Brotist inn í sumarbústaðinn!!

Ég er svooo reið!   Mamma var að hringja og segja mér að það var farið inn í bústaðinn og teknir fullt af persónulegum munum.  Ég er í sjokki yfir ósvífni fólks!   Er svo reið.. hvað er það sem fær fólk til að gera svona hluti??? 

  Ég var upp í bústað á laugardaginn og við sáum einmitt bíl koma keyrandi um eittleytið um nóttina - að bústaðnum og snúa svo við.  Svo kom hann aftur..og snéri við.  Mjög óeðlilegt þar sem bústaðurinn er sá innsti á þessu svæði og vegurinn endar þar.  Það á enginn leið þarna um nema í bústaðinn.  Við skildum ekkert í þessu.  Kannski þarna hafi verið þjófarnir á ferð?

Þetta er í annað skipti sem að þjófar heimsækja foreldra mína.  Fyrra skiptið var þó heldur verra, þá var brotist inn á heimili þeirra í Reykjavík og rústaður bílskúrinn.  Helt niður málningu, olíu, ja bara öllu sem hella mátti niður.  Man ekki hvað var tekið ..en sem betur fór náðust þjófarnir sem reyndust vera tvær ungar stelpur sem höfðu strokið frá Stuðlum! Eyðileggingahvötin var þvílík! En þar hefur spilað inn í andlegt ástand stelpnanna en það er nú önnur saga.

 Alla vega er ég fokfond og öskureið núna.. þvílíkur dónaskapur að ráðast svona inn í hýbýli ókunnugra og stela persónulegum hlutum sem eru eigendunum kærir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh hvað þetta er ömurlegt. Skil þig vel að vera reið núna!

Ragga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Ólafur fannberg

þið ættuð að fá ykkur myndavélar í bústaðinn sem senda svo myndbrot í tölvuna og eða gemsann ef vart verður um einhverja hreyfingu. Eða falda sprengjugildru...

Ólafur fannberg, 20.6.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er vægast sagt alveg ferlega sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 12:25

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Líst vel á sprengjugildru eða minkaboga.

Virðingarleysið gagnvart öllu er vægast sagt orðið alveg óþolandi,það er ekkert heilagt í dag.AAARRRRRRRRGGGGGGGGG

verst er hvað þetta lið sem gerir svona ber litla virðingu fyrir sjálfum sér...að gera sig að þessum afbrtamanneskjumbara ansk.........fífl

Knús á þig Ester mín

Solla Guðjóns, 20.6.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skil vel að þú ert reið. Mér þykir leiðinlegt að þetta skildi koma fyrir ykkur Ester mín. Kanski sila eiturlyf inn í þetta. Væri ekki hissa á því.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.6.2007 kl. 13:33

6 Smámynd: Kolla

Mikið var leiðinlegt að heyra þetta, vona að þessir asnar náist og því sem var stolið líka. 

P.S Mér líst vel á hugmyndirnar hjá Ólafi.

Kolla, 20.6.2007 kl. 13:53

7 identicon

Æjj omg ! Vá hvað ég yeði líka reið....ömurlegt alveg

Melanie Rose (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg ömurlegt að lenda í Ester mín.  Þetta er ein tegund nauðgunar.  Farið inn í friðhelgi einkalífsins og gramsað og rótað og tekið.  Æ, ég vildi að ég hefði einhver huggunarorð, sem dyggðu.  Það er bara svo lítið sem hægt er að segja.  Nema Helv............ djöf................... andsk...................... Urrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Og svo sendi ég þér og foreldrum þínum risaknús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 20:31

9 identicon

Þetta er svo sannarlega ógeðslegt og ömurlegt. Það er virkilega leiðinlegt að heyra þetta, og maður er gáttaður yfir því hversu langt sumir nenna að ganga til þess að stela einhverjum munum sem skipta þá engu máli nema örfáar krónur - þegar þessir hlutir eru stór hluti af lífi eigenda sinna.

Ég er reiður með þér - vildi að ég gæti gert eitthvað, en það er lítið sem ég get gert annað en að senda ykkur hjartans knús og stuðning héðan frá Akureyri.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:29

10 Smámynd: Ester Júlía

Þakka ykkur öllum stuðninginn og knúsið . Ótrúlegt hvað þetta fær á mann.  En hefði getað verið verra eins og mamma sagði, það hefði getað verið standandi partý og öllu rústað, blóð, saur og hvaðeina .  En auðvitað er þetta leiðinlegt og sjokkerandi.  

Ester Júlía, 21.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband