Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 8. apríl 2006
Svona byrja kjaftasögurnar....
Á vissri netsíðu er verið að tala um hvað Hildur Vala er orðin horuð, ekki orð um hvernig hún söng, bara að hún sé að detta í sundur með allt of mjóa handleggi, jón taki þetta allt til sín ..ofl ofl. Ekki jákvætt umtal það. Jú Hildur Vala hefur grennst , það fer ekki á milli mála , en mér finnst hún ekki of grönn neitt. Bara rosafalleg stelpa sem hefur grennst. Alltaf ljótt þegar að byrjað er að tala opinberlega um annað fólk á leiðinlegum nótum.
En í annað , Vá hvað maður getur spennt sig yfir þessu Idoli! Hélt fyrst með Alexander, svo þegar hann datt út þá með Ínu ..svo með Snorra...svo aftur með Ínu ..og núna í síðasta þættinum vissi ég ekkert í hvort fótin ég átti að stíga..hvorum hélt ég eiginlega með....fannst Þau bæði góð, en Snorri heillaði mig mig heldur meira, hann á líka svo sæta konu og fallega stráka..já Snorri var búin að bræða mig og ég varð ROSALEGA ánægð með úrslitin .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. apríl 2006
Yngra fólk < eldra fólk, fuglaflensan og góður matur.
'Eg er soldið að velta fyrir mér þessa daganna afhverju sumt ungt fólk sýnir eldra fólki litla sem enga virðingu ? Ég var að tala við eldri konu um daginn sem sagði að það væri algengt að sér væri sýnd lítil sem engin virðing af yngra fólki. Hún sagði að ég ætti eftir að sjá það meira og meira eftir því sem að ég eltist. Ég varð svolítið hissa á því að heyra þetta.
Sjálf hef ég alla tíð borið virðingu fyrir mér eldra fólki, alltaf verið kurteis við eldra fólk og geri mér far um að vera það. Gamla fólkið var einu sinni ungt, vann hörðum höndum og hefur lifað tímanna tvenna. Allir eiga eftir að eldast og líka þetta yngra fólk sem sýnir eldra fólki óvirðingu. Kannski á það eftir að sannast sem sagt er að á endanum fái maður allt saman aftur í bakið. Leitt fyrir þá sem standa sig illa í dag gagnvart sér eldra fólki.
Annars átti ég ágætis dag, borðaði reyndar yfir mig í hádegi á Café Laugum því það var svo rosalega góður matur á hlaðborðinu hjá honum Loga. Lambaprime - sem er framhryggurinn af lambinu, auk meðlætis.
Fuglaflensan er víst á leiðinni með farfuglunum , það er talið víst. Eins gott að alífuglabændur fari eftir þeim reglum sem þeim eru nú settar, svo allt fari nú ekki á versta veg. En það er þó ekki tímabært að fara á límingunum, best að taka þessu með stakri ró sem komið er, þótt þetta séu auðvitað alvarlegar fréttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. apríl 2006
Styrkja og stinna læri ..frábærar æfingar fyrir þessi svæði!!
Átti að vera í Spönginni en var kölluð niður í Laugar til að hjálpa til með hóp af krökkum sem voru að koma að skoða stöðina æfingar frá skóla úr borginni. Byrjaði í Spönginni , fór svo í Laugar og endaði í Spönginni. Skemmtilegur dagur, krakkarnir voru skemmtilegir og áhugasamir. Stuð í vinnunni alltaf hreint , munur að vera í vinnu sem maður hefur gaman af
Nú er ég að þjálfa utanverða lærisvöðva auk lærisvöðva að aftan.
Er með þrusugóðar æfingar fyrir þessi svæði.
Á brettinu: 8-11 % halla á brettið , 7-7,5 í hraða , halda í handfangið með höndunum og virkilega reyna á fætur - spenna spenna - í 30-40 mín. Og svo auðvitað worldclass rás 1 . í botn!! Tekur á aftanverðum lærum og rassi auk þess að styrkja mittið.
Hliðarlyftur frá líkama f. lærvöðva í þartilgerðu tæki : 15-20 lyftur með 25 kg 2x2.
Bloggar | Breytt 16.9.2009 kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. apríl 2006
Hvernig væri að drífa sig af stað ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. apríl 2006
Stemning :D
Það er rosastemning fyrir árshátíðinni sem verður í Köben 21. apríl! Hrikalega hlakka ég til að fara. Gistum á 5 stjörnu hóteli í tvær nætur, þar sem er sundlaug, tækjasalur ofl. Höfum alveg tvo og hálfan dag til að versla . Hehe..æ verð að passa mig, ætla alla vega að fara í H&M og búðir sem eru ekki til hér.
En hrikalega ógeðslega var kalt í morgun ....brrrrrrr...fór í þykkustu úlpu sem ég fann og peysu innan undir, samt var mér kalt! Var rosadugleg, mætti fyrr og fór á hlaupabrettið í 35. mínútur. Rosagott að hreyfa sig þegar maður er nývaknaður. Hef svo sem ekki mikið að segja, er alveg andlaus, skrifa meira síðar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. apríl 2006
Ungfrú Ísland!
Stelpurnar í ungfrú Ísland voru í WC í dag. Myndataka og svo fóru þær í stöðvaþjálfun hjá Dísu, Óla og Fríðu Rún. Fullt af sætum stelpum í WC í dag, strákarnir höfðu nóg að horfa á og nýttu sér það .
Frekar rólegur dagur í vinnunni en þó var nóg að gera í morgun. Fólk duglegt að mæta í ræktina. Þetta hefur breyst mikið frá því að ég var í ræktinni í Kjörgarði á laugarveginum hehe. Muna eflaust ekki margir eftir þeim stað.
Mér var rosalega kalt í dag, varð að fara í heitt bað þegar ég kom heim , mm ekkert smá gott að fá hita í skrokkinn. Er að spá í að fara uppí WC spöng á eftir og taka góða brennsluæfingu, mér líður alltaf svo vel á eftir, ferrrrrlega gott!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 3. apríl 2006
Dagurinn í dag :)
Jæja þessi vinnudagur búinn . Frábært hvað fólk er duglegt að mæta i ræktina þó það sé mánudagur . Hef ekki tíma til að blogga mikið núna, þarf að fara inn og svæfa olla ( og mig) þarf að vakna klukkan fimm í fyrramálið því ég mæti sex á þriðjudögum.
Eitt tips að lokum : Ef þú þarft að grennast þá er gott að brenna/æfa á fastandi maga á morgnanna því líkaminn nýtir þá FITUNA sem orkugjafa en ekki það sem þú annars værir búin að borða .
Og please ..það væri voðalega gaman ef einhver vildi verða fyrstur til að skrifa í gestabókina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. apríl 2006
Árshátíð og ræktin
Hvernig byrjar maður nýja bloggsíðu..hvernig byrjar maður að blogga? Ekki hugmynd, skrifa því bara það sem mér dettur í hug. . Flott helgi að baki, var á árshátíð hjá MEST á hótel Selfossi, bara gaman, á hverju borði var td. miði með nafni eitthvers lags, við fengum "Fatlafól" og áttum því að fara upp á svið og syngja það, og það var ekkert smá gaman! Allt í einu var ég bláedrú manneskjan, komin með mígrófóninn í hönd og söng hástöfum :
Fatlaðfól fatlaðfól ,
akandum í tíu gíra spítthjólastól
ók loks í veg fyrir valtara
og varð að klessu ojbara
þeir tókann upp með kíttispaða
og settann beint á þjóðminjasafniðKom sér vel að ég man textann vel ( reyndar ekki erfitt að muna) eftir að hafa sungið þetta nánast stanslaust á þingvöllum um verslunarmannhelgina árið nitjánhundruðáttatíuogeitthvað.
Líst þrusuvel á þetta fyrirtæki, fólkið sem vinnur þarna alveg meiriháttar hresst og skemmtilegt.
Kom við í Þorlákshöfn og keypti mér skó á heimleiðinni ..stelpa á netinu sem var að selja skó.. ég er alltaf svo "sniðug" segir mamma alla vega, og ég held reyndar að ég hafi gert frábær kaup í þetta skiptið. Geðveikir glænýjir skór á lítinn pening! Fórum svo í hveragerði á kaffi Kidda Rót , fengum okkur Latte og svo í sundlaugina á Laugaskarði sem er BESTA LAUGIN á landinu! Svo var náð í Olla heim til tengdó, gaman að sjá litla snúllan okkar, ekki oft sem hann fer í næturpössun.
Var að vinna í gær laugardag, allt önnur stemning á laugardögum heldur en á virkum dögum, allir miklu afslappaðri, minna stress í gangi. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni, vildi samt að ég hefði meiri tíma til að æfa sjálf, er allt of löt við að mæta fyrir vinnu og æfa . En ég nota hvert tækifæri sem gefst. Er alvarlega að spá í að taka þátt í Fitness í haust, það gefur mér líka spark í rassinn að vera dugleg að halda mér í formi..hehe.. ;). Gaman að spá í þvi hvernig fólk æfir, það er til fólk sem mætir 2-3 í viku og fer alltaf sömu rútínuna, hitar upp í tíu mín. fer svo í sín venjulegu 5-6 tæki og svo aftur á brettið og gengur í tuttugu mín. Svo er fólk sem mætir á hverjum einasta degi og tekur virkilega vel á því , svitnar brjálæðislega og pumpar vöðvana gífurlega, þetta fólk er með stíft prógram , 4-5 skipt fyrir vöðvahópana, fer svo á brettið og klárar sig alveg þar í 40-50 mín. Þetta er hvort tveggja gott og blessað, fólk finnur æfingaáætlun við sitt hæfi. Svo er til fólk eins og ég sem notar hvert tækifæri til að æfa en í stuttum rútínum , oft hef ég td. bara fimmtán mín og nýti mér þær frekar en að sleppa því. Reyndar bý ég vel að því að vinna á staðnum, ég hefði ekki nennt að mæta í ræktina til að æfa í fimmtán mín. en ef ég væri ekki að vinna á staðnum þá hefði ég annað skipulag á , lengri æfingar , færri skipti. Þetta æfingaplan virkar vel fyrir mig, líkami minn hefur greinilega aðlagast þessari rútínu því þetta virkar. Hef alltaf verið hálflöt að "brenna" en ákvað að breyta því og "brenni núna 4-5 sinnum í viku. Skornari og flottari vöðvar..eller hur ??
Nenni ekki að blogga meira í dag, ætla að fara bráðum að leggja mig, svaf lítið í fyrrinótt.
Eitt enn: Kvitta í gestabókina takk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)