Tilgangslaus flughræðsla!

jolleystuff_fear03.gif

  aaaaa...frábær dagur með sól í heiði!  Nenni samt ekki í sund, en kallinn er að hugsa um að fara með yngsta barnið. Komið smá eirðarleysi í mig því ég er að fara til kaupmannahafnar eftir fjóra daga, og ég er flughrædd.  Frétti af remedíum sem eiga að hjálpa manni að eiga við þessa tilgangslausu hræðslu, og ætla að kanna það á morgun.  Nenni helst ekki að taka eitthvað kemískt róandi og vera þreytt allan daginn , er að fara á árshátíð sama kvöld og ég lendi svo það bara gengur ekki Óákveðinn.    Eitt ráð er gott við flughræðslu og það er að gleyma sér í lestri á góðri og mjög spennandi bók.  Bókin má ekki vera þung, þarf að vera auðlesanleg og umfram allt skemmtileg.  Óska hér með eftir tillögum um góða bók .. í athugasemdir takk !! :D   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

ef það hjálpar - þá eru meiri líkur á að þú lendir í bílslysi en flugslysi .. annars mæli ég með bókinni - DJÖFLATERTAN eftir Mörtu Maríu og Þóru Sigurðardóttur hehe - fjallar um 28 ára konur og hefndaraðgerðir á köllum - held þetta sé bók fyrir allan aldur (allavega uppí svona fimmtugt hehe)! svo bara taka mp3 spilara með og nóg af tyggjó :) æji sorry lítil hjálp í mér - er samt að reyna :D
en vá hvað þetta verður gaman - árshátíð í köben ;)

Sigrún, 17.4.2006 kl. 12:17

2 Smámynd: Ester Júlía

Alls ekki lítil hjálp í þér, takk kærlega, ætla pottþétt að líta eftir þessari bók! Hehe...já ég veit að það er meiri hætta á bílslysi en flugslysi..en ég á alltaf von á því að flugslysið gerist AKKÚRAT þegar ég er í vélinni .. :D

Ester Júlía, 17.4.2006 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband