Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 17. apríl 2006
Tilgangslaus flughræðsla!
aaaaa...frábær dagur með sól í heiði! Nenni samt ekki í sund, en kallinn er að hugsa um að fara með yngsta barnið. Komið smá eirðarleysi í mig því ég er að fara til kaupmannahafnar eftir fjóra daga, og ég er flughrædd. Frétti af remedíum sem eiga að hjálpa manni að eiga við þessa tilgangslausu hræðslu, og ætla að kanna það á morgun. Nenni helst ekki að taka eitthvað kemískt róandi og vera þreytt allan daginn , er að fara á árshátíð sama kvöld og ég lendi svo það bara gengur ekki . Eitt ráð er gott við flughræðslu og það er að gleyma sér í lestri á góðri og mjög spennandi bók. Bókin má ekki vera þung, þarf að vera auðlesanleg og umfram allt skemmtileg. Óska hér með eftir tillögum um góða bók .. í athugasemdir takk !! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Húsið hans Damons Albarn.
Fór í dag út að ganga með Láru vinkonu. Það var hávaðarok og skítkalt en við gengum samt eins og herforingjar í klukkutíma. Kíktum á húsið hans Damons Albarn, stálumst til að kíkja inn um gluggana og það var rosaflott þarna inni, alla vega það sem við sáum. Svona mínimaliskt . Geggjað útsýni úr stofuglugganum. Helen komst ekki í heimsókn, fullt að gera hjá henni enda á leiðinni til New York. En nú er ég búin að borða páskamatinn og er södd og sæl. Var með lambahrygg fylltan með hvítlauk, og kryddaðann með pipar, salti og rósmarín. Eplasalat, grænar baunir, rauðkál, og æðislega sósu..já og bökunar kartöflur sem ég skar niður , kryddaðar með eðalkryddi og steiktar í ofni. Kjörtið var þvílíkt meyrt..bráðnaði upp í manni. Mátaði helv. kjólinn aftur og er að spá í að skila honum. Tími ekki að eyða pening í kjól sem ég á svo kannski ekki eftir að nota..mikið. Var að lesa pælingar hjá vini sem er nýbyrjaður að blogga. Líst mjög vel a´bloggið hans. Svo mikið vit í því sem hann segir. Þetta er vinur sem ég hef alltaf litið upp til og virði skoðanir hans mikið. Hlakka til að lesa meira. En nú ætla ég að fá mér ís og horfa á sjónvarpið. Eigið gott kvöld .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Arrg..virka feit í kjólnum heima í spegli...
..mátaði nýja kjólinn í gærkvöldi og fannst ég eins og rjómabolla í honum, annað hvort hef ég fitnað um nokkur kíló á nokkrum klukkutímum eða spegillinn í búðinni er svona blekkingarspegill! Eða þá að ég hafi ekki verið rétt stemmd í gærkvöldi sem ég VONA að sé rétt! Shit hvað ég varð fúl! Kallinn minn var reyndar voða hrifin af kjólnum en ég tek nú ekki mark á honum , þarf að fá mömmu í heimsókn, hún er smekklegasta manneskja sem ég þekki! Jæja ....Líf minnar fjölskyldu er svipað lífi hverrar fjölskyldu á íslandi í dag, hér var vaknaði snemma og byrjað á páskaeggjaáti. Ég verð stundum eirðarlaus ef koma svona dagar og ekkert að gera, en get bjargað mér á því að fara út í langan göngutúr sem ég ætla að gera. Klæða mig mjög vel og fara út í kraftgöngu! Svo er ég að hugsa um að bjóða Helen vinkonu minni í kaffi . Þetta verður frábær dagur!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 15. apríl 2006
Kjóllinn ÖSKRAÐI á mig!!
Jæja árshátíðarkjóllinn er kominn í hús! Ég fékk ekki Heather Mills kjóllinn en ég fékk annan ekki síðri!! Fór sem sagt í Kringluna í dag, var búin að fara í nokkrar búðir ( þar á meðal Karen Miller) þegar ég labbaði inn í Centrum og ....ég gekk að honum eins og í leiðslu enda stóð nafnið mitt nánast á honum og ekki skemmdi það fyrir að afgreiðslustúlka kom strax aðvífandi og næstum hrópaði - " já þessi er ÆÐISLEGUR" við fengum örfáa svona kjóla og þeir eru að verða búnir" .. ég mátaði kjólinn og hann smellpassaði að sjálfsögðu - enda var ég búin að sjá það, vissi strax að þarna var kjóllinn komin. Hann kostaði nokkra þúsundkalla en ég þarf þó ekki að lifa á súpu og brauði það sem eftir er mánaðarins. Er rosalega ánægð með kjólinn og hlakka ekkert smá til að skarta honum á árshátíðinni um næstu helgi! Og nú er bara að finna jakka og skó við hann...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. apríl 2006
Batchelorinn
Horfði á Batchelorinn í gær , lokaþáttinn og skammast mín fyrir að segja frá því en vá hvað ég gladdist með Mary þegar að hann játaði henni ást sína. Helgi horfði á þetta með mér og var hrikalega héralegur og alltaf að koma með athugasemdir um hvað þetta væri bjánalegur þáttur, ég varð bara pirruð og sagði honum að þegja og hætta að skemma mómentið!Hahahahahaha , maður fylgir ekkert smá straumnum, get ekki annað en hlegið af þessu. Hversu mikið sem fólk hneykslast á raunveruleikaþáttum og hversu mikið sem fólk talar um að þeir séu asnalegir þá horfir fólk á þetta. Það er alveg staðreynd. Batchelor, Batchelorette, American next topmodel, og fleiri þættir, þetta eru þættir sem fólk elskar að horfa á. Sorglegt en satt. Maður réttlætir áhorfið fyrir sjálfum sér með því að segja að það sé ekki verið að pína fólk til þess að taka þátt í þessum þáttum, en það verður samt að viðurkennast að þetta er ansi mikil lágkúra. En afhverju ætti lágkúra ekki að eiga rétt á sér eins og menningarþættir sem eru í hávegum hafðir. Mér finnst ekkert rosalega gaman að horfa á hástemmda menningaþætti, reyndar skiptir máli um hvað þeir fjalla, hvort þeir séu áhugaverðir og hvernig þeir eru settir upp. Er þáttastjórnandinn skemmtilegur og áhugaverður. það verður reyndar ekki sagt um þáttastjórnandann í Bachelor. Skælbrosandi sama hvað á gekk, skælbrosandi þegar að hann tók á móti konunum í síðasta skipti og leiddi þær upp að aftök..altarinu. Fyndinn gaur.
Jæja nóg um Batchelor, í dag er föstudagurinn langi. Ég ætla að fara á æfingu í Laugar um hádegið og stóra AA-fundinn í kvöld. Stóri AA-fundurinn er afmælisfundur AA-samtakanna, haldinn í laugardalshöllinni, alltaf á föstudaginn langa. Þar hittast allir, alkar, fíklar, aðstandendur, vinir og vandamenn. Rosalegur fjöldi sem mætir á þessa fundi og alltaf gaman mæta.
Helgi var að skríða frammúr..ætla að fá mér kaffi með honum..þar til síðar..
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. apríl 2006
Shit..linsuvökvinn minn veldur blindu!
Ég hef fengið slæma hornhimnubólgu, ætli það sé tilviljun? 'Eg hef fengið mjög slæmar sýkingar í augun, ætli það sé tilviljun? .....pottþétt ekki, en það er svo sem ekkert víst að RENU linsuvökvinn hafi valdið því. Ég hef ekki alltaf notað hann. En pottþétt að það viðkemur linsunotkun. Mamma notar gleraugu og hefur gert frá unga aldri og aldrei hefur hún fengið augnsýkingar. Ég hins vegar hef notað linsur frá unga aldri og hef alla vega 7 sinnum fengið sýkingar. Þetta veldur mér smá áhyggjum, líka af því að sjónin mín hefur breyst svakalega undanfarin ár og til hins verra.
Nóg um það. Helgi minn er á leiðinni frá Egilsstöðum , það verður gaman að sjá hann, maður vennst þessum köllum helv. vel nefnilega . Ég er núna búin að vera á leiðinni út með Olla og nýja hjólið hans í tvo tíma, ég er að drepast úr "nenniekkineinusyndrome"..úff. ER ekki nógu ánægð með litinn á hárinu á mér, var að setja skol yfir það áðan og er ennþá ekki ánægð. Ég er haldið fullkomnunaráráttu dauðans, hætti ekki fyrr en liturinn er orðinn flottur en þá er hárið eflaust dottið af vegna of mikillar tilraunastarfsemi . Langar að skreppa í Kringluna á eftir og geri það eflaust, skoða föt og fara á kaffihús, dreg Helga með mér þegar hann kemur að austan, ætla núna að drífa mig út með Olla ..sjáumst hress :).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Lestu blogg "ófrægra" ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Bjáluð stemning og kjóll eins og Heather Mills var í !
Þvílík stemning í vinnunni! Það mætti halda að við værum að fara til köben á morgun en ekki eftir tíu daga. Rosastuð í worldclass, allir svakahressir. Kalli þessi elska, var á fullu að búa til skemmtiatriði, taka upp á vídeó og fleira, hvar værum við án Kalla! Stærstu vandræði mín núna er svo í hverju ég á að fara á árshátíðina, er búin að skanna alla Smáralindina og finn ekki neitt! Ég er nefnilega með kjól í huga sem Heather Mills konan hans Paul Mcartneys var í á eitthverri mynd í eitthverju blaði ..kjóllinn sem mig langar í á að vera ákkúrat þannig eða alla vega í stíl við hann. Ég veit... þetta gæti verið einfaldara , maður finnur auðvitað ekkert ef maður hefur svona að leiðarljósi.
Helgi minn hringdi svo frá Reyðarfirði..hann og annar úr vinnunni hans voru sendir þangað með flugi í dag að laga eitthvað klúður og þá var bara allt í ólestri, allir að fara í sumarfrí, og þeir voru ekki einu sinni með gistingu! Miklu meira verk heldur en þeir héldu..ji ætli þeir verði ekki bara að eyða megnið af páskunum þarna! nei vonandi ekki, en þeir urðu alla vega að seinka fluginu heim þangað til seinni partinn á morgun. Svo ég er grasekkja á meðan. Ætla að hafa það sem best með strákunum mínum í kvöld.
Fór í Bónus áðan..ó mæ gosh ..hvað það voru margir þar , greinilega allir á sama tíma að versla. Engin laus grind til svo ég varð að taka körfu og tróð hana fulla en gat ekki keypt eins mikið og ég ætlaði mér. Enda greinlega á því að leita að eitthverri búð sem er opin á föstudaginn langa.
Nóg í bili , Mamma hans Patreks er komin með Olla, verð að fara til dyra ;) sí jú leiter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. apríl 2006
Kræst....klukkan er bara 05:20 !
Þetta er óguðlegur tími til að vakna á ! Klukkan fimm að nóttu.......en ég verð að hunskast á lappir því ég á að mæta í vinnuna klukkan sex. Upp í Spöng núna því Nonni frændi ( Jón Arnar, aldrei kallaður annað en Nonni frændi af tengdafjölskyldunni) er erlendis. En svo fer ég niður í Laugar klukkan níu - tíu. Sýnist að það hellirigni úti, það er þó skárra en frost og snjór! Æ hef bara ekkert að segja enda andlaus með endæmum á þessum tíma dags! Gúdd bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. apríl 2006
AFMÆLISVEISLA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)