Laugardagur, 6. janúar 2007
Á þrettándanum.
Fínn dagur í dag. Tengdó komu í heimsókn með bakkelsi og það var kjaftað og hlegið, svo klæddi ég mig upp í langan göngutúr, setti skóladót í bakpokann, stillti göngustafina og labbaði heim til pabba og mömmu. Ætli þetta sé ekki um 4-5 km ganga. Hreint æðislegt veður, ég óð hvítan mjúkan snjóinn, trén svignuðu undan honum, getur þetta verið fallegra.
Ég lærði í smátíma heima hjá foreldrum mínum og síðan skutluðu þau mér í búð, ég fór heim og setti mat í ofninn, og hélt svo af stað labbandi út á brennu. Ck. 2 km leið. Þannig að ég náði mér í ágæta hreyfingu í dag. Það er svo gott að labba, jafnt fyrir sál og líkama. Ætla aftur á morgun.
Hitti svo Helga, Olla og Silju ( vinkona hans Olla) á brennunni þar sem þau stóðu við sviðið að horfa á jólasveinahljómsveitina skemmta. Svaka stuð.. Við fórum líka í fyrra á brennuna og mikið er ég ánægð með þessa uppákomu alltaf á þrettándanum. Algjörlega frábært og vel að þessu staðið.
Borðuðum góðan mat og í dag er nammidagur, nammið bíður ... .
Og nú eru jólin búin..
kkveðja, Ester
Athugasemdir
kvitt gamla og gleðilegan þrettándan
Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 22:13
Hefur verið f´rabært hjá þér í gær. Vildi að ég hefði verið á göngu líka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.1.2007 kl. 12:56
já jólin farin jafn snöggt og þau komu!! gangi þér endalaust vel að læra og sjáumst eftir rúma viku!!! :)
svava (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.