Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Loks giftu þau sig ..BRÚÐKAUP OG MYNDIR!
Kalli bróðir og Anna giftu sig þann 25. Júlí sl. í hinni fallegu Garðakirkju á Álftanesi. Brúðkaupið var yndislegt og eitt það skemmtilegasta sem ég hef orðið vitni að.
Pétur Ben og Ellen Kristján sungu með sínum íðilfögru röddum í kirkjunni og brúðarmarsinn var ekki hefðbundinn heldur var HEIL LÚÐRASVEIT sem spilaði hann.
Í lok mjög fallegrar athafnar lá við að maður hrikki í kút þegar að hljómsveitin, já hljómsveitin Milljónamæringarnir með Pál Óskar í fararbroddi spiluðu bítlalagið: "I Wanna Hold Your Hand" og allir byrjuðu að klappa og stappa á leið út úr kirkjunni, þvílík fagnaðarlæti!!
Og þegar við komum út úr kirkjunni kom það ekkert smá skemmtilega á óvart að sjá Ómar Ragnarsson við litla gula Fíatinn sinn (Fíat 125) með skráningarnúmerið "ÁST" bíða fyrir utan kirkjudyrnar eftir að keyra brúðhjónið í myndartöku og í veisluna á eftir. Brúðhjónin settist upp í bílinn, Ómar keyrði af stað í rólegheitum, hljómsveitin þar á eftir spilandi bítlalagið og brúðkaupsgestastrollan gekk fagnandi og syngjandi á eftir upp í félagsheimilið Garð þar sem gríðarleg veisluhöld héldu áfram fram á rauða nótt!
Ég læt myndirnar tala sínu máli - Enjoy!
Anna Brúður og Berglind dóttir sem fylgdi mömmu sinni upp að altarinu.
Ellen Kristjáns og Pétur Ben. í baksýn.
Brúðguminn Kalli með pabba sínum sem fylgdi honum upp að altari.
Pétur Ben að syngja gullfallegt lag.
Brúðhjón!!!!
Palli að syngja með kirkjuhljómsveitinni
Kirkjuhljómsveitin!
Á leið úr kirkju
Hluti af brúðkaupsgestum
Þessi beið öllum að óvörum fyrir utan kirkjuna brúðhjónunum til heiðurs!
Ómar Ragnarsson
Hluti af brúðkaupsgestum.
Nýgift og very happý!!!
Brúðkaupsbíllinn!
Yndisleg hjón, yndislegur dagur,dásamlegur bílstjóri.
Upp brekku ..
Og beina leið..
Uns komið er á leiðarenda..en þó er ferðin rétt að byrja.
Brúðhjón koma til veislu.
Stoltur faðir!
Stolt móðir!
Stoltir foreldrar!
Ég, Hafdís frænka, Þóra frænka og amma.
Aron minn og Helgi minn
Danni minn og Eva "mín"
Fallegur söngur!!
Dægurmál | Breytt 6.8.2008 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Löggan á eðluveiðum..(híhí)
Hvar annarsstaðar í heiminum myndi lögreglan koma að handsama eðlu nema á Íslandi? Fyndin og krúttleg frétt en ekki eins krúttlegt að eðlugreyinu hafi svo verið fargað.
Já ég veit, hún getur borið með sér ýmsa sjúkdóma og allt það en hún gæti þess vegna hafa verið sjúkdómalaus. Annars var þetta ofboðslega falleg eðla, með þeim fallegri sem ég hef séð, litrík mjög og gerðarleg.
Eðla á ferð í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Doktor Dauði fundinn?
Ég las þessa frétt á Visi.is :
"Segjast hafa fundið nasistaböðulinn Doktor Dauða
Starfsmenn Simon Wiesenthal stofnunarinnar segja að þeir hafi fundið Aribert Heim þekktan nasistaböðul frá tímum seinni heimstyjaldarinnar.
Heim sem þekktur var undir nafninu Doktor Dauði sé í felum ásamt dóttur sinni í smábænum Patagonia í Chile. Tveir menn frá stofnuninni eru nú á leið til bæjarins til að staðfesta þessar upplýsingar.
Heim var yfirmaður í Mauthausen útrýmingabúðunum í Austurríki þar sem hann framkvæmdi skurðaðgerðir og aflimanir án þess að deyfa eða svæfa viðkomandi. Einnig mun hann hafa pínt marga af föngunum í búðunum áður en hann myrti þá "
------------
Í framhaldi af lestrinum gúgglaði ég Aribert Heim (Dr. Dauða) og las ýmsar greinar og skoðaði myndir tengdum böðlinum.
Og þvílík grimmdarverk sem þessi böðull framkvæmdi! Aflimanir án deyfingar, opna fólk og taka úr því líffæri án deyfingar, skera af fólki höfuðleðrið án deyfingar osfr. Skipti engu hvort um var að ræða lítil börn eða gamalmenni.
Ég vona innilega að þessi mannskepna náist og hann fái sem harðastan dóm fyrir verk sín þótt sá dómur muni að sjálfsögðu aldrei fullnægja þeim grimmdarverkum sem hann er sekur um.
Dr. Dauði er 93 ára (jafnvel eldri) og hvort sem hann finnst eða ekki þá sleppur hann ekki við dóm frá þeim sem öllu ræður. Og þess er varla langt að bíða.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Hann var falleg kona (myndir)
Thomas Beatie, maðurinn sem gekk með barn er orðinn léttari. Hann fæddist kvenkyns og var falleg kona sem tók m.a þátt í fegurðarsamkeppni en honum leið aldrei vel í eigin líkama. Tók m.a inn karlhormóna og lét fjarlægja brjóst sín. Lét ekki fjarlægja kvenkynfærin því honum langaði alltaf til að eignast barn. Hann er giftur, spurning hvort að konan hans hafi ekki getað gengið með barn eða hvort þetta hafi bara verið samkomulag hjá þeim. Alla vega, þetta er spes, ekki á hverjum degi sem karlmaður eignast barn.
með konunni sinni, í sónar, hjá Ophru.
Karlmaður fæðir dóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 30. júní 2008
Ein flott fyrir svefninn...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 27. júní 2008
Vona að það sé í lagi með hestana ..
..í Víðinesi þar sem merin mín er. Víðines er bara rétt við hliðina á Álfsnesi. Ég sé yfir í Álfsnes frá heimili mínu og sem betur fer leggur reykinn í vesturátt. Hrossin eru austanmegin við Álfsnes.
Og að sjálfsögðu vona ég að allir hafi komist heilir á húfi frá eldinum og reyknum.
" Nokkur erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Stærsta verkefnið var eldur sem kviknaði í urðunarstöð sorphauganna í Álfsnesi og kraumar þar enn."
Nokkur erill hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 23. júní 2008
Glænýjar sumarmyndir :)))
Tók þessar á sunnudag (23 júní). Smellið tvisvar til að stækka!
Í víðinesi :
Hér er hún Ótta mín í girðingunni i Víðinesi. Þarna erum við nýkomnar úr reiðtúr.
Falleg hún Ótta
Aðeins að strjúka henni áður áður en við kveðjumst.
Mosfellsbær í baksýn
Einn koss að lokum.
Kvöldganga í Grafarvoginum:
Þar er fallegt.
Lúkas að njóta sín í grasinu
Að skokka í grasinu
Rakst á þessa tröllaskó í göngutúrnum.
Og hér er skyrta trölla, vel gengið frá henni á stól.
Séð af göngustígnum yfir golfvöllinn.
Ef vel er að gáð má sjá seli.
Og hér sést glitta í Korpúlfsstaði.
Ertu ekki að koma??
Er þetta ekki eitthvað sem þú ættir að halda á?
Ég elska göngutúra!!
Í átt að Esjunni.
Eigum við að rölta heim?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. júní 2008
Vinkonu dreymdi tvo ísbirni
Ekki reyndust sporin vera eftir isbjörn, heldur voru þetta líklega hóffför eftir hest/a. Hvað er líkt með hesthófum og ísbjarnarþófum?
Ég átti samtal við vinkonu mína í gær sem sagði mér að hana hafi dreymt tvo ísbirni fyrr í vor. Vegna þess hvað hún er berdreyminn varð hún því hissa þegar að fregnir bárust af mögulegum hálendisbirni og tók hún þeim fréttum með fyrirvara.
Vonandi fyrir þjóðarbúið "og ekki síst fyrir birnina" hafa ekki fleiri bangsar klifað upp á íslandsstrendur um sinn alla vega .
Hálendisbjörn trúlega hross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. júní 2008
Er ekki nær að leita að ísbjörnum?
Í stað þess að leita að ísbjarnasporum? . Getur verið að það sé ísbjörn á hálendinu? Er þetta kannski fyrsti ísbjörnin í röð þessara ísbjarna sem fundist hafa sl. vikur? Pólsku ferðamennirnir vissu td. ekki um ísbjarnaveiðar íslendinga síðustu vikur. Afhverju ætti þeir að ljúga til um bjarnarspor? Og ferðamönnunum er lýst sem mjög trúverðugum. Það verður spennandi að fylgjast með.
Leit að hálendisbirni heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Myndir úr ýmsum áttum.
Var að setja inn nokkrar myndir :))
Í gróðurhúsi í Hveragerði..Lúkas og ég
Olli og Silja vinkona hans í Hveragerði, Sumardagurinn 1.
Simbi 12 ára og Lúkas 1.árs sætastir!
Davíð bróðir og ég að syngja á árshátíð World Class.
Útsýnið út um gluggann heima hjá mér :)
17. Júní :)
Love Lúkas :)
Hehehe...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)