Ætli pabbi sé búin að lesa Harry potter?

harry_yuleÉg er mikill bókaormur.  Les flest allt NEMA ævintýrabækur.. sem er svolítið öfugsnúið,  því ég er mikil ævinýrakona LoL.   Las hins vegar ævintýrabækur á unglingsárunum, ALLT sem ég komst í.

Bækurnar um Harry Potter eru vel markaðsettar bækur og allt verður vitlaust þegar að kemur út ný bók.  Sem vekur auðvitað forvitni mína.  Það hlýtur að vera eitthvað varið í þessar bækur?!    Fyrir nokkru  gerði ég  tilraun til að byrja á fyrstu bókinni en gafst upp eftir nokkrar blaðsíður.  Mér fannst hún bara ekki skemmtileg.  

Pabbi minn er mikill lestrarhestur.  Les allt sem vekur forvitni hans.  Ætli hann sé búin að lesa Harry Potter?  Þarf að spyrja hann.  Woundering

 


mbl.is Harry Potter allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég les flest nema ástarsögur og ég hef lesið eina Harry Potter og mér fannst hún fín.  Þessi eina.  Nenni ekki að lesa alla RITRÖÐINA.  HÍHÍ

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 10:43

2 identicon

Fyrsta bókin er hæg í gang - tók mig 3 mánuði að komast í gegnum fyrsta hluta fyrstu bókarinnar - eftir það fer þetta að renna svo skemmtilega að maður horfir aldrei til baka.

Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef heldur ekki fílað þessar bækur en var alltaf lestrarhestur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.7.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég les afskaplega mikið, en Harry Potter er ekki á dagskrá ennþá  

Afi minn sálugi gaf mér alltaf kókómjólk þegar við fórum í mjólkurbúðina... það er góða minningin sem gerir bragðið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.7.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Ester Júlía

Var það ekki kókómjólkin í þríhyrndu umbúðunum..ooooo hvað ég sakna hennar;) En ég skil vel þetta með góðu minninguna sem gerir bragðið

Ester Júlía, 21.7.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Lovísa

Ég las eina á ensku, fannst hún bara mjög fín. Finnst þær vera frekar barnalegar á íslensku, en töluvert meira áhugaverðar á ensku  

Lovísa , 21.7.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband