Próf, harðsperrur og hvolpar

Það er sko alldeilis þungu fargi af mér létt, lífeðlisfræðiprófið búið Held bara að mér hafi gengið ágætlega, hittumst nokkur frammi á gangi eftir prófið og spurðum hvort annað hvernig gekk..og allir: "jamm ..veit ekki,  jú held vel , Woundering annars veit ég það ekki "..hahaha..  maður er svo slompaður eftir svona próf nefnilega, held þetta sér erfiðara en að hlaupa marathon.  Allur vindur úr manni og spennufall á eftir.   Gott þetta er búið!    Wizard, Verðlaunaði mig með Nings í kvöldmatinn! 

Annars er ég búin að vera að drepast úr harðsperrum í framanverðum lærum síðan á laugardaginn.  Dagurinn í dag var verstur.  Gekk eins og önd og átti erfitt með labba niður stiga..ááá.  Tounge. heheVið vorum nefnilega látin gera nýjar æfingar í skólanum sl. laugardag,  Pyramitískar..( veit ekki hvernig skrifað) Æfingar sem ganga út á mikið af hoppum jafnfætist og æfingar fyrir efri hluta með medicin-bolta (þungir boltar).  Armbeygjur og klappa á milli , stökkva úr meira en meters hæð ,vild' ég væri mús... beygja hnén þegar niður er komið og stökkva beint upp í loftið( sprengjukraftur).  Ég er vön að æfa lyftingar og er í fínu formi en þar sem þessar æfingar eru nýjar fyrir mig þá er líkaminn ekki vanur hreyfingunni og þess vegna fékk ég þessar gífurlegu harðsperrur.  Átti mjög erfitt með að hoppa jafnfætis yfir nokkrar grindur..það er af því að samhæfingu tauganna vantar.  Svo nú er bara að hoppa á hverjum degi og setja svo íslandsmet í hoppi eftir örfáa mánuði!  W00t

'A leið heim frá Keflavík kom ég við í húsi í Hafnarfirði til að skoða Chiuahuahua hvolpa.  Það var búið að vara mig með því að ef ég færi að skoða svona hvolpa þá væri ég fallinn.  Og það er rétt. ÉG er skítfallin fyrir þeim!  GOSH hvað þeir eru sætir, fimm vikna og jafnstórir og hendin á mér ..aldrei séð svona litla hvolpa.  Gorgeous

Klukkan er að verða ellefu og karlinn minn ennþá að vinna.  Við gætum eins búið i öðru bæjarfélagiWhistling ...

Tjúi og st.Bernard hvolpur

Bless í bili elskurnar.  Hearthang.in.there.baby


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá ... ég varð dauðþreytt við að lesa þetta ... sem þú leggur sjálfviljug á þig ... hehehehhe! Til hamingju með próflokin!!! Skil vel að þú fallir fyrir svona sætum hvolpum ... hvað er sætara?

Guðríður Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ester Júlía

Hahahaha...kannski komin með harðsperrur líka  ??? .   Já það er ekki margt sem er sætara en svona pínkulitlir mjúkir,loðnir hvolpar.. Takk fyrir mig

Ester Júlía, 22.3.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með áfangan

Við útskýringar þínar á harðsperrunumfór ég allt í einu að sjá apa og kengúrur og er alveg ákveðin í því að þessar æfingar eru uppfundnar af frumbyggjum Ástralíu

Solla Guðjóns, 22.3.2007 kl. 03:33

4 Smámynd: Ester Júlía

Þetta voru sko kengúruhopp

Ester Júlía, 22.3.2007 kl. 07:27

5 Smámynd: bara Maja...

Tillukku með áfangann  Ég forðast dýraheimili eins og heitann eldinn, verð alltaf sjúk og laangar svooo mikið í svona mjúkt...

bara Maja..., 22.3.2007 kl. 09:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá hvað þetta eru fallegar myndir. Ætlar þú þá að taka svona hvolp?

Til hamingju með prófið.

Ég hélt að þú fengir aldrei harðsperrur. Ekki gott að hafa þær.

Hafðu það gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.3.2007 kl. 11:30

7 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með áfangann

Ólafur fannberg, 22.3.2007 kl. 17:08

8 identicon

Til hamingju að vera búin að í prófinu

Kvitt kvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:38

9 identicon

Prófin eru alltaf best þegar þau eru afstaðin og alveg sama (eða nokkurn vegin) hvaða ungviði maður sér þau eru alltaf sæt.... féll fyrir kettlingi sl. vor og bara vesen að þrífa þessi hár um allt... en neita því ekki að hún er alveg yndislega sæt og oftast alveg til friðs. En það er eins með okkur mannfólkið við erum oftast í góðu gír þó svo að við getum stundum farið afskaplega í taugarnar á hvort öðru..
Englavinakærleikskveðja

Íris Björg frænka (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 14:08

10 Smámynd: Kolla

Til hamingju með að klára Lífeðlisfræðiprófið :9). Ég veit alveg hvernig það er að falla fyrir Chihuahua, enda á ég einn sem að vísu býr á Íslandi . En ég stend föst á því að einn daginn á ég eftir að fá mér Chihuahua aftur :)

Kolla, 23.3.2007 kl. 16:01

11 Smámynd: Ester Júlía

Takk kærlega fyrir Jórunn, já ég er að spá í að fá mér hvolp, það er þó ekki víst að það verði Chihuahua, gæti orðið eitthvern önnur smátegund.  Maður verður að vanda valið . Þórdís - fékkstu harðsperrurnar ??? ;o)

Ester Júlía, 24.3.2007 kl. 13:23

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 12:49

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bara að kíkja inn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband