Papillon hundar

Marie Antoinette var með tvo Papillon hunda þar sem hún var höfð í haldi þar til hún var hálshöggvin, þjónustufólk hennar hugsuðu um þá þar til þeir dóu. Húsið er nú nefnt Papillon Húsið (The House of the Papillon)

Madam de Pompadour, ástkona Louis XIV Kóngs, átti tvo Papillon hunda, Inez og Mimi, það er til listaverk kallað Tryggðin (The Faithful) eftir Baron Albert Houtart sem sýnr Madam de Pompadour með Papillon í kjöltunni.
Papillon hvolpur

Þetta er hundategundinn sem ég held að henti mér og minni fjölskyldu best. Hver vill ekki glaðan líflegan greindan hund sem hægt er að kjassa og kúra með í sófanum.  Og hann er líka  til í langa göngutúra og það er nú eitthvað fyrir mig.  InLove.  Það kemst lítið annað í hugann þessa dagana en hvolpar, hundar , hvolpauppeldi og fleira sem tengist hundum. Ég hugsa að ég sé óþolandi heima fyrir Wink .     

'Eg er komin í samband við frábæran ræktanda sem er með hvolpa sem eru tólf daga gamlir, og við megum koma og skoða þá um páskana.  Þá verða þeir búnir að opna augun.  Fínt að fá sér bíltúr td. á skírdag því þetta er úti á landi. Ég er eins og lítið barn , ég hlakka svo til  GrinPapillon hvolpur

 Um Papillon :

Papillon er almennt glaður, ákafur og líflegur lítill hundur, mjög greindur og nokkuð öruggur í eigin hugsun um að hann sé í raun stór hundur í litlum líkama. Hann hefur fjörugt og mannblendið lunderni og ætti alls ekki að sýna nein merki um árásargirni. Papillon er ánægður með langa göngutúra og finnst einnig frábært að kúra með eiganda sínum heima við, fyrir framan sjónvarpið eða við arininn, hann nýtur þess að þóknast eigandnum, og verður oft háður honum.

Papillon er árvakur hundur, og fylgist vel með öllu. Ágætis varðhundur því þeir láta þig vita þegar ókunnugan ber að garði. Þeir geta gelt þegar að bjallan hringir en bjóða svo gestina velkomna þegar þeir kynnast þeim.

Papillon er fullur af þokka, hann getur verið ósvífinn, forvitinn og ótrúlega ástúðlegur. Þeir eru ekki hundar sem verða ánægðir að vera lokaðir inni á ræktunarbúi eða vera mikið einir, þeir vilja taka þátt í lífi fjölskyldunnar.  Papillon geta verið svolitlar dramadrottningar, t.d. þegar verið er að klippa klær, og venja verður þá strax við reglulega umhirðu. Bæði papillon rakkar og tíkur eru skemmtilegir félagar. Þeim líkar almennt vel við aðra hunda og dýr.

Papillon er athafnasamur hundur, þó ekki taugaveiklaður. Tegundin er einnig heppileg til þess að nota í vinnu t.d. fyrir heyrnarlausa, og sem þjónustuhundar (heimsækjaFiðrilda hundur elliheimili og spítala) og geta það sko alveg jafn vel og stóru voffarnir.  Papillon hefur náð góðum árangri í m.a. hundafimi, því þeir eru hraðir og læra vel.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó hvað þetta er sætur hundur.

Svona afþví þú nefndir allar þessar frægu konur með hundana sína þá man ég að Leonóara sem var lokuð í turninum í Köben var með  íslenskan hund sér til skemmtunar þar.

Góða ferð á fimmtudag. Mikið held ég að það sé gaman að fá Papillon hund.  Það er mynd af einum þrífættum en fjörugum og duglegum í bloggi hjá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sætur hvutti

Ólafur fannberg, 29.3.2007 kl. 07:17

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Fallegt kríli.Og nú kemur hundaæðið enn og aftur upp í mérverð alltaf svo viðkvæm þegar ég sé svona fallleg kríli.EEEEnnnnn hund fæ ég mér ekki.En gleðst með þér og skil vel að þér hlakki mikið til að sjá hvutta.

Knús .

Solla Guðjóns, 29.3.2007 kl. 09:17

4 identicon

Ég á svona hund sem heitir Rambo hef átt marga hunda en þessi er mjög sérstakur og virkilega yndæll.

Mæli með þessari tegund

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hæhæ vinkona, voðalega sætur þessi  ég segi eins og Solla ooohhh ég vill líka, en þarf að kæfa það í fæðingu  Takk fyrir öll kvitt og knús

Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2007 kl. 17:35

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þessi er æðislegur! Akkúrat einn svona fyrir þig. Verðið flottust í göngutúrnum

Heiða Þórðar, 30.3.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: bara Maja...

Jeremías hvað þetta er sætur hundur !!! akkúrat eins og ég vil

bara Maja..., 31.3.2007 kl. 12:53

8 Smámynd: Ester Júlía

Ég hlakka rosalega til að fá hvolpinn, líður eins og ég sé að eignast barn ...haha.   Jens, ég hef einmitt heyrt og lesið mér til um að þessir hundar eru BARA frábærir!   Guðjón, haha..já kettir eiga þræla en hundar eigendur...alveg rétt .  Ég sjálf hef alltaf verið meira fyrir stóra hunda, átti scheffer í denn tid en aðstæður í dag bjóða ekki upp á stóran hund , svo ég fæ mér bara mínihund

Ester Júlía, 1.4.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: halkatla

rosalega sætir

ef ég fæ mér einhverntímann hund þá langar mig í svona, samt finnst mér blandaðir hundar sem líta skringilega út eiginlega sætastir... 

halkatla, 4.4.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband