Þriðjudagur, 2. janúar 2007
11. ráð til betri heilsu á nýju ári
Þá er að taka fram íþróttaskónna á nýju ári! 1. Ef þú ert kyrrsetumanneskja að byrja að hreyfa þig þá byrjaru rólega með því að fara út stutta göngutúra og svo eykur þú lengdina á göngutúrunum eftir því sem þolið verður betra. Þú átt eftir að finna mun á þér mun fyrr en þú býst við.
2. Drekktu mikið vatn ...Tveir til tveir og hálfur líter af vatni fyrir konur hvern dag og tveir og hálfur til þrír lítrar fyrir karlmenn hvern dag.
3. Minnkaðu kaffidrykkjuna ..kaffi er vatnslosandi og eykur þörfina á ennþá meiri vatnsdrykkju. ( vökvaskortur)
4. Borðaðu sex máltíðir á dag.....þrjár stórar og þrjár litlar ( millibitar)
5. Borðaðu tvo skammta af ávöxtum á dag, þrjá skammta af grænmeti.. 1. skammtur er einn bolli.
6.Taktu lýsi til að fá nóg D-vítamín og drekktu tvö glös af mjólk á dag.
7. Hafðu fjölbreyttni í hreyfingu, synda, hjóla, línuskautar/skautar, fjallganga, göngutúr, skokk,handbolti, fótbolti, spinning, tækjasalur..nóg er til :).
8. Gerðu fjölbreyttar kviðæfingar..svo þú styrkir ALLA kviðvöðvana.
9. Prófaðu að sleppa sykri, hveiti og óhollri fitu ..auðveldara en þú heldur .
10. Fáðu nógan svefn..mjög mikilvægt fyrir líkama og sál.
11. Settu þér markmið, en hafðu þau RAUNHÆF, mun auðveldara að standa við þau .
GANGI ÞÉR VEL
Athugasemdir
hvað er fyrir klikkaða botnvörpukafara eins og mig ?
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 16:31
æ sorrý, gleymdi þér....þú getur hlaupið á botninum bara..í búningnum..
Ester Júlía, 2.1.2007 kl. 16:35
skemmtileg...heheheh kemurðu ekki með?
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 16:56
Ég ? ....*stórthóstakast* ..ehem..sama og þegið, mætti ég frekar biðja um mount Everest.....please ekki neðansjávar.... *oföndun* ;)
Ester Júlía, 2.1.2007 kl. 17:13
oooo ætlaði að bjóða fáeinum hákörlum i mat hehehehehe bara djók
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 17:17
Takk fyrir þetta ráð...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2007 kl. 17:19
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.