég fylgi sex ára barni mínu í skólann á fyrsta skóladeginum ....þar sem maður veit aldrei , en þó er ég 99,9 % viss á því að þetta verði í síðasta sinn...alla vega sem móðir barnsins. Vonandi á ég svo eftir að verða amma sem getur fylgt barnabörnunum mínum í skólann sinn.
Við foreldrarnir fórum í þessari viku með Olla í heimskókn í Borgarskóla. Skoðuðum skólann og fengum að vita flest allt um skólann. Olli var nú býsna heimavanur í skólanum þar sem að leikskólinn hefur verið ötull að fara með elsta árgang leikskólabarnanna í skólann í íþróttahúsið, Hvergiland (frístundarheimilið) og á alls konar skemmtanir í skólanum í vetur. Frábært!! Og öll þekkjast börnin sem er bara frábært.
Yndislegt að sjá hvað barnið var öruggt og það var þungu fargi af okkur foreldrunum létt. Ekki örlaði fyrir kvíða hjá barninu, heldur mikill spenningur og gleði. Myndin er tekin af heimasíðu Borgaskóla af Olla og Viktori vini hans í heimsókninni til skólans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Hún er gráhærð og lítur..
Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Myndir á toppi Esjunnar (Steinn)19. apríl '08
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Frekja og yfirgangur hjá símafyrirtæki!
Í gær var hringt í mig frá ónafngreindu símafélagi: |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Reyndar er World Class á 15. hæð..
En mikið var gott að enginn slasaðist.
Sjokkerandi að heyra að kviknað hafi í þessu húsi. Hefði getað farið illa ef kviknað hefði í turninum sjálfum.
Enginn í hættu vegna eldsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)