Myndir frá helginni 17-20 Júlí '09.

Kíkið á nýjasta (efsta) albúmið. Og endilega stækkið myndirnar eins og hægt er - sérstaklega landslagsmyndirnar :).

Kær kveðja Ester.  Ester


Hér eru nokkrar nýjar myndir fyrir fjölskyldu og vini í útlöndum :-)

 Hér eru nokkrar nýjar myndir. Þetta er bara brot af myndunum, munið að fara í myndaalbúm og skoða nýjasta albúmið (sumar'09) og skoða allar myndirnar.                                                                                                                       

Allt annað að sjá garðinn núna.Vorum að taka garðinn í gegn, setja þökur og færa til hellur.  Er ótrúlega ánægð með garðinn eftir breytingu!

 

 

 

 

 

 

Olli og Óliver í brekkunni fyrir ofan húsið

 

 

 Olli og Óliver besti vinur hans í brekkunni fyrir ofan húsið okkar. 

 

 

 

 

 

 

Í fótbolta

 

 

 

 

Olli í fótbolta 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin mín :)

 

 

 

 

Stákarnir mínir í garðinum okkar.

 

 

 

 

 

  

Alveg að koma til mín

 

 

Fór og heimsótti Óttu í hagann. Hér er hún að rölta á móti mér, orðin vel feit þessi elska :). 

 

 

 

 

 

Skemmtileg heimsókn.

 

 

Elísa og Árni komu við hjá okkur á leiðinni í matarboð til Þurý systir Elísu. Hyske og Erling (frændi Helga) eru í heimsókn á Íslandi og eru hjá Elísu og Árna núna. Hyske býr til skartgripi úr steinum og er mjög hrifin af íslensku steinunum. Ég fékk mjög fallegt steinahálsmen að gjöf frá Hyske.  


Ég veit lausnina!

Að hætta að reykja marijuna Wink .
mbl.is Forðast bað í 35 ár í von um að eignast þá son
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4.sætið í Vetrarleikum Fáks

Haldið ekki að stelpan hafi ekki bara nælt sér í sæti! 

Nokkrar myndir:

Að undirbúa keppni

 

 

 

 

 

 

 Verðlaunaafhending

Á fljúgjandi ferð Ég í ljósri peysu Við Ótta að koma úr upphitunartúr


Svaðilför í Heiðmörk fyrir mörgum árum.

Hestar ríða í fylkingu á ísnum þegar að ísinn brestur skyndilega undan þeim og enginn fær neitt við ráðið og hestar og menn steypast niður í jökulkalt vatnið. Verður uppi fótur og fit, menn vita ekki hvað á þá stendur veðrið og halda fast i tauminn, þora ekki að sleppa. Fólk á tjarnarbakkanum horfir á sem steinrunnið. En einn var það sem áttaði sig fljótt, hann lætur frá sér myndavél , fer úr úlpu og hendir sér útí ískalda vökina. Þar stendur hann í ströngu með að koma hestunum upp úr og gefa fyrirskipanir, lætur hestana spyrna sér upp úr vatninu með því að nota lærið á sér sem spyrnu. Fjölnir Þorgeirsson heitir maðurinn og vann hann þrekvirki að mínu viti þennan dag í tjörninni í fimbulkulda. Við svona aðstæður sannast úr hverju menn eru gerðir.

Ég minnist þess þegar ég sjálf lenti undir ís á hesti fyrir mörgum árum síðan. Vorum við nokkrir krakkakjánar - um það bil sextán ára í útreiðartúr í Heiðmörkinni. Þetta var í apríl í góðu veðri en þó var nokkuð kalt og þunnur ís yfir vötnum og ám. Allt í einu dettur einum af okkur í hug að sundríða yfir mjóu ánna sem þarna liggur, nú er ég ekki viss á nafninu á ánni , líklega Hólmsá eða Suðurá en það er þó ekki aðalatriðið.   Þunn ísslikja var á ánni en okkur fannst það ekkert tiltökumál. Sundríða skildum við.

Við völdum stað þar sem auðvelt var fyrir hestana að fara útí en þegar til kastanna kom þá þorði enginn að fara  fyrstur.   Þannig að "hetjan" ég ákvað að fara fyrst og hvatti hestinn sem óð útí ánna.   Eftir það gerðist allt mjög hratt, allt í einu varð áin botnslaus, hesturinn hvarf undan mér ofan í vatnið og ég var allt í einu ein á báti , fann hvernig ég sogaðist niður og stígvélin mín urðu blýþung.  Einhver hélt yfir mér verndarhendi því allt í einu var ég komin með hendina á spýtu sem stóð á bakkanum og vinkona mín náði taki á mér og dró mig upp úr.  (Skil ekki enn í dag hvernig mér tókst að ná að bakkanum og ná taki á þessari spýtu, ég sem var útí miðri ánni.) Rennandi blaut og  skjálfandi  leit ég  út í ánna og sá í hófana á hestinum mínum og svo hvarf hann í iðuna en allt í einu var hann kominn með hausinn upp úr og tókst að koma sér upp  sömu leið og hann fór útí.

Þetta var lífsreynsla sem ég hefði gjarnan vilja vera án. Hvorki mér né hestinum varð meint af volkinu en þetta hefði svo sannarlega getað farið ver, mun ver.

En mikið er ég fegin að hestum og mönnum varð ekki meint af á Reykjavíkurtjörn í gær.

Íshestur 


mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótta mín komin í hús og á skaflana ;)- nokkrar myndir

 Fyrsta sinn � bak � vetur!Feit og falleg img_3068.jpgimg_3069.jpgimg_3070_747779.jpgimg_3071.jpgimg_3065_747782.jpgNú vil ég fá brauð! Í stíunni eftir reiðtúrinn Hesthusakotturinn

Það sem poppar upp í hausinn á manni stundum.

enigma.jpgÞetta er bræðingur en læt það flakka ... Smile 

Margur er sár, já margan ég þekki
Sem misst hafa bílinn, húsið og allt
Ísland er gjaldþrota , bundið í hlekki
skuldin er milljónir þúsundfalt.

Hvað er að gerast,hvar endar þetta
Hver svarar spurningum okkur í vil
auðnmenn og ríkið almenning pretta
Fari þeir allir fjandans til.

Estro


Fjármálaráðgjöf - segðu upp líkamsræktarkortinu!?

workingymGetur verið að þetta sé satt?  

'Eg var að heyra að það fyrsta sem fjármálaráðgjafar segja fólki að gera í kreppu er að segja upp líkamsræktarkortinu.  Þeir vilja meina að fólk geti frekar farið út að ganga/skokka í stað þess að eyða pening í líkamsrækt.   Auðvitað er gott og gilt að fara út að ganga.  En það er svo mikið innifalið í  að fara í líkamsrætarstöðina. Öll fjölbreyttnin og síðast en ekki síst félagskapurinn. 

Ég vona að það sé ekki algilt að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki þetta. Að rækta líkama sinn er líka að rækta sálina og andann.  Og ekki er félagskapurinn síður mikilvægur. Komast út úr húsi, hitta annað fólk og spjalla um daginn og veginn.  

Líkamsrækt er besta og árangursríkasta leiðin til að láta sér líða betur andlega, það er engin bábilja og þekki ég það vel af eigin reynslu. 

En hvað finnst ykkur?  Er líkamsræktarkortið það fyrsta sem myndi fjúka hjá ykkur? Og  þekkið þið það af eigin raun - að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki að segja upp líkamsræktarkortinu sínu?

4_hrs_gym-1   "- ég stóðst ekki þessar myndir .. Wink"

 


Gamlar myndir teknar í Svíþjóð

Mamma var að senda mér yndislegar gamlar myndir, teknar ck. 1970-1973. Verð að birta þær hér .  Þetta eru myndir teknar í Lundi - Svíþjóð.  Mamma með Kalla bróðir, mamma í vinkonuhóp og svo ein af Kalla krúttbróðir. 

Mamma með Kalla bróðir í Svíþjóð Mamma ásamt vinkonumKalli bróðir ck. eins árs


Hallgrímur alltaf góður

Hallgrímur HelgasonÞessa bók þarf ég að lesa.  Ein af fyndnari bókum sem ég hef lesið er 101 Reykjavík og vona ég að þessi sé ekki síður fyndin. Hallgrímur er með fyndnari mönnum þegar hann tekur sig til. Ekki veitir manni af smá hlátri á þessum tímum þegar hver fréttin slær annarri við í svartsýnisböli.  

 

Umfjöllun : "Ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar, sem kemur út á þriðjudag, fjallar um leigumorðingja króatísku mafíunnar í New York, Toxic að nafni. Hann neyðist til að flýja Bandaríkin og fyrir röð tilviljana endar hann í flugvél á leið til Íslands. Við komuna til Keflavíkur lendir mafíósinn í fangi íslenskra trúboðshjóna sem halda að hann sé amerískur sjónvarpsprestur kominn til að predika á sjónvarpsstöð þeirra, Amen.

Fyrsti kafli bókarinnar, sem heitir 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, birtist í Lesbók Morgunblaðsins á morgun."

 Hljómar vel ekki satt ? Smile


mbl.is Hallgrímur Helgason skrifar um króatískan leigumorðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband