Sunnudagur, 16. apríl 2006
Arrg..virka feit í kjólnum heima í spegli...
..mátaði nýja kjólinn í gærkvöldi og fannst ég eins og rjómabolla í honum, annað hvort hef ég fitnað um nokkur kíló á nokkrum klukkutímum eða spegillinn í búðinni er svona blekkingarspegill! Eða þá að ég hafi ekki verið rétt stemmd í gærkvöldi sem ég VONA að sé rétt! Shit hvað ég varð fúl! Kallinn minn var reyndar voða hrifin af kjólnum en ég tek nú ekki mark á honum , þarf að fá mömmu í heimsókn, hún er smekklegasta manneskja sem ég þekki! Jæja ....Líf minnar fjölskyldu er svipað lífi hverrar fjölskyldu á íslandi í dag, hér var vaknaði snemma og byrjað á páskaeggjaáti. Ég verð stundum eirðarlaus ef koma svona dagar og ekkert að gera, en get bjargað mér á því að fara út í langan göngutúr sem ég ætla að gera. Klæða mig mjög vel og fara út í kraftgöngu! Svo er ég að hugsa um að bjóða Helen vinkonu minni í kaffi . Þetta verður frábær dagur!!
Athugasemdir
Sæl, vont mál þetta með kjólin! Gleðilega páska öll. gaman að sjá þig hér. kveðja Percy
percy B. Stefánsson, 16.4.2006 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.