Orsök eða afleiðing?

Bob Marley Konan reykti kannabis við þunglyndi en reyndar er vel  þekkt að kannabis veldur þunglyndi.  Tekið af síðu Sáá : Stórneytendur kvarta sjálfir undan minnistruflunum og að vitsmunaleg úrvinnsla heilans truflist verulega. Jafnframt þessu koma fram breytingar á tilfinningum og geðslagi, oft með verulegu þunglyndi.  Ja ekki nema sú gamla sé búin að gleyma afhverju hún byrjaði að neyta kannabis LoL.

 

free_willie_small_1 cannabis

 


mbl.is „Gömul og þreytt“ kona dæmd fyrir að rækta og eiga kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þekki þunglyndi  og verki vel EN þekki bara hassplöntu í sjón af myndum.Þykir nokkuð ljóst að svona eytur hafi neikvæð áhrif.

Solla Guðjóns, 7.3.2007 kl. 14:17

2 identicon

Mín skoðun er samt sú að samfélagið sé að búa sér til glæpamenn sem raun hafa ekkert rangt gert nema að vera með pottaplöntu heima hjá sér neita hennar. En það er réttur hvers manns sem er kominn er á aldur að eiða stór fé í löglegt eitur og hella sig ofurölvi niðri í bæ(svo lengi sem hann truflar ekki aðra). Annað mál einnig er að margir segja að kannabis sé "Gáttarlyf" fyrir sterkari efni. ég Veit nú ekki betr en eru ekki flestir farnir að drekka áfengi og reykja sígarettur áður en þeir prófa cannabis efni eða annað

Guðmundur Daði (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Tímabært að stjórnvöld hætti sinni eilífðar forræðishyggju og gefi fólki frelsi til að gera það sem það vill á meðan það er ekki að skaða aðra --- þetta er hennar líf og hún ræður hvað hún gerir við það og tekur einnig afleiðingunum sjálf.

Vilborg Eggertsdóttir, 7.3.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittós

Ólafur fannberg, 7.3.2007 kl. 17:47

5 Smámynd: Ester Júlía

Vilborg.. það sem ég væri hræddust við ef kanabis-neysla væri leyfð er að neyslan leiði út í alvarlegri og hættulegri neyslu á harðari efnum.   Ég efast um að þjóðfélagið myndi funkera almennilega ef kanabis-neysla væri gefin frjáls.  En örfáar gamlar konur  ( eða menn) sem nota hass/marijuna sem verkjastillir eða til að lyfta andanum á aðeins hærra stig .. trufla mig ekki nokkurn skapaðann hlut

Ester Júlía, 7.3.2007 kl. 19:06

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ester mín,Þú hefur rétt fyrir þér. Fíklarnir heyrast lika segja þetta að það eigi að gefa þetta frjálst. Nei, 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2007 kl. 20:51

7 identicon

Ekki er nú öll vitleysan eins.. Sem betur fer kanski. En fínt að lesa bara um þetta,, hef ekki áhuga á að þekkja þetta af raun hvað varðar neyslu. Hitt er svo annað mál að það besta sem ég gerði sjálfri mér var að hætta allri neyslu vímugjafa og þ.m.l. Salem light. Enda lykta ég miklu betur híhí og sé hlutina í skírara ljósi.

Eigðu góðan dag skvís,, Englavinakærleikskveðja

Íris Badda Ernu ;) (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:22

8 identicon

Ég er sammála Guðmundi. Það deyja margar milljónir á ári vegna notkun tópaks og áfengis.

Og afhverju fær almenningur það frelsi að fá að skaða sig og drepa sig af áfengi og tópaki? Og afhverju er Kannabis planta djöfulsins þrátt fyrir að það sé mun skaðminna en þessi löglegu fíkniefni? Og hvað er mikilvægara en frelsi einstaklings ?

Málið er að það þekkja fáir alvöru staðreyndinar um Kannabis. Yfirvöld hafa látið kannabis lýta mjög illa út með bábiljum og hræðsluáróðri.

Ég vona að yfirvöld fari að átta sig bráðum á því að barrátan gegn eyturlyfjum er löngu töpuð.

Mæli með að þið kynnið ykkur þetta betur og lesið um helstu bábiljur og alvöru staðreyndir um kannabis. http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html

Matthías (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:36

9 Smámynd: Ester Júlía

Ekki hef ég áhuga á því að vera afgreidd í Hagkaup af skökku afgreiðslufólki,  mæta með barnið mitt í ungbarnaskoðun og læknirinn er skakkur eða fá skakkan leigubílstjóra sem keyrir mig út á flugvöll.   Vona að yfirvöld gefist aldrei upp í baráttunni gegn eiturlyfjum.  Það sem ég hef heyrt og séð í gegnum tíðina er nóg fyrir mig til að mæla gegn hassreykingum, og að sjálfsögðu er tópak eitur og drepur margan manninn.  Og oftar en ekki byrjar allt með brennivíninu.  ÉG mun aldrei mæla með nokkru eiturlyfi, hvort sem það er tópak, hass, áfengi eða eitthvað annað.  

Ester Júlía, 8.3.2007 kl. 20:54

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrir fáum árum var dauðvona maður af krabbameini hér á landi dæmdur fyrir að nota hass. Hann er líklega látinn núna. Ég skil ekki þetta miskunnarleysi. Þetta var enginn dópisti, bara maður sem reyndi að gera sér síðustu mánuðina léttbærari. Ætli dómararnir hafi ekki notið lifsins þegar þeir voru búnir að dæma manninn og koma honum á sakaskrá. Kannski hafa þeir verið við jarðarförina.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.3.2007 kl. 01:23

11 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir kommentið Sigurður.   Ég er algjörlega hlynnt hassreykingum í þeim tilgangi til þess að stilla kvalir dauðvona krabbameinssjúklinga. ( og annara dauðvona sjúklinga)  ÉG hef einmitt lesið mig til um virkni þessa efnis  á kvalir og vanlíðan þessara sjúklinga og guð minn góður hvað ég myndi glöð  vilja færa þessu fólki hassmola ef ég gæti linað kvalir þess örlítið.   Þetta finnst mér skammarlegt, að dæma dauðvona mann fyrir að nota hass í þeim tilgangi að létta sér örlítið lífið..

Ester Júlía, 18.3.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband