Líkamsrækt og heilbrigði

Man ég þá tíð er ég var að æfa í líkamsræktarstöðum eins og Gym 80 og fleirum sem ég man ekki einu sinni nafnið á.  Þetta var fyrir um ..*hugs*..20 - 25 árum síðan ( VÁ) .  Ég var lítil og mjó písl, jú ég var svo sem með ágæta líkamsburði þar sem ég hafði æft íþróttir frá því ég var ellefu ára gömul en  samt sem áður var ég lítil og mjó písl miða við þá risavöxnu menn sem voru að æfa á þeim tíma. Stæltur Þegar ég hugsa til baka þá man ég ekki eftir neinni konuBodyfitness nema - Möggu massa , fyrir utan hana þá man ég aðalega eftir stórum og breiðum - hálslausum kraftlyftingamönnum  sem heyrðist hátt í þegar þeir lyftu níðþungri bekkpressunni eða tóku gífurlega þyngdir í réttstöðulyftu.   

Þvílík breyting sem hefur orðið á.  Í dag er öll mannsflóran í likamsrækt, frægir sem ófrægir, stórir sem litlir , ungir sem gamlir, meira að segja afinn og amman taka á því!    Flestir mæta í ræktina 3-5 sinnum i viku, sumir á hverjum degi og þó nokkrir tvisvar á dag. Frábært er að sjá hversu margir hafa gert heilsuræktina að lífstíl.  Sumir eru að stefna að eitthverju sérstöku takmarki, td. að keppa í Fitness, aðrir eru að keppa við sjálfan sig, setja sér takmörk um að ná ákveðnu markmiði.   Hvort tveggja er gott og gilt.  

 Styrktaræfingar styrkja bein, vöðva, bæta líkamsstöðu, eru vaxtamótandi.  Hollt og gott er að stunda  þessa íþrótt.   Persónulega finnst mér fallegri - tónaðir sterkir kvenlíkamanar þar sem vöðvar koma vel í ljós.  Þó má það ekki ganga út í öfgar.  Og sama gildir um karllíkama.   

út að hlaupa Ekki má svo gleyma þolæfingunum, sem styrkja hjarta og lungu.  Hver vill ekki betra þol, stærra hjarta og því mögulega lengri lífdaga.   Ganga og hlaup utandyra eru auðvitað það albesta, en þegar að veður er vont er gott að grípa til þeirra þoltækja sem líkamsræktarstöðin bíður upp á. 

Lifið heil Grin


Umhyggjusamur rútubílstjóri ..

..eða þá hitt þó heldur!  Það fauk verulega í mig þegar ég las þessa frétt.  Gat þessi rútubílstjóri ekki hleypt drengnum út að pissa??  Okey hann þarf að halda áætlun en stoppaði hann ekki hvort sem er í Hveragerði, hefði nokkuð mál verið að hleypa drengnum þar út svo hann gæti hægt á sér?  Drengir eiga oft erfitt með að halda i sér lengi, trúið mér, ég á þrjá stráka sjálf.  Hvað átti aumingja drengurinn annað að gera en að pissa á rútugólfið, ja nema hleypa pissi í brók.  Í hveragerðiRútaÉg sárvorkenni aumingja drengnum , þetta var örþrifaráð hjá honum og eflaust þykir honum þetta skammarlegt með eindæmum.  Svona lagað getur haft verulega skaðleg áhrif á barnssálina, bílstjórinn ætti að skammast sín!   
mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fólk fer í frí - hvað verður þá um köttinn?

Ég vann eitt árið á dýraspítalanum í Víðidal yfir sumartímann. Þar sem ég hef mjög gaman af að umgangast dýr fékk ég með því útrás fyrir þörf mína til þess. kjass..  Ég svaraði í símann,  tók á móti dýrum og eigendum þeirra, aðstoðaði dýralækninn, ryksugaði og skúraði gólfið, framkallaði myndir ( röntgen) og eitt af mínum störfum var í því fólgið að þrífa hunda og kattabúr dýranna  sem voru "á hótelinu".   Á þessum tíma var nefnilega boðið upp á "gistingu" fyrir dýrin.  

Þegar ég réð mig til starfa  óaði mig ekki fyrir hvað  stór hluti af starfi dýralæknisins var að svæfa heilbrigð dýr.  Margoft var komið með hunda til svæfingar en miklu oftar með ketti.  Fólk sem var að fara í sumarfrí til útlanda sem vissi ekkert hvað það átti að gera við dýrin annað en að bara láta svæfa þau.  " Alltaf hægt að fá sér annan þegar að komið væri heim viðhorfið " Ég átti hryllilega erfitt með horfa upp á þetta.  Margoft varð ég að stilla skapið , hemja mig og  telja upp á tíu þegar að fólk var að koma með heilbrigð dýrin til svæfingar. Blákalt!  Stundum þegar ég kom til vinnu á morgnanna var dauður köttur í búri , köttur sem hafði verið svæfður eftir að ég var farin úr vinnu á kvöldin.  Þá hefði ég átt að setja köttinn í poka en ég gat það aldrei.  Gat ekki snert á dauða stirðnaða dýrinu.

Auðvitað voru líka aðrar ástæður fyrir því að fólk kom með dýr til svæfingar.  Hágrátandi fólk sem var td. að láta svæfa gamla veika hundinn sinn, vininn sinn.   Eða gamla köttinn sinn sem það var búið að eiga í fjórtán ár.  Ég grét innan í mér með þessu fólki.  Fann svo til með því.  

Ég vildi bjarga sem flestum dýrum sem komið var með til svæfingar, en varð að stoppa mig af þegar ég var komin með einn hund og tvo ketti , inn í litlu 40 fm. risíbúðina mína.  Ég átti auk þess mann og var ólétt.  Íbúðin rúmaði því miður ekki meira.  

Tvíburar? Starfið hjá dýraspítalanum hentaði mér ekki til frambúðar það fann ég fljótt.  Það tók of mikið á mínar viðkvæmu taugar að sjá öll þessi dýr aflífuð.   Dýralæknirinn var bara að gera vinnuna sína, það skildi ég, hvað ef að hann væri ekki til staðar, hvað yrði um dýrin þá ?  Hent í plastpoka í sjóinn eða út um bílglugga á meðan bíllinn væri á ferð?  Veit ég um fjölmörg þannig dæmi og ekki vill ég að þeim fjölgi.  

Fólk á ekki að fá sér dýr nema það sé af heilum hug og það geti hugsað sér að eiga dýrið alla þá ævidaga sem dýrinu er ætlað.  Það eru mörg ár síðan ég vann á Dýraspítalanum og veit ég ekki hvort sé lógað jafnmikið af heilbrigðum dýrum nú og var gert í þá daga, ég vona svo sannarlega að það hafi minnkað. 

Þó las ég þá frétt um daginn, að algengt væri að lóga dýrum áður en farið væri til útlanda ..og það veit ég að utanlandsferðum hefur fjölgað til muna á þessum árum síðan ég vann á Dýraspítalanum.

Í einlægni - verum góð við dýrin. 

 


30 dýr í íbúð!

   Þekkt er að hollt og Eðalköttur gott sé fyrir sálina að eiga dýr.  Enda eru hundar og kettir yndisleg dýr. Þeim fylgir gleði, fólk fær eitthvað að hugsa um og fær það borgar tilbaka með ástúð.

Ef einmanaleiki væri mældur í þeim fjölda dýra sem fólk heldur, þá hlýtur þessi kona verið  mjög einmana. 30 dýr í einni íbúð!    Þetta er virkilega sorglegt mál.  Konan ætlaði sér að deyja með dýrunum en var bjargað, ætli henni muni líða betur þegar/ef hún nær heilsu?  Það efast ég stórlega um.  

 Stórir kettir


mbl.is 29 kettir og 1 hundur drápust í eldsvoða í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnslaus í kulda og trekki...

PorcheEkki fyrir svo löngu síðan varð bíllinn minn rafmagnslaus fyrir utan Laugar.  Sjá færslu :  http://estro.blog.is/blog/estro/entry/99788/Og ástæðan var sú að ég gleymdi að slökkva ljósin í mælarborðinu.  Það hafði farið öryggið sem gefur til kynna að ljósin séu kveikt - pípir ef ég gleymi að slökkva.  Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég varð rafmagnlaus að láta setja nýtt öryggi strax daginn eftir Whistling.  Auðvitað lét ég ekki gera það og fékk að finna fyrir því í gær. 

 Ég kom röltandi að bílnum klukkan rúmlega 19 í gærkvöldi.  Sá strax að ljósin voru á bílnum og blótaði sjálfri mér í sand og ösku.  Auðvitað var blessaður bíllinn rafmagnslaus en ekki hvað ! Ég hringdi í Hreyfil/Bæjarleiðir og bað um bíl með startköplum og eftir að konan á skiptiborðinu hafði athugað málið , sagði hún að það væri löng bið í næsta lausa bíl.  Ég hafði engan tíma í að bíða eftir því.    Sit svo í bílnum mínum og brýt heilann þegar kemur bíll og leggur í stæði skáhallt á móti mínum. 

Mjög almennilegur strákur
Ég rýk út úr bílnum og spyr manninn ( ungur myndarlegur strákur) hvort svo skelfilega ólíklega vilji til að hann sé með startkapla?  Og mér til mikillar furðu segir þessi engill"  Já ég á að vera með það"  Hann fer svo og nær í kaplana og ég þakka guði fyrir þessa slembilukku á tímum nýrra bíla þar sem startkaplar eru næstum því  úrelt fyrirbæri. 

Við stöndum svo úti í grenjandi rigningu (merkilegt hvað er alltaf brjálað veður þegar ég verð rafmagnslaus) og tengjum bílana saman.  Ég fer inn og prófa að starta og - ekkert gerist?!  Hm.... við brutum heilan ( minn var að brotna í sameindir) og prófuðum að tengja aftur ..en það var sama, ekkert gerist.   Stóðum úti í grenjandi rigningunni , hann reynir að tengja betur en þá vildi ekki betur til en svo að einn kapallinn brotnar í sundur.   Strákurinn reynist sem betur fer laginn og tekst að koma honum saman aftur.  Ég spyr strákinn hvort ég sé ekki að tefja hann svakalega - " nei nei þetta er ekkert mál"  er svarið.  Hann er orðinn rennandi blautur greyið og ég  fæ svaka samviskubit.     Tengjum aftur en sama sagan, bíllinn alveg dauður.   Rigning og rok..brrrVið stöndum svo bæði úti og horfum ofan í húddin..rigningin lekur úr hárinu á mér , niður á andlitið  og ég skelf af kulda.  ( og örugglega hann líka).  Hann prófar tenginguna aftur og nú fáum við blossa, greinilega samband svo ég sest inn í bílinn minn og prófa að starta og vola......hann rýkur í gang!! 

Ég þakka manninum innilega fyrir

bear_hug_poster
( langar helst að faðma hann og kyssa en það var auðvitað ekki viðeigandi) , kvaddi  og hélt heimleiðis.   

    GrinHeart


Ætli hann komi í ræktina?

Ég væri svo sem alveg til í að hitta hann.  En eitthvernveginn fer ég alltaf á mis við þá "frægu" sem koma til landsins.  Ég er eflaust ekki á réttu stöðunum Smile.  Reyndar eiga þeir frægu það til að mæta á líkamsræktarstöðina þar sem ég vinn,  Clint Estwood spurði mig td. þegar hann var hér á landi hvort ég gæti reddað honum glasi  ( tómu) .  Ég benti honum á Booztbarinn og þar fékk hann glas og þær kunnu ekki við að rukka hann um þær 30 kr. ( eða hvað það nú var) sem þær seldu glösin á Wink. Munur að vera frægur og ríkur.   

Leonardo leonardo_di_caprio


mbl.is Leonardo DiCaprio myndaður á Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök eða afleiðing?

Bob Marley Konan reykti kannabis við þunglyndi en reyndar er vel  þekkt að kannabis veldur þunglyndi.  Tekið af síðu Sáá : Stórneytendur kvarta sjálfir undan minnistruflunum og að vitsmunaleg úrvinnsla heilans truflist verulega. Jafnframt þessu koma fram breytingar á tilfinningum og geðslagi, oft með verulegu þunglyndi.  Ja ekki nema sú gamla sé búin að gleyma afhverju hún byrjaði að neyta kannabis LoL.

 

free_willie_small_1 cannabis

 


mbl.is „Gömul og þreytt“ kona dæmd fyrir að rækta og eiga kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðasagan og myndir

  Rosalega var þægilegt að ferðast með Saga Class! Hengt upp af manni, dinnertónlist í farþegarýminu áður en vélin tók á loft, fordrykkur þegar maður settist, öll íslensku dagblöðin, betri matur, gat valið um tvo rétti, hverja öðrum betri.  Þrírréttuð máltíð. 

Ferðin gekk rosalega vel, reyndar var seinkun á ferðatöskunum, við vorum 10 manns sem fengum ekki töskurnar.  Eftir smá stapp fengum við að vita að út af "ófærð þá gengi illa að koma töskunum frá borði.  En ég er að meina það þegar ég segi "það var nánast auð jörðin!! "

 Lestin En taskan kom að lokum og þá fór ég að ná í lestina til Óðinsvé.  Mjög þægilegur ferðamáti en hálfleiðinlegur, var að mygla úr leiðindum, sá eftir að hafa ekki tekið með mér góða spennusögu. 

Komst í klukkutíma í búðir í óðinsvé, skaust í  H&M, keypti geggjaðar Spiderman kvartgallabuxur á Olla litla, spidermanbol og töff skyrtu.  Eitt pils handa mér.

Ofsalega er ég hrifin af þessum bæjum út á landi.  Gömul hlýleg húsin og litlu múrsteinsgöturnar Hótelið í Óðinsvé

 

 

 

Gisti á notarlegu hlýlegu hóteli í Óðinsvé og svo kom Kim að ná í mig klukkan níu næsta morgun.  

Hringborðsfundur Var á fundi í fimm tíma í Óðinsvé með níu manns sem vinna sem leiðbeinendur í Shokk á hinum ýmsu  líkamsræktarstöðvum í Danmörku.  Fróðlegur og skemmtilegur fundur.

Strax á eftir fór ég með Monu til Horsens.  Cirka einn og hálfur tími í bíl. Mona var með æðislegan hvolp með sér sem  hún var nýbúin að fá , tegundin heitir Lhasa apso.  HannLitli var níu vikna og eins og tvistur viðkomu, þvílíkt krútt!!  Ég dýramanneskjan varð auðvitaðalveg veik Joyful.

 Ekki var Horsens síðri bær en Óðinsvé.  Ofsalega vinalegur staður.  Equinox

 

 

Ég fór strax með Monu á stöðina sem hún vinnur á - Equinox, sú stöð er í eigu World Class.  Þetta var virkilega fín stöð, mikið pláss og frábært Spa.  

Huggulegt!

 

 Æðisleg innilaug sem var 33-34 gráðu heit.  

 

 

 

 

                                                        Ég skoðaði Shokk-stöðina hjá þeim, mjög fín og alls ekki ólik eins Shokk í Equinox Horsensog er hjá okkur í World Class. 

 

 

 

 

Mona á skrifstofunni Fékk fullt af upplýsingum hjá Monu og skrifaði heilmikið niður.    Hótelið í Horsens

 

 Gisti á fínasta hóteli þessa nótt   ( var kosið fallegasta hús í Horsens e-htímann) og daginn eftir kom Kim að ná í mig klukkan níu.  Við fórum í Equinox og héldum fund, eða námskeið fyrir mig.

Síðan keyrði Kim mig á aðalgötuna í miðbænum og þar rölti ég um í klukkutíma og labbaði svo á lestarstöðina.  Rúmlega þriggja tíma ferð til Kastrup þar sem ég átti bókað flug heim um kvöldið. 

Fór í röð, þar sem örugglega hundrað manns biðu, var búin að bíða þar í 25 mín. þegar mamma hringdi og spurði hvort röðin á Saga Class væri ekki miklu styttri.  " Ha, nei" sagði ég , " það er sama röðin".  - Nei , sagði mamma , það getur ekki verið!  Í því heyrði ég í íslendingum í röðinni og spurði þá hvort Saga Class röðin væri ekki á þessum sama stað.  "Nei" sögðu þeir og benti yfir í hinn endann á salnum, "Saga Class er þarna"!  Hahaha..þar voru fjórar hræður í röð!  Týpískt ég! LoL

Klukkutíma seinkun á vélinni en ferðin heim gekk eins og í sögu (enda á Saga Class).   Ég er ánægð með ferðina, náði mér í haldgóðar upplýsingar sem við getum notað fyrir Shokk hjá World Class.  En mikið er nú samt alltaf gott að koma heim Wink.

__________________________________________ 

Og ein hrakfallasaga úr ferðinni að lokum LoL :

Var nýlent að fara að ná i  ferðatöskuna mína.
Er alltaf frekar rugluð á flugstöðvum .. Wink

Er á leið niður rúllustiga en allt í einu fannst mér að ég sé að fara vitlausa leið, og
varð dauðhrædd um að ef ég færi niður þá kæmist ég ekki upp aftur að ná í töskuna.
Svo ég byrja að hlaupa UPP rúllustigann (sem var sem sagt á leiðinni niður), var í
háum stigvélum með hæl svo ferðin gekk frekar seint.
Þegar ég var komin mjög ofarlega - þar sem tröppurnar fara að jafnast út, þá missi ég jafnvægið, dett kylliflöt og rek hnéð heiftarlega í eina stáltröppuna...leit upp og sé að fólk er að fylgjast með mér ..mig langaði í alvöru að hverfa af yfirborði jarðar..........*roðn*  En eftir á var þetta brjálæðislega fyndið
Grin.

Simbi

 

 

 


Eru kennarar að meiða börn í dag?

Ég hitti stelpu í dag , stelpu sem er að komast á unglingsárin.  Hún sýndi mér stórt ljótt  mar á handleggnum á sér og sagði að kennarinn sinn hefði klipið sig.  Ég varð alveg steinhissa og spurði hvort hún hefði ekki kvartað í skólastjórann. - "jú" sagði hún , "ég gerði það en hann skammaði mig bara.  Reyndar var kennarinn búin að segja við mig að ef ég myndi kvarta í skólastjórann þá þyrfti ég alltaf að sitja eftir hjá henni"    - Ég var svo hissa að ég átti ekki til orð, ekki grunaði mig að svona lagað viðgengist enn í dag !  Mér finnst það jaðra við heimsku að beita ofbeldi í skólum. Ég sagði við stelpuna  að kennarar mættu ekki gera svona og hún sagðist vel vita það.    Ég veit ekki ástæðu þess að kennarinn kleip hana svo sá á henni en sama hver ástæðan var, ofbeldi  er aldrei réttlætanlegt.

angry-teacher


Þá er það vetrarríkið Danmörk

Iceland airSkaðræðisveður, snjóstormur og skítakuldi bíða mín á morgun þar sem ég er að fara til Danmerkur.   Hehe..efast nú um að veðrið sé eins slæmt og Danirnir vilja meina, skilst af einum sem var að koma þaðan að þetta sé nú eiginlega bara slydda Tounge.  Sá missti af vélinni til íslands í síðustu viku þar sem bílstjórinn (dani) keyrði svo hægt , þorði ekki að keyra hraðar en 30. í slyddunni.  Þorði ekki að taka ferjuna því það var meira en 10 m. á sekúndu.  Grin  Við erum nú harðari af okkur en þetta íslendingar Wink.

Ég er að fara til Odense (Óðinsvé) , þarf að taka lestina beint af Kastrup, lestin er 1. klst og 50 mín. á leiðinni.  Er að fara á fund með "Shokkerum" ,  þs.  þær stöðvar í danmörku sem eru  með Shokk stöð fyrir börn senda aðila frá sinni stöð á fundinn.  Ég er sú eina sem kem annarsstaðar frá. Rætt verður um hvernir stöðvarnar ganga og borið saman bækur, nýjar hugmyndir bornar fram ofl.    Eins gott að leggja eyrun vel við því fundurinn sem stendur í nokkra tíma er á dönsku Woundering.  Ég les dönskuna vel og ég get skrifað á dönsku en að skilja hana er soldið annað mál.  Það fer reyndar eftir þeim sem talar, hvort hann talar hratt ( sem þeir gera flestir) og hvaða mállýsku viðkomandi talar.  

tog

Síðan fer ég  yfir til Horsens til að skoða þar Shokk-stöð hjá Equinox sem er stöð í eigu WorldClass.  ( Equinox stöðvarnar eru 14 víðsvegar um Danmörk).  Og þar mun ég einnig sitja námskeið.  Kem heim aftur á miðvikudagskvöld.  Sem sagt nóg að gera, dagarnir fullskipaðir.  Hlakka til en er einnig kvíðin, hrædd um að missa af lestinni, fluginu á leiðinni heim ofl.  Það fer allt í kerfi í Danmörku ef það snjóar smá, lestarkerfið meðal annars.  Bið að heilsa í bili, ætla að reyna að komast í tölvu í danaríki, svo ég geti skrifað eins og eina færslu.Smile 

Kær kveðja  Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband