Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

HVAÐ ER AÐ GERAST?

Þegar ég opna bloggið mitt, þá kemur alltaf upp á forsíðunni færsla sem ég skrifaði fyrir ÁRI síðan!  Sú heitir - Lilja forever.  Ég skrifaði þrjár færslur í dag ,  og þær eru þarna efst ef ég fer í færslulistann, en samt hoppar þessi ársgamla upp þegar ég opna bloggið.  ÉG er orðin ansi þreytt á þessu , hefur einhver verið að lenda í svipuðu í dag ? Er villa í bloggkerfinu, draugur eða vírus? 
 
Svartur köttur


Hvað á að gera um páskana?

Krútt- Á ekki að fara eitthvað?   urrr....Hver einasta manneskja sem ég hitti spyr mig að þessu. 

Ég sem hef aldrei nokkurn tímann farið eitt eða neitt um páskana. Mér líður alveg  eins og ég EIGI að fara eitthvað um páskana - finnst ég vera að svíkjast um ef ég fer ekki eitthvað.  Ég umla og segi : " neei  held ekki, jú ætla að fara á Hvolsvöll að happy-easterskoða hvolpa".  - já og á að gista þar??  Ég: ..uh..nei, ég þekki þetta fólk ekki neitt ,skrepp bara í bíltúr þangað, en kem örugglega við hjá tengdó i Hveragerði á leiðinni heim". Pouty - " já svoleiðis" segir svo fólk áhugalaust þannig að ég bæti við :  En ég fæ nú kannski bústaðinn lánaðann hjá pabba og mömmu eins og yfir eina nótt.  Þá glaðnar yfir fólki aftur, það brosir og segir: - sniðugt .Joyful

Til dæmis á mánudaginn var.  Þá ætlaði ég að fá að skoða íbúð.  Hringdi í manneskjuna en nei hún er farin út úr bænum og kemur ekki heim fyrr en annan í páskum.  Sagði að allir sem hún þekkti væru farnir úr bænum svo ekki hefði verið hægt að finna neinn til að sýna íbúðina.  Svo ég get víst ekki skoðað íbúðina fyrr en eftir helgina. Gamaldags fellihýsi

  Ég spyr: hvaða fólk er þetta sem er að fara úr bænum um páskanna?  Ég þekki engan sem er að fara úr bænum þá.  Þekki ég ekki rétta fólkið ?   Mér finnst yndislegt að vera í nokkura daga fríi frá vinnu og skóla og geta þess vegna gert ekki neitt...það er alveg hægt að láta sig hlakka til þess.InLove


Að deyja ríkur.

ninaEr tilgangur með því ?  Fer maður með peningana með sér yfir á æðri stað?  Ónei..við deyjum jafn allsber og þegar við fæddumst.  Vona að samviska þessarar konu hafi verið hrein. Woundering  Ekki gat hún þó notið ríkidæmisins lengi. 

Stóðst ekki mátið að blogga um þessa frétt.  Fólk svífs einskins þegar um peninga er að ræða.  Og svo deyr það. 

Ég veit það af eigin raun að fólk getur orðið kolvitlaust þegar um erfðamál er að ræða.  Svífst einskins, berst með klóm og kjafti fyrir veraldlegum auð.  Skilur syrgjandi fólk eftir í sárum sínum.  Ekkert skiptir þetta fólk máli nema peningar.   Slæmt þetta. Langar að vita hvað verður um þetta fólk eftir dauðann.  Fæ víst ekkert svar við því fyrr en eftir að ég er dauð sjálf ..þs. ef ég verð heppin HaloJóakim ríki


mbl.is Ríkasta kona Hong Kong látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturlyf

Oft er sagt að áfengi sé hættulegasta eiturlyfið. Ég held að það sé rétt.  Það byrjar allt á því.  Veit ekki um neinn sem hefur byrjað sína eiturlyfjagöngu á að droppa einni E-töflu eða fá sér í nefið , hvort sem er kókaín eða spítt. En þó getur það auðvitað verið. 

Í dag er auðvelt að nálgast þessi sterku efni, mér skilst að það sé ekkert mál að "redda því".   Þessi atburður sem átti sér stað í gærkvöldi er hreint og beint skelfilegur og er ég handviss um að bakkus hefur komið við sögu og/eða sterkari eiturlyf.  En það afsakar að sjálfsögðu ekki þennan skelfilega verknað.


mbl.is Stunginn í brjóstið með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hlusta á spænsk ástarlög í bílnum..

 

Nei held nú ekki! GrinEn gott að Jennifer Lopez hefur loks fundið rætur sínar og horfir fram á við, stolt af menningu sinni og nýju plötunni. Whistling

jlo

 


mbl.is Lopez: Dívan J.Lo. tilheyrir fortíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli og árshátíð.

Nóg um að vera um þessa helgi.  Afmæli hjá Valla vini mínum á föstudagskvöldið, það var haldið í Laugum í salnum uppi.  Rosafínt afmæli, gaman að sjá drenginn verða fertugan LoL LoL ..reyndar verður hann það ekki fyrr en á morgun, mánudag. Skötuhjúin á árshátíð  Var ansi tætt á laugardeginum, en þá var komin tími til að taka sig til fyrir árshátíð MEST.  Árshátíðin var haldin i Gullhömrum, ekki svo langt að fara fyrir okkur úrMilliréttur..slurp.. Grafarvoginum. Það var hattaþema!! Glæsilegt húsnæði, salurinn flottur.  Skemmtiatriðin voru góð og maturinn sem var fjórréttaður æðislegur!!!  Við stoppuðum þar til við vorum búin með eftirréttinn, fórum heim um klukkan ellefu.  Sunnudagurinn fór verslunarleiðangur í IKEA ..þangað hættir maður sér ekki nema eiga brýnt erindi...þvílík stór verslun, fæ alltaf á tilfinninguna að ég sé stödd í stærðarinnar flugstöð ...Grin en ekki húsgagnaverslun.  

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband