Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Hvað á að gera um páskana?
- Á ekki að fara eitthvað? urrr....Hver einasta manneskja sem ég hitti spyr mig að þessu.
Ég sem hef aldrei nokkurn tímann farið eitt eða neitt um páskana. Mér líður alveg eins og ég EIGI að fara eitthvað um páskana - finnst ég vera að svíkjast um ef ég fer ekki eitthvað. Ég umla og segi : " neei held ekki, jú ætla að fara á Hvolsvöll að skoða hvolpa". - já og á að gista þar?? Ég: ..uh..nei, ég þekki þetta fólk ekki neitt ,skrepp bara í bíltúr þangað, en kem örugglega við hjá tengdó i Hveragerði á leiðinni heim". - " já svoleiðis" segir svo fólk áhugalaust þannig að ég bæti við : En ég fæ nú kannski bústaðinn lánaðann hjá pabba og mömmu eins og yfir eina nótt. Þá glaðnar yfir fólki aftur, það brosir og segir: - sniðugt .
Til dæmis á mánudaginn var. Þá ætlaði ég að fá að skoða íbúð. Hringdi í manneskjuna en nei hún er farin út úr bænum og kemur ekki heim fyrr en annan í páskum. Sagði að allir sem hún þekkti væru farnir úr bænum svo ekki hefði verið hægt að finna neinn til að sýna íbúðina. Svo ég get víst ekki skoðað íbúðina fyrr en eftir helgina.
Ég spyr: hvaða fólk er þetta sem er að fara úr bænum um páskanna? Ég þekki engan sem er að fara úr bænum þá. Þekki ég ekki rétta fólkið ? Mér finnst yndislegt að vera í nokkura daga fríi frá vinnu og skóla og geta þess vegna gert ekki neitt...það er alveg hægt að láta sig hlakka til þess.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Að deyja ríkur.
Er tilgangur með því ? Fer maður með peningana með sér yfir á æðri stað? Ónei..við deyjum jafn allsber og þegar við fæddumst. Vona að samviska þessarar konu hafi verið hrein. Ekki gat hún þó notið ríkidæmisins lengi.
Stóðst ekki mátið að blogga um þessa frétt. Fólk svífs einskins þegar um peninga er að ræða. Og svo deyr það.
Ég veit það af eigin raun að fólk getur orðið kolvitlaust þegar um erfðamál er að ræða. Svífst einskins, berst með klóm og kjafti fyrir veraldlegum auð. Skilur syrgjandi fólk eftir í sárum sínum. Ekkert skiptir þetta fólk máli nema peningar. Slæmt þetta. Langar að vita hvað verður um þetta fólk eftir dauðann. Fæ víst ekkert svar við því fyrr en eftir að ég er dauð sjálf ..þs. ef ég verð heppin
Ríkasta kona Hong Kong látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Eiturlyf
Oft er sagt að áfengi sé hættulegasta eiturlyfið. Ég held að það sé rétt. Það byrjar allt á því. Veit ekki um neinn sem hefur byrjað sína eiturlyfjagöngu á að droppa einni E-töflu eða fá sér í nefið , hvort sem er kókaín eða spítt. En þó getur það auðvitað verið.
Í dag er auðvelt að nálgast þessi sterku efni, mér skilst að það sé ekkert mál að "redda því". Þessi atburður sem átti sér stað í gærkvöldi er hreint og beint skelfilegur og er ég handviss um að bakkus hefur komið við sögu og/eða sterkari eiturlyf. En það afsakar að sjálfsögðu ekki þennan skelfilega verknað.
Stunginn í brjóstið með hnífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Að hlusta á spænsk ástarlög í bílnum..
Nei held nú ekki! . En gott að Jennifer Lopez hefur loks fundið rætur sínar og horfir fram á við, stolt af menningu sinni og nýju plötunni.
Lopez: Dívan J.Lo. tilheyrir fortíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Afmæli og árshátíð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Papillon hundar
Marie Antoinette var með tvo Papillon hunda þar sem hún var höfð í haldi þar til hún var hálshöggvin, þjónustufólk hennar hugsuðu um þá þar til þeir dóu. Húsið er nú nefnt Papillon Húsið (The House of the Papillon)
Madam de Pompadour, ástkona Louis XIV Kóngs, átti tvo Papillon hunda, Inez og Mimi, það er til listaverk kallað Tryggðin (The Faithful) eftir Baron Albert Houtart sem sýnr Madam de Pompadour með Papillon í kjöltunni.
Þetta er hundategundinn sem ég held að henti mér og minni fjölskyldu best. Hver vill ekki glaðan líflegan greindan hund sem hægt er að kjassa og kúra með í sófanum. Og hann er líka til í langa göngutúra og það er nú eitthvað fyrir mig. . Það kemst lítið annað í hugann þessa dagana en hvolpar, hundar , hvolpauppeldi og fleira sem tengist hundum. Ég hugsa að ég sé óþolandi heima fyrir .
'Eg er komin í samband við frábæran ræktanda sem er með hvolpa sem eru tólf daga gamlir, og við megum koma og skoða þá um páskana. Þá verða þeir búnir að opna augun. Fínt að fá sér bíltúr td. á skírdag því þetta er úti á landi. Ég er eins og lítið barn , ég hlakka svo til
Um Papillon :
Papillon er almennt glaður, ákafur og líflegur lítill hundur, mjög greindur og nokkuð öruggur í eigin hugsun um að hann sé í raun stór hundur í litlum líkama. Hann hefur fjörugt og mannblendið lunderni og ætti alls ekki að sýna nein merki um árásargirni. Papillon er ánægður með langa göngutúra og finnst einnig frábært að kúra með eiganda sínum heima við, fyrir framan sjónvarpið eða við arininn, hann nýtur þess að þóknast eigandnum, og verður oft háður honum.
Papillon er árvakur hundur, og fylgist vel með öllu. Ágætis varðhundur því þeir láta þig vita þegar ókunnugan ber að garði. Þeir geta gelt þegar að bjallan hringir en bjóða svo gestina velkomna þegar þeir kynnast þeim.
Papillon er fullur af þokka, hann getur verið ósvífinn, forvitinn og ótrúlega ástúðlegur. Þeir eru ekki hundar sem verða ánægðir að vera lokaðir inni á ræktunarbúi eða vera mikið einir, þeir vilja taka þátt í lífi fjölskyldunnar. Papillon geta verið svolitlar dramadrottningar, t.d. þegar verið er að klippa klær, og venja verður þá strax við reglulega umhirðu. Bæði papillon rakkar og tíkur eru skemmtilegir félagar. Þeim líkar almennt vel við aðra hunda og dýr.
Papillon er athafnasamur hundur, þó ekki taugaveiklaður. Tegundin er einnig heppileg til þess að nota í vinnu t.d. fyrir heyrnarlausa, og sem þjónustuhundar (heimsækja elliheimili og spítala) og geta það sko alveg jafn vel og stóru voffarnir. Papillon hefur náð góðum árangri í m.a. hundafimi, því þeir eru hraðir og læra vel.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Próf, harðsperrur og hvolpar
Það er sko alldeilis þungu fargi af mér létt, lífeðlisfræðiprófið búið! Held bara að mér hafi gengið ágætlega, hittumst nokkur frammi á gangi eftir prófið og spurðum hvort annað hvernig gekk..og allir: "jamm ..veit ekki, jú held vel , annars veit ég það ekki "..hahaha.. maður er svo slompaður eftir svona próf nefnilega, held þetta sér erfiðara en að hlaupa marathon. Allur vindur úr manni og spennufall á eftir. Gott þetta er búið! , Verðlaunaði mig með Nings í kvöldmatinn!
Annars er ég búin að vera að drepast úr harðsperrum í framanverðum lærum síðan á laugardaginn. Dagurinn í dag var verstur. Gekk eins og önd og átti erfitt með labba niður stiga..ááá. . Við vorum nefnilega látin gera nýjar æfingar í skólanum sl. laugardag, Pyramitískar..( veit ekki hvernig skrifað) Æfingar sem ganga út á mikið af hoppum jafnfætist og æfingar fyrir efri hluta með medicin-bolta (þungir boltar). Armbeygjur og klappa á milli , stökkva úr meira en meters hæð , beygja hnén þegar niður er komið og stökkva beint upp í loftið( sprengjukraftur). Ég er vön að æfa lyftingar og er í fínu formi en þar sem þessar æfingar eru nýjar fyrir mig þá er líkaminn ekki vanur hreyfingunni og þess vegna fékk ég þessar gífurlegu harðsperrur. Átti mjög erfitt með að hoppa jafnfætis yfir nokkrar grindur..það er af því að samhæfingu tauganna vantar. Svo nú er bara að hoppa á hverjum degi og setja svo íslandsmet í hoppi eftir örfáa mánuði!
'A leið heim frá Keflavík kom ég við í húsi í Hafnarfirði til að skoða Chiuahuahua hvolpa. Það var búið að vara mig með því að ef ég færi að skoða svona hvolpa þá væri ég fallinn. Og það er rétt. ÉG er skítfallin fyrir þeim! GOSH hvað þeir eru sætir, fimm vikna og jafnstórir og hendin á mér ..aldrei séð svona litla hvolpa. Gorgeous!
Klukkan er að verða ellefu og karlinn minn ennþá að vinna. Við gætum eins búið i öðru bæjarfélagi ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Lúxus í tannlæknastólnum.
Mánudagur, 19. mars 2007
Hvað komast margir í lítinn Landrover jeppa?
Nú ætla ég að segja ykkur stutta sögu. Ég var eitt sinn á hestamannamóti á Vindheimamelum. Þurfti að komast til Akureyrar en eins og góðra hestamanna er siður, er ekki vaninn ( eða æskilegt) að vera akandi þá daga sem hestamannamótið stóð yfir. Ég ákvað því að húkka bíl og kippti einni vinkonu minni með mér svo ég liti betur út með puttann upp í loftið á þjóðveginum. .
Við þurftum ekki lengi að bíða þar til stoppaði hjá okkur lítill Landrover jeppi, TROÐFULLUR af útlendingum. Fólkið hafði bókstaflega troðið sér ofan á hvort annað, á gólfið , ja allsstaðar þar sem var laust pláss! Great.."get in" sagði bílstjórinn með hausinn út um bílrúðuna, ehee.. Við sögðumst halda að það væri ekki pláss fyrir okkur!! Yes yes ...it's plenty of room.. svo sagði fólkið að þau væri að kanna hvað væri hægt að troða mörgum inn í Landrover og vildu endilega að við tækjum þátt í tilrauninni .
Við litum á hvor aðra ..ég og vinkona mín, með glott á vör og tróðum okkur svo inn í þessa sardínudós. Ég lýg ekki þegar ég segist varla hafa náð andanum. Ég var með hökuna ofan í bringu í einum hnút , sat ofan á lærinu á fransmanni og var með brjóstin á bústinni konu á höfðinu. ( Hún var með stór brjóst) Vinkona mín hvarf undir stóran frakka ( Fransmann) samt var hún nú ekki talinn neitt lítil kona. Þegar við vorum komin upp á Öxnadalsheiði og ég var alveg komin að því að biðja um miskunn og hætta tilrauninni - HRUNDI bíllinn í orðsins fyllstu! Hann bara pompaði niður, hjólin á hliðina.. hláturskast og allir út að skoða!
Og þarna stóðum við , ég, vinkona mín og 14 útlendingar frá Frakklandi í einum hnapp og störðum á bílinn ( eða flakið). Fólkið sló sér á lær og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Stærði sig af því að hafa komið 16 manns inn í þennan litla jeppa. ( ég skil það ekki í dag) Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvernig fólkið kom sér til byggða en við ég og vinkonan kvöddum fólkið , og héldum okkar leið í átt til Akureyrar. Gengum fram á dauða kind, tókum niður markið á henni .. ...en það er önnur saga
Dægurmál | Breytt 20.3.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Pabbi
Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.
Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa.
Takk pabbi
Væmin í dag..já. En það verður bara að hafa það .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)