Laugardagur, 9. desember 2006
Kolvitlaust veður!
Var að koma inn úr kolbrjáluðu veðri..úfff. Fór niður í Laugar til að læra um sjöleytið og þá var hálfgerður skafrenningur. Kom heim um tíuleytið áðan og þá hafði snjókoman breyst í rigningu og það hefur hvesst ennþá meira. Þvílíkur vatnselgur á götunum! Rosaleg rigning og rokið tók þvílíkt í bílinn. Samt skárra að hafa rigningu en skafrenning.
Ég fékk að nota fundarsalinn í Laugum til að læra því þar er þögn og þar er friður.. og mér veitir sko ekki af því! Er að byrja í prófum á mánudaginn, og lestrarefnið er ótrúlega mikið! Næringafræði á mánudag, lífeðlisfræði á miðvikudag og þjálffræði + útreikningar á laugardaginn. Nám með vinnu hvað!
Tók mér frí á mán - þriðj - miðvikud til að geta komist alla vega einu sinni í gegnum efnið. Við sem erum í þessu námi erum ekki alveg nógu ánægð með hvað þetta nám er yfirgripsmikið og auglýst sem "nám með vinnu". Það er ekki fyrir heilvita mann sem ætlar að reyna að ná prófunum að gera þetta án þess að taka sér frí í vinnunni. Og ég er ekki sú eina sem tók mér frí í vinnu.
Ætla núna að taka mér smá frí frá lestrinum og bögglast við að setja inn myndir úr afmælisveislunni minni
Góða helgi
Athugasemdir
hæ hó kvitta fyrir innlit í góða veðrinu hér fyrir utan
Ólafur fannberg, 9.12.2006 kl. 22:32
Sömuleiðis
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2006 kl. 22:32
Ester mín gangi þér vel við lesturinn og í prófunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2006 kl. 23:22
Ester mikið ertu dugleg að lifa lífinu! Einkamál, fjölskyldumál, vinna, áhugamál, vinir, skóli + allt hitt! Kannski fær maður þennan kraft af því að æfa, púla og koma líkamanum á sér í lag. Nú heiti ég þér því að fyrir jól skaltu hitta mig og þá langar mig að biðja þig um að gera með mér eitthvað plan um að gera skrokkinn á mér betri. Takk fyrir kommentin sem þú hefur sent mér, áhugan á því sem ég er að gera. Mér finnst alltaf jafn gaman að koma inná þessa síðu. Stattu þig stelpa
Eymundur Arilíus Gunnarsson, 10.12.2006 kl. 03:14
Takk fyrir kveðjurnar allir og gaman að lesa þetta frá þér Eymundur. Mér finnst sömuleiðis mjög gaman að kíkja á síðuna þína, alltaf eitthvað nýtt að gerast og svo ertu góður penni. Ég hef gaman af að lesa innihaldsrík blogg sem eru rík af tilfinningum og sál . Ég vona að þú sjáir þér fært að mæta í ræktina fljótlega, ég skal með ánægju setja upp prógram fyrir þig ásamt því að gefa þér ráðleggingar. Manni líður svo miklu betur ef líkamlegt ástand er í lagi jafnt og það andlega. Bestu kveðjur og takk.
Ester Júlía, 10.12.2006 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.