Föstudagur, 24. ágúst 2007
Blessuð börnin :(
Pabbi að keyra börnin í skólann. Börnin sitja í alsakleysi sínu í bílnum. Pabbi var eitthvað skrýtinn en þau átta sig ekki á afhverju. Börnunum leið undarlega. Bíllinn sveiflast furðulega til á veginum. En í leikskólann komust þau þrátt fyrir að oft á leiðinni hafi munað litlu að illa færi.
Maður var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en hann átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. Segir lögregla, að maðurinn megi teljast heppinn að hafa ekki lent í alvarlegu umferðaróhappi en hann var nýbúinn að aka börnum sínum í leikskóla þegar lögreglan stöðvaði för hans. Þessi maður var undir áhrifum fíkniefna!!!!!
Ég á ekki orð og langar helst að gráta. Börnin velja sér ekki foreldra og ekkert barn á þetta skilið. Fólk missir dómgreind undir áhrifum hvort sem er undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Guð einn má vita hvað börn þessa manns mega þola.
![]() |
Þrir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er sko skelfilegt, við vorum einmitt að ræða þetta í vinnunni í dag þegar við sáum fréttina um þetta.
mongoqueen, 24.8.2007 kl. 16:41
Er fólki í dag alveg skít sama um aflieðingar gjörða sinna, mér er spurn. Þetta fer alveg rosalega í taugarnar á mér. Enda er ég nýbúin að lésa yfir einum sem hafði gert þetta og fanst það rosa kúl
Kolla, 24.8.2007 kl. 17:13
Ég á ekki orð...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.8.2007 kl. 19:12
jésús minn fólk er ekki í lagi... þetta eru BÖRNIN HANS og maður hélt nú aðhann færi nú að passa vel uppá þau og myndi ekki stofna þeim og öðrum í hættu í umferðinni!!!! á ekki til orð yfir hvað mér finnst þetta mikil heimska
Þóra Elín (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:35
Svona fólk á ekki skilið að eiga börn!
Huld S. Ringsted, 25.8.2007 kl. 08:48
Æ! Þetta er ömurlegt. Alkahólismi er eigingjanasti sjúkdómur á jörðinni. Sammála, hvað ætli litlu greyin þurfi að þola dags daglega. Eigðu ofur góða helgi, Knús á þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.8.2007 kl. 11:10
Ég veit ekkert hvað ég á að skrifa....ég er bara sleginn........en er mikið sammála ykkur og þá Elínu með að alkahólismi og eyturfíkn séu eigingjörnustu sjúkdómarnir.
Eigðu góðan laugardag Ester mín.
Solla Guðjóns, 25.8.2007 kl. 12:31
Veit ekki alveg hvernig ég ætti að skilja "eigingjarnasti sjúkdómurinn" ... hvað meinarðu með því?
Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur, og ég er líka í sjokki yfir þessari frétt.
Knús til þín Ester, frá Danmörku!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 15:36
Þetta er mjög sorglegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:19
Svona fólk á ekki að fá að eignast börn. Þetta er alveg hræðilegt.
Bryndís R (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:44
Mér dettur nú fyrst í hug hvar var móðirin ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 01:07
Passið upp á fordómana ........kannski er þetta toppnáungi en er búinn að leiðast út í vímuefnaneyslu og mun þá sjálfsagt naga á sér handabökin það sem hann á eftir ólifað.
Þekki nokkuð marga toppmenn og konur sem hafa afrekað margt slæmt en hafa snúið við blaðinu og eru topp fólk í dag.......Munið það vill engin vera svona....þess setningu nota ég oft á sjálfan mig þegar að ég lendi í eða sé ógæfusamt fólk .....til að forðast fordóma sem ég á það til að falla í.
En þetta eru hræðilegar fréttir og það versta er að þetta er að gerast allt í kringum okkur....Hversu margir haldið þið að séu að keyra td snemma á Sunnudagsmorgnum nýkomnir heim en voru kannski búnir að lofa að fara eitthvað með börnin.....
Einar Bragi Bragason., 27.8.2007 kl. 23:56
Þetta er hræðilegt
Guðný Linda Óladóttir, 30.8.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.