Húsið hans Damons Albarn.

Fór í dag út að ganga með Láru vinkonu.  Það var hávaðarok og skítkalt en við gengum samt eins og herforingjar í klukkutíma.  Kíktum á húsið hans Damons Albarn, stálumst til að kíkja inn um gluggana og það var rosaflott þarna inni, alla vega það sem við sáum. Svona mínimaliskt .  Geggjað útsýni úr stofuglugganum.    Helen komst ekki í heimsókn, fullt að gera hjá henni enda á leiðinni til New York.     En nú er ég búin að borða páskamatinn og er södd og sæl.  Var með lambahrygg fylltan með hvítlauk, og kryddaðann með pipar, salti og rósmarín.  Eplasalat, grænar baunir, rauðkál, og æðislega sósu..já og bökunar kartöflur sem ég skar niður , kryddaðar með eðalkryddi og steiktar í ofni.    Kjörtið var þvílíkt meyrt..bráðnaði upp í manni.     Mátaði helv. kjólinn aftur og er að spá í að skila honum.   Tími ekki að eyða pening í kjól sem ég á svo kannski ekki eftir að nota..mikið.  Var að lesa pælingar hjá vini sem er nýbyrjaður að blogga. Líst mjög vel a´bloggið hans. Svo mikið vit í því sem hann segir.  Þetta er vinur sem ég hef alltaf litið upp til og virði skoðanir hans mikið.  Hlakka til að lesa meira.   En nú ætla ég að fá mér ís og horfa á sjónvarpið.   Eigið gott kvöld Koss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

djí, ég hefði viljað vera í kvölmat hjá þér :D hehe !! og ís í eftirrétt - bara til að toppa frábæran mat ;) !!

btw - ég mæli með að þú skilir kjólnum ef þú ert ekki 100% sátt .. munt frekar sjá eftir að skila honum ekki !! speglar í búðum ljúga stundum! annars- gleðilega páska :D :D

Sigrún, 16.4.2006 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband