5 ára afmæli og skautar

Að borða súkkulaðiköku

Olli SÚPERMAN

Við héldum upp  á afmælið hans Olla á laugardaginn.  Mikið var litli kúturinn minn spenntur og vitandi það að afmælið væri klukkan þrjú , spurði hann á fimm mínútna fresti frá klukkan níu um morguninn, hvað klukkan væri Grin.  Það komu ansi margir bæði krakkar úr leikskólanum og fjölskyldan.  Svaka fjör og síðasti gesturinn fór um klukkan 20:00! 

      Skautaferð

  Við Olli Helgi töffari!

 

 

 

 

 

 

 

Í dag skelltum við okkur á skauta, ég, Helgi og Olli.  Þetta var í fyrsta skiptið sem við förum á skauta í Egilshöll og það var rosagaman. 

Það voru frekar fáir svo við höfðum nánast svellið út af fyrir okkur.  Heldur fannst mér þó dýrt að skreppa á skauta, það kostaði 2.400 fyrir okkur þrjú með leigu á skautum.  Ég spurði :  Er svo eitthvað skilagjald sem við fáum tilbaka?  Afgreiðslustelpan( frekar snúðug): Nei!   "Okey" sagði ég og hrökklaðist frá afgreiðsluborðinu..

En það var rosalega gaman að rifja upp gamla takta og snúninga, Olli var að fara í fyrsta skipti á skauta og var ansi  valtur á fótunum en grindin sem þið sjáið á myndinni reddaði málunum að nokkru leyti Tounge

Og ég .. ;)

 

 


Obbosí!

Fíkniefnahundur átti leið um afgreiðslu lögreglustöðvarinnar  þegar maður var staddur þar með hass í sokknum.  Hvað var maðurinn að gera á lögreglustöðinni með hass í sokknum?  Mér er spurn. Og afhverju  átti fíkniefnahundurinn leið þar um á sama tíma og maðurinn var staddur þar ? Tilviljun ? Ansas óheppni. WhistlingWink

are_u_on_drugs

 


mbl.is Áhugi fíkniefnahunds leiddi til handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007

Inför ESC 2007

Var að horfa á fulltrúa norðurlandanna spá fyrir um gengi þeirra laga sem keppa í ár.   Mér fannst Eiríkur Hauksson ekki hafa sig eins mikið frammi eins og sl. ár, enda er hann sjálfur að keppa fyrir íslands hönd.  Hlýtur að vera skrýtið að vera að dæma hin lögin og flytja sjálfur lag í keppninni.  

Ísland fékk nánast fullt hús stiga, fimm stig nema frá stjórnanda þáttarins.   Veit ekki alveg hversu mikil heilindin voru í stigagjöfinni hjá kollegum Eiríks, enda erfitt að dæma góðan kunningja.  En ég held ég geti þó fullyrt að stigin hefðu farið aðeins öðruvísi ef eitthvað annað land hefði flutt þetta lag.  En samt, jú allir virtust hrifnir af laginu, man að Sylvía fékk ekki svona góða dóma í fyrra. ( Hún sat reyndar ekki við borðið)    Mín skoðun : Eiríkur er gífurlega góður söngvari  - rokkari af guðs náð. Sammála Siggu Beinu með það að hann heldur laginu uppi , en lagið sjálft er slakt og flatt.  Laglínan þó ágæt.  

Tekið af Ruv.is :    Fulltrúi Íslands er Eiríkur Hauksson söngvari sem tvisvar hefur sungið í keppninni og syngur í ár lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Valentine Lost. Fulltrúar hinna Norðurlandanna í þessum þáttum eru þau Adam Duvå Hall frá Danmörku, Per Sundnes frá Noregi, Thomas Lundin frá Finnlandi, Charlotte Perelli frá Svíþjóð, sem vann keppnina árið 1999 með laginu Take me to Your Heaven, og þáttunum stýrir Svíinn Christer Björkman.


Nafn hvolpsins er komið!

Ég þakka kærlega fyrir tillögurnar sem ég hef fengið um nafn á hvolpinn minn.  Mörg skemmtileg og flott nöfn sem komu fram.  Ég er nú loksins búin að velja nafn á hvolpinn, sem hann mun vonandi bera næstu 13 - 15 árin.   Nafnið þykir mér virðulegt, fallegt, vinalegt og sætt og hentar  bæði hvolpi og fullorðnum hundi.  Það er ekki eitt af þessum týpísku hundanöfnum, svo það er ekki mjög algengt.  Það á svo auðvitað eftir að festast við hann og verða hans.   Ég er mjög ánægð með nafnið og hinir fjölskyldumeðlimirnar eru sáttir. Smile

Hvolpurinn minn heitir "Lúkas"

Papillon hvolpur


Ég er stolt móðir í dag

Hann elsku Olli minn er fimm ára Wizard .  Hugsa sér að það séu fimm ár síðan ég lá á fæðingardeildinni með hríðar..W00t .  Hann fæddist heilbrigður, 15 merkur, 52 cm. dökkbrúnn ( gulrótarsafadrykkja móðurinnar) með kolsvart hár. Til hamingju elsku strákurinn minn Heart
Standa hjá kisu ck. 10 mánaða
 1. árs 2. ára 3 ára með Fróða 5. ÁRA !

Óska eftir tillögum á nafni!!

Þá er það komið á hreint!  Ég verð hamingjusamur hvolpaeigandi 24 mai. InLove.  Brýt nú heilann í sameindir  og reyni að finna nafn á krúttið.  Ég óska hér með eftir nafna-hugmyndum,  frumlegum sem ófrumlegum.  Og koma svo kæru bloggvinir, allt sem ykkur dettur í hug!

  Hvolpurinn minn er lengst til hægri  í körfunni og er strákur.  Á myndinni til hægri er pabbi hvolpsins, svona til að gefa ykkur hugmynd um hvernig hvolpurinn gæti mögulega litið út þegar hann stækkar Heart

og hvolparnir Hermann

 


Ekki hundafærsla!

Hálsakot Ég var að koma úr sumarbústað fjölskyldunnar , Hálsakoti í Hvalfirði.  Þvílík endurnæring og dásemd.  Fórum í gær eftir annasaman Laugardag, varð að kaupa afmælisgjöf fyrir Olla minn sem á afmæli 10. apríl.  Afmælið kemur sem sagt upp á þriðjudegi eftir páska og að sjálfsögðu á hann að fá afmælisgjöfina um morguninn , áður en hann fer í leikskólann.  

Hljóp búð úr búð, fann ekki það sem ég var að leita að, og þvílík mannmergð!  Eins og þetta væri síðasti opnunardagur fyrir ..ja ..sumarið? ......hehe..Ótrúlega mikið í búðunum.  Tounge.  En fann að lokum það sem ég leitaði að.   Og svo þurfti að fara í apótek, taka bensín, matvörubúð..við ætluðum aldrei að komast af stað.    Komumst þó  upp eftir um fimmleytið, létum strax renna í pottinn, kartöflurnar á grillið , og svo getið þið  ímyndað ykkur rest Joyful Rosa notó. Ótrúlegt hvað maður verður afslappaður í sumarbústað, afhverju ætli það sé ? Eins og maður sleppi í burtu öllum áhyggjum, manni líður dásamlega.  Maður bara "er".Rjúpan á veröndinni

Rjúpa sem hefur gert sig heimakomna í bústaðnum, vappaði í kringum okkur og sat okkur til samlætis á veröndinni meðan við drukkkum morgunkaffið.  Ótrúlega spök enda foreldrar mínir miklir fuglavinir og laða að sér fugla, allt frá örnum til rjúpna.  Rjúpan var feit og pattarleg.

Komum sem sagt heim áðan, skruppum til pabba og mömmu í kaffi fyrst..kaffi og bestu pönnsur í heimi...InLove.  Páskalærið í ofninum núna, ég skulda mér góðan göngutúr en vantar ORKU..enda stóra páskaeggið sem ég fékk nánast búið Blush. PS. Uppskrift í athugasemdum í fyrri færslu.

Olli - bráðum afmælisbarn í bústaðnum. Á leiðinni heim ..


Hvolpapabbinn Hermann

Þið fáið bara bloggfærslur um hunda frá mér þessa daganna Tounge.  Fór í dag að heimsækja pabba hvolpsins míns.  Sá býr í Reykjavík og heitir Hermann.  Innfluttur verðlaunahundur.  Og sá er æðislegur.  InLove.Þvílíkt fallegur!Hermann Ég ætlaði ekki að geta komið mér út, hefði vel getað verið þarna allan daginn bara Grin.

Fór út í langan göngutúr fyrripartinn, labbaði hálfa leið til mosfellsbæjar og á leiðinni hringdi vinur minn í mig sem sagðist ætla að ná i mig og keyra mig heim.  Spreyja vatni yfir mig úr úðabrúsa svo ég gæti logið því að ég væri svo sveitt eftir gönguna Tounge.  Hann kom nú reyndar ekkert..svo ég varð að klára gönguna og verða "sjálf"sveitt LoL.  Var með fylltar beikonvafðarÉg og Hermann kjúklingabringur í matinn, er hreinlega að springa ennþá en mikið voru þær góðar! W00t


Heimsókn til Papillonræktanda

 Olli vinsæll Fórum austur á Hvolsvöll í dag í yndislegu veðri.  Þvílík falleg fjallsýnin í glaða sólskini.   Við vorum sem sagt að fara til að skoða hunda og hvolpa.  Papillon.  Og urðum hreint ekki fyrir vonbrigðum!  Langar ykkur .. Fullt af hundum , þvílíkt fallegum og skemmtilegum. Ég er fallegur Þetta eru yndislegir hundar, svo kátir, lífsglaðir og vinalegir.  Og rosalega fallegir. InLove.

Þeir voru með stórt gerði þar sem þeir gátu hlaupið og leikið sér og það gerðu þeir svo sannarlega.

  Ég varð strax ástfangin.  Skemmtilegt að sjá karaktereinkennin, einn var stærstur og hrikalegur töffari, ein var ofvirk og á FULLRI ferð, önnur var algjör prinsessa sem nennti ekki þessum látum, vildi bara láta klappa sér og kjassa - fá athygli.   

Svo fengum við að sjá hvolpana og mömmu þeirra.  Hvolparnir voru hreint yndislegir.  Steinsváfu enda bara þriggja vikna kríli.  Tvær stelpur og einn strákur.  Ég varð skotin í stráknum InLove.  Skil ekki þetta með mig og karlkynið, ég er eina kvenkynsveran á móti fjórum ( með kettinum) karlkyns á mínu heimili.  LoL

Mamma hvolpana er sko algjört rassgat, mjög lítil og nett, blíð og góð.  Hún er svört og hvít en pabbinn er meira brúnn.  Pabbinn býr í Reykjavík og ætlum við að heimsækja hann við tækifæri, verðum auðvitað að fá að sjá hann líka Wink.  Þetta var virkilega skemmtileg ferð, kíktum svo  til tengdó í Hveragerði á leiðinni heim og fengum kaffi og norska lappa..Pínulítil

 

.slurp!!   

og hvolparnir

Nei..ég er fallegri..

 


HVAÐ ER AÐ GERAST?

Þegar ég opna bloggið mitt, þá kemur alltaf upp á forsíðunni færsla sem ég skrifaði fyrir ÁRI síðan!  Sú heitir - Lilja forever.  Ég skrifaði þrjár færslur í dag ,  og þær eru þarna efst ef ég fer í færslulistann, en samt hoppar þessi ársgamla upp þegar ég opna bloggið.  ÉG er orðin ansi þreytt á þessu , hefur einhver verið að lenda í svipuðu í dag ? Er villa í bloggkerfinu, draugur eða vírus? 
 
Svartur köttur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband