Ótrúlegt!

Ég hef alla tíð haldið að kínverjar væru mjög lágvaxið fólk.  Þess vegna kemur það mér mjög á óvart að hæsti maður heims sé KÍNVERJI! 

Kannski eru kínverjar ekkert lágvaxnir , kannski er það bara misskilningur hjá mér að kínverjar séu eitthvað lágvaxnari en td. evrópubúar.  Veit ekki hvar ég fékk þessa flugu í höfuðið en ef einhver er fróður um þessi mál þá má sá hinn sami endilega fræða mig betur. Smile

Kínverjinn sem um ræðir er ekki lágvaxinn, síður en svo , heldur 2,36 metrar á hæð.  Eiginkona hans er hins vegar svipuð mér á hæð eða 1,68 cm. og er það nú bara meðalhæð á kvenfólki yfirhöfuð.   

Ég læt svo fylgja með mynd af einu krúttlegasta dýri jarðar, ættuðu frá Kína.. Pandabirninum. Joyful

 

Panda

 

 


mbl.is Hæsti maður heims giftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ertu kínverji?

... nei djók .  Takk fyrir þennan fróðleik.  En hvað meinaru með því að það sé kannski ekki öll nótt úti fyrir þig sjálfan?  .. Ertu svona hávaxinn eða ?  

Ester Júlía, 12.7.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá sá þetta í fréttunum áðan flottur brúðgumi nær hæalfa leið til himnaríkis get svarið það

Solla Guðjóns, 12.7.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er bara 162 og er minni en konan hans.  Ég næði honum upp að læri.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er rétt sem Arngrímur segir, fólk á sumum svæðum í Kína er mjög hávaxið. Hins vegar er það rétt hjá þér að meirihlutinn er fremur lágvaxinn. Á Íslandi er ég alltaf pínulítið kríkli (um 158cm) en hér í Kanada þar sem býr fjöldinn allur af fók af kínverskum uppruna er ég bara svona í meðallagi. Á hverjum degi er ég innan um fólk sem er mun minna en ég. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þú hafir haft þessa tilfinningu. Kína er bara svo stórt land að það á ekki við um alla.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.7.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: Ester Júlía

Já þessi nær alla leið ..ja alla vega hálfa leið til himnaríkis!  ÚBS Jenný..eins gott að ÞÚ ert ekki að fara að giftast honum!

Takk fyrir þetta Kristín. Skemmtilegur fróðleikur.  Já Kína er mjög stórt land, þar býr eflaust öll flóran , maður má ekki gleyma því

Ester Júlía, 12.7.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband