Mánudagur, 19. febrúar 2007
Hefur vefsíðan verið eitthvað biluð í dag?
Ég er búin að vera í mestu vandræðum með blog.is i dag. Kemst of ekki inn , kemur villumelding, þegar ég skrifa athugasemdir á blogg þá geymist það ekki "þú hefur ekki leyfi til að skrifa athugasemdir hér" ..ja ekki nema ég sé svona óvinsæl og allir búnir að loka á mig .
Endilega kommentið á þetta, væri gaman að vita hvort þetta sé búið að vera svona hjá fleirum.
Læt þessa mynd af Olla 1. árs fylgja með að gamni
Mánudagur, 19. febrúar 2007
og meira drama..
Ekkert lát er á hneykslismálum kringum mestu dramadrottningu allra tíma. Þótt hún sé öll þá heldur dramað áfram..ætli hún fái hvíld í gröfinni?
![]() |
Ráðherra segir af sér á Bahamaeyjum vegna Önnu Nicole |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Vondar vatnsdeigsbollur
Ekki eru allar bollur góðar..dæs. Ég borðaði eina í gær, hafði keypt tilbúnar vatnsdeigsbollur frá ónefndu fyrirtæki, en það átti eftir að setja á þær. Ég bjó til bananarjóma og smurði innan í bollurnar og bætti sultu við. Varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með bollurnar, þær voru þurrar eins og sandpappir og gjörsamlega bragðlausar ( fyrir utan eðalrjómann minn og sultuna). Kannski ég geri tilraun í dag og kem við í (öðru) bakaríi og kaupi mér eins og eina tilbúna bollu - bara til að smakka.
Þetta er Simbi, hann hefur ekki gott af bollu!
Annars skil ég ekki hvað vatnsdeigsbollur eru vinsælar, ég er sjálf miklu meira fyrir hinar ...þær eru bragðmeiri og þéttari í sér.
Ég held ekki uppi þeim sið að flengja börnin á bolludag með vendi. Þessi stærri ( 18ára) myndi í fyrsta lagi drepa mig ef ég birtist eins og skrattinn sjálfur inni hjá honum með bolluvönd á lofti, og ég held að sá litli ( að verða 5 ) myndi pissa í sig af hræðslu. Ég skoðaði nú samt vendina í búðinni um helgina og mér blöskraði nú eiginlega verðið - 299 kr fyrir prik með pappírsstrimlum á. Kaupi frekar bollu fyrir þann pening, kannski fæ ég jafnvel tvær bollur
Eigið frábæran bolludag!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)