Þú ert svooo flott kona!! En.....

Ég lenti í frábæru atviki í dag! Fór niðrá laugaveg á bílnum í dag að ná í manninn minn og börnin.

Höfðum ákveðið að hittast  við Mál og Menningu og lagði því bílnum þar. Þegar ég er
nýkomin út úr bílnum labbar til mín maður..ck. 25 - 30 ára með bakpoka. Leit út eins og
ferðamaður og ég hélt fyrst að hann væri útlendur. marilyn-kornman-m

- "VÁÁÁÁÁ"
segir hann og horfir á mig!
- "HA ?" .. segi ég á móti .
-"VÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT KRÚTT"!!! segir hann þá.
- "Hvað segiru , hver "? ..segi ég.
- "ÞÚÚÚ...þvílíkt flott kona"!!!!! Segir hann uppnumin.

Ég brosti kurteisislega og þakkaði honum fyrir.

- "NEI"
..segir hann þá allt i einu.
- "HA "...? segi ég aftur og horfi á hann undrandi.
"NEI"
endurtekur hann, "ÉG VAR AÐ GRÍNAST"

Svo tók hann um hálsinn á sér og lét eins og hann væri að kyrkja sjálfan sig og skar sig svo á háls með látbragði og skaut sig í höfuðið! Svo gekk hann í burtu.
Eftir stóð ég og vissi ekk20070223jericho2i hvort ég ætti að hlægja eða gráta :)))

 

 

 

 

Ég bjó í níu ár í miðbænum og var búin að gleyma hvað mannlífið þar er litskrúðugt.  Þetta hefði ekki átt að koma mér á óvart en gerði það svo sannarlega.  Nú er ég nefnilega orðin úthverfarotta þar sem allir eru svo  normal og eðlilegir Whistling

                                                                                                                                                              

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

*lol*

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 21:20

2 identicon

Ja hérna, spes!

Ragga (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Á hveju skildi hann hafa verið??

Huld S. Ringsted, 23.7.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Ester Júlía

Já þetta var MJÖG spes.  Hann nefnilega virkaði svo svakalega "eðlilegur" maðurinn.   En ef ég ætti að giska á eitthvað , þá myndi ég helst nefna "sveppir". 

Ester Júlía, 23.7.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert flott kona

Einar Bragi Bragason., 23.7.2007 kl. 22:31

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dísess! Þetta er nú bara sýrutripp dauðans....

Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 22:43

7 identicon

Þetta hefur verið skemmtileg upplifun! Ég elska þá tilfinningu að vita ekki hvort maður ætti að gráta eða hlæja!

Hins vegar fannst mér æðislega gaman að sjá eina konu verða svo sótrauðust í framan þegar hún kom á bókasafnið með litla barnið sitt og það byrjaði auðvitað á því að benda á mig í afgreiðslunni og sagði hátt við mömmu sína: "Sjáðu mamma, manninn með sköllótta hárið!"

Ég veit að maður á ekki að hlæja að lánþegum safnsins ... en konan varð bara svo rauð og þetta var svo yndislegt allt saman! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:01

8 Smámynd: Ásta Soffía Ástþórsdóttir

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta drepfyndið!

Ásta Soffía Ástþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 11:59

9 Smámynd: Drilla

HAHA, ég elska sérvitringa, hef gaman af þeim, eins og einn sem söng fyrir mig í Fjarðarkaup í vetur, hátt og snjallt yfir alla búðina og hélt í hendina á mér.

Hann er frægur sérvitringur og kemst upp með að haga sér svona, ef hann hefði ekki verið þekktur fyrir sín uppátæki þá hefði ég bókað haldið að hann væri á einhverju og ekki fundist hann eins skemmtilegur :)

Ég ætla að verða sérvitringur þegar ég verð stór, það fylgir því forréttindi :)

En þú ert skoooo flott kona :)

Drilla, 24.7.2007 kl. 12:28

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já en þú ert svo flott kona. Það finnst mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.7.2007 kl. 16:08

11 Smámynd: mongoqueen

Þú ert sko stórglæsileg stelpa.

Hefur þetta ekki verið falin myndavél eða eitthvað svoleiðis???

mongoqueen, 24.7.2007 kl. 19:43

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Kíktu á barnasögu saxa

Einar Bragi Bragason., 25.7.2007 kl. 00:48

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegt auðvita meinti hann þetta og vissi svo ekkert hvernig hann ætti að haga sér í framhaldinu....skemmtilegar svona létttruflaðar verur

Solla Guðjóns, 26.7.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband