Miðvikudagur, 20. júní 2007
Brotist inn í sumarbústaðinn!!
Ég er svooo reið! Mamma var að hringja og segja mér að það var farið inn í bústaðinn og teknir fullt af persónulegum munum. Ég er í sjokki yfir ósvífni fólks! Er svo reið.. hvað er það sem fær fólk til að gera svona hluti???
Ég var upp í bústað á laugardaginn og við sáum einmitt bíl koma keyrandi um eittleytið um nóttina - að bústaðnum og snúa svo við. Svo kom hann aftur..og snéri við. Mjög óeðlilegt þar sem bústaðurinn er sá innsti á þessu svæði og vegurinn endar þar. Það á enginn leið þarna um nema í bústaðinn. Við skildum ekkert í þessu. Kannski þarna hafi verið þjófarnir á ferð?
Þetta er í annað skipti sem að þjófar heimsækja foreldra mína. Fyrra skiptið var þó heldur verra, þá var brotist inn á heimili þeirra í Reykjavík og rústaður bílskúrinn. Helt niður málningu, olíu, ja bara öllu sem hella mátti niður. Man ekki hvað var tekið ..en sem betur fór náðust þjófarnir sem reyndust vera tvær ungar stelpur sem höfðu strokið frá Stuðlum! Eyðileggingahvötin var þvílík! En þar hefur spilað inn í andlegt ástand stelpnanna en það er nú önnur saga.
Alla vega er ég fokfond og öskureið núna.. þvílíkur dónaskapur að ráðast svona inn í hýbýli ókunnugra og stela persónulegum hlutum sem eru eigendunum kærir.
Dægurmál | Breytt 21.6.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Það er yndislegt að ganga á Esjuna
Ég er ánægð með hvað hefur orðið mikil aukning á áhuga íslendinga á hreyfingu og útivist. Allstaðar eru Esjuklúbbar, það er td. einn hjá okkur í World Class.
Ég held að þessi áhugi sé mér í blóð borin, hef alltaf verið mjög mikið fyrir útivist og hreyfingu. Frá því að ég man eftir mér. Samt fór ég í fyrsta skiptið á ESJUNA í fyrrasumar. Hafði aldrei farið áður. Og mér fannst það svo rosalega gaman að ég ákvað að fara allar helgar það sumarið. En fór reyndar bara þrisvar. Alltaf eitthvað sem kom upp á. En ætla að fara MJÖG fljótlega á Esjuna aftur.
Mæli með Esjugöngu. Það er svo gaman að ganga þessa leið, vera með eitthvað gott á brúsa ( kakó, kaffi) eða bara kaldan orkudrykk. Taka smá pásu þegar komið er að læknum, fá sér að drekka og klára svo gönguna upp á toppinn. Smá klifur þarna í efstu hlíðunum..en bara gaman. Útsýnið er glimrandi fallegt af toppnum í góðu veðri. Stórkostlegt
Svo tekur það skemmtilegasta við gönguna við..og það er hlaup niður hlíðar Esju..hlaupa án þess að stoppa alla leið niður. Ekkert smá gaman og mikið adrenalínkikk!! En mæli ekki með því fyrir þá sem eru með slæm hné.
![]() |
Esja eftir vinnu og á Jónsmessunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)