Mánudagur, 23. júlí 2007
Þú ert svooo flott kona!! En.....
Ég lenti í frábæru atviki í dag! Fór niðrá laugaveg á bílnum í dag að ná í manninn minn og börnin.
Höfðum ákveðið að hittast við Mál og Menningu og lagði því bílnum þar. Þegar ég er
nýkomin út úr bílnum labbar til mín maður..ck. 25 - 30 ára með bakpoka. Leit út eins og
ferðamaður og ég hélt fyrst að hann væri útlendur.
- "VÁÁÁÁÁ" segir hann og horfir á mig!
- "HA ?" .. segi ég á móti .
-"VÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT KRÚTT"!!! segir hann þá.
- "Hvað segiru , hver "? ..segi ég.
- "ÞÚÚÚ...þvílíkt flott kona"!!!!! Segir hann uppnumin.
Ég brosti kurteisislega og þakkaði honum fyrir.
- "NEI" ..segir hann þá allt i einu.
- "HA "...? segi ég aftur og horfi á hann undrandi.
"NEI" endurtekur hann, "ÉG VAR AÐ GRÍNAST".
Svo tók hann um hálsinn á sér og lét eins og hann væri að kyrkja sjálfan sig og skar sig svo á háls með látbragði og skaut sig í höfuðið! Svo gekk hann í burtu.
Eftir stóð ég og vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta :)))
Ég bjó í níu ár í miðbænum og var búin að gleyma hvað mannlífið þar er litskrúðugt. Þetta hefði ekki átt að koma mér á óvart en gerði það svo sannarlega. Nú er ég nefnilega orðin úthverfarotta þar sem allir eru svo normal og eðlilegir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 23. júlí 2007
Iss - góða veðrið kemur í vikulok
Æ aumingja danirnir. Mikið rosalega skil ég þá vel. Það hlýtur að vera það sama upp á teningnum í Svíþjóð og Noregi. Þar hefur verið vott sumar líka. Við íslendingar getum hins vegar unað glaðir við okkar fína sumar. Líklega er ég á leiðinni til svíþjóðar eftir nokkra daga. Og þá verður að sjálfsögðu komið sólbaðsveður þar. Svíþjóð tekur alltaf vel á móti mér
![]() |
Huggandi ferðalög til sólarlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)