Sverige.. Nu kommer jag... :))

Þetta verður eflaust síðasta bloggfærslan mín í bili.  Ég er nefnilega að fara til Svíþjóðar á morgun..jibbí!  Ég ólst að miklu leyti upp í Svíþjóð þar sem pabbi minn var í námi þar.  Mamma vann fyrir heimilinu á Sjúkrahúsinu.  Ég var í leikskóla og byrjaði í grunnskóla þar.  Þar fæddist líka bróðir minn, hann Kalli.  

Lundur er yndislegur bær.  Ég og foreldrar mínir hafa sterkar taugar  til hans.  Við höfum aldrei slitið strenginn alveg við Lund , alltaf verið viðloðandi við bæinn.  

Og nú hafa pabbi og mamma stigið stóra skrefið, keypt hús í Lundi. Og meira að segja í sama hverfi og við bjuggum í þegar ég var lítil.   Þau eru búin að vera úti í um það bil mánuði að sjæna húsið til, láta setja flísar, parkett og mála.  

Og þangað er ég , Helgi og Olli að fara á morgun.  Ég hlakka gífurlega mikið til að koma "heim" LoL.

Ég ætla að fara í Kallbybadet ( a með tveimur punktum), skoða nýju flottu verslunarmiðstöðina, keyra upp í Djurslöv þar sem ég vann sem aupair ( fólkið hlýtur að vera flutt), jafnvel að fara í Astrid Lindgren garðinn ef við náum því, fara á ströndina í Lomma og ekki væri leiðinlegt að eyða eins og einum degi í Köben, en það er þó ekki víst að ég tími því. 

Elsku bloggvinir, vinir og vandamenn , hafið það æðislega gott á meðan.

Knús og kossar Heart 

Ps. smellið  á línkinn hér að neðan og hlustið á nýjasta lag Millana sem "lak á netið":

Við elskum þig nú samt

 

vildanden4

 

Þetta er skólinn sem ég var í þegar ég var lítil 

 

 

 

 

 

 

Vildanden

 

Á Vildanden.  Svona leit húsið út sem við bjuggum í þegar pabbi var í námi.  

 

 

 

 

 

 

lund.ped.st

 

 

Gata í Lund

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lund_gata

 

 

Gata í Lund

 

 

 

 

 

 

70475-Domkyrkan_the_cathedral-Lund

 

 

Fallega eldgamla Dómkirkjan í Lundi.

 

 

 


Hann var fallegur maður.

Jim_Morrison_photoHann dó af of stórum lyfjaskammti, hvaða máli skiptir HVAR?  James Douglas Morrison (8 December 19433 July 1971)  eins og hann hét réttu nafni  var frábær tónlistamaður, kvikmyndagerðamaður og skáld en því miður fór hann illa með sig á sukki og eiturlyfjaneyslu.  

Val Kilmer, var í hlutverki Jims Morrison í myndinni - The Doors frá árinu 1991. Hann söng sjálfur í myndinni og þótti einmitt mjög líkur Morrisonog það er rétt, þeir eru ótrúlega líkir.    kilmer1Val kilmer

Hann var mjög myndarlegur og ég held að hann hafi verið viðkvæmur eins og svo algengt er um listamenn. Því miður dó hann  aðeins 27 ára gamall.  

 


mbl.is Lést Morrison í næturklúbbi eða í baðkarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn tábrotnaði

Togari Æ þetta er erfitt - ekki síst fyrir aðstandendur sem heima sitja.   Fyrrverandi maðurinn minn tábrotnaði eitt sinn þegar hann var á frystitogara.  Fékk ofan á tánna bobbing ( veit ekki hvort þetta er rétt skrifað).

  Þegar ég fékk fréttina um að maðurinnn minn  hefði slasast, þá leið mér eins og hann væri við dauðans dyr.  Fór að gráta og allt.  Ég var reyndar tuttugu árum yngri þá, minnir að ég hafi verið ólétt og því viðkvæm í meira lagi.  En það er alltaf erfitt þegar að ástvinir slasast.  Vonandi er þetta ekki slæmt brot hjá viðkomandi sjómanni.  

  


mbl.is Fótbrotinn skipverji fluttur í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þoli ekki golfbíla..

Golfbílar bannaðir!...sem keyra á gangstéttinni!    Og ég ætla að nota tækifærið og pirrast aðeins.  Það sem fer mest í taugarnar á mér við golfbíla er þegar að ökumenn þeirra keyra á gangstéttinni sem ætluð er gangandi vegfarendum þar sem ég ( og fleiri) hleyp iðulega.

Þetta  getur skapað mikla hættu.  Börn og fullorðnir að hjóla, fólk á línuskautum eða að hlaupa.  Eldri borgarar í göngutúr.  Svo kemur allt í einu GOLFBÍLL brunandi eftir gangstéttinni!  Afhverju keyra þeir ekki á grasinu fyrst að það má það??Reyndar er það ekki mjög algengt sem betur fer að sjá golfbíla á gangstéttinni en kemur þó fyrir. 

Leiðinlegt að heyra með konuna sem fótbrotnaði þegar hún varð fyrir golfbíl.  Hvernig ætli það hafi gerst? Bílarnir keyra nú yfirleitt ekki á mikilli ferð. Kannski sá ökumaðurinn ekki konuna og bakkaði á hana. - Er annars bakkgír á golfbílum?  Hef ekki hugmynd. Woundering

 

golfbil

 


mbl.is Kona varð fyrir golfbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadrukkið lið borið út í bíl.

ArabianÆtli afgreiðslufólkið hafi ekki verið í stórvandræðum með að lesa út úr heildarupphæðinni.  Þrettán milljónir..hvað eru mörg núll í því?  

En hvernig er þetta hægt? Mér er sama þótt flaskan kosti 100.000.- , var fólkið enn með meðvitund þegar leið undir morgun?  

Hugmyndaflugið  fer á flug og ég sé fyrir mér feitan olíufursta frá arabalöndum, eldrauðan í framan,  með gífurlega gott áfengisþol lyppast niður undir morgun af allri drykkjunni um nóttina.  Föruneyti hans er löngu sofnað í sófanum. W00tDýrir drykkir

 


mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert svooo flott kona!! En.....

Ég lenti í frábæru atviki í dag! Fór niðrá laugaveg á bílnum í dag að ná í manninn minn og börnin.

Höfðum ákveðið að hittast  við Mál og Menningu og lagði því bílnum þar. Þegar ég er
nýkomin út úr bílnum labbar til mín maður..ck. 25 - 30 ára með bakpoka. Leit út eins og
ferðamaður og ég hélt fyrst að hann væri útlendur. marilyn-kornman-m

- "VÁÁÁÁÁ"
segir hann og horfir á mig!
- "HA ?" .. segi ég á móti .
-"VÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT KRÚTT"!!! segir hann þá.
- "Hvað segiru , hver "? ..segi ég.
- "ÞÚÚÚ...þvílíkt flott kona"!!!!! Segir hann uppnumin.

Ég brosti kurteisislega og þakkaði honum fyrir.

- "NEI"
..segir hann þá allt i einu.
- "HA "...? segi ég aftur og horfi á hann undrandi.
"NEI"
endurtekur hann, "ÉG VAR AÐ GRÍNAST"

Svo tók hann um hálsinn á sér og lét eins og hann væri að kyrkja sjálfan sig og skar sig svo á háls með látbragði og skaut sig í höfuðið! Svo gekk hann í burtu.
Eftir stóð ég og vissi ekk20070223jericho2i hvort ég ætti að hlægja eða gráta :)))

 

 

 

 

Ég bjó í níu ár í miðbænum og var búin að gleyma hvað mannlífið þar er litskrúðugt.  Þetta hefði ekki átt að koma mér á óvart en gerði það svo sannarlega.  Nú er ég nefnilega orðin úthverfarotta þar sem allir eru svo  normal og eðlilegir Whistling

                                                                                                                                                              

 


Iss - góða veðrið kemur í vikulok

Æ aumingja danirnir.  Mikið rosalega skil ég þá vel.  Það hlýtur að vera það sama upp á teningnum í Svíþjóð og Noregi.  Þar hefur verið vott sumar líka.  Við íslendingar getum hins vegar unað glaðir við okkar fína sumar.  Líklega er ég  á leiðinni til svíþjóðar eftir nokkra daga.  Og þá verður að sjálfsögðu komið sólbaðsveður þar.  Svíþjóð tekur alltaf vel á móti mér Kissing

Amager ströndAmager strönd 


mbl.is Huggandi ferðalög til sólarlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átrúnaðargoð æskunnar- hér eru mín ..

Það hljóta allir að hafa átt átrúnaðargoð í æsku.  Einhver sem þið vilduð ólm líkjast. Dýrkuðuð og dáðuð.   Ég ætla að telja upp nokkrar sem mig langaði að líkjast þegar ég var "ung".  

Atrizes_RachelWelch Rachel Welch

Afhverju man ég ekki. Mér fannst hún bara rosalega sæt og flott kona.

 Bo Derek

boderek_10_publicityphoto2Hún var ÆÐI í - 10 !  ÉG dýrkaði hana!  Henni langaði mér að líkjast!!  

 

 

Gina Lollobrigida1

 Gina Lollogibrida

Veit ekki hvar ég gróf hana upp.  Mamma horfði mikið á gamlar bíómyndir, örugglega séð hana í einni slíkri. Gina var sæt og rosalega kynþokkafull. Langaði að vera eins og hún. 

 


blue_lagoon
 

 

 

Brooke Shields

Ég elskaði hana í "The Blue Lagoon!  Gjörsamlega dýrkaði hana. Hún var guðdómlega sæt!  Og reyndar dýrkaði ég líka ljóshærða krullhærða strákinn  sem lék á móti henni. 

 Olivia Newton John  olivia

 Common, allar vildum við líkjast Oliviu!! Hún var aðalgellan í Grease!  Og ég sá myndina alla vega 7 vinnum!

 

 

Sophia_LorenSophia Loren

Sophia var í mínum huga fullkomin!   Það var ekki til fullkomnari kona en hún.  Ótrúlega falleg , stórkostlegri en orð fá lýst!  Langaði mikið að líkjast henni.flashdance200x248

Jennifer Beals

Ég dýrkaði hana í Flashdance! Hún dansaði svo frábærlega og þarna var ég sjálf í Jazzdans, líf mitt snérist um dans alla daga.  Hún var frábær! Langaði að dansa eins og hún. (Þið hafið séð hana þessa í The L-Word Wink)

 

paris-hiltonParis Hilton

 

 

 

 

 

 

 

 

 

NEI DJÓK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég bara varð!!!!!LoLW00tLoL

 


Kötturinn og hundurinn

Af því ég er svo stolt af dýrunum mínum þá verð ég að setja hér inn myndasyrpu af þeim saman sem ég tók í dag. 

Simbi kisa ( 11 ára) væri  alveg til í að kúra með Lúkasi ( 4 mánaða), EF það væru ekki svona mikil læti í kvikindinu LoL. Vill endalaust leika og leikurinn fer þannig fram að það er bitið í eyru og fætur á kattagreyinu.  Ekki alveg hans tebolli sko!  En náði alla vega nokkrum myndum af þeim saman.  

gott að lúlla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Teygja sig meira

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ahhh teygja sig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kisa ekki alveg sátt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sætastir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sæt saman

 


Endalokin?

Hefði ég hugsað ef ég hefði verið um borð.  Ég hef alltaf verið mjög flughrædd en þó hefur mér tekist að halda ró minni undanfarin skipti.  Enda hef ég flogið oftar síðasta árið en síðustu tíu ár þar á undan.  EN það má ekkert út af bera.  Blossi í vélinni ásamt hávaða ..nei ..ég hefði vart borið þess bætur...og þó..?W00t

 

4LEE_Lightning

 


mbl.is Eldingu laust í þotu Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband